Látlausari kveðjustund en hjá Óla bróður en möguleiki að tár falli Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2019 20:30 Jón Arnór Stefánsson lýkur 19 ára landsliðsferli á móti Portúgal annað kvöld. vísir/vilhelm Jón Arnór Stefánsson spilar sinn 100. og jafnframt síðasta landsleik annað kvöld þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021. Kveðjustundin verður látlausari en hjá bróður hans en ekki er útilokað að tár muni sjást á hvarmi, segir Jón léttur. Það þarft að leita ansi langt að manni sem heldur öðru fram en að Jón Arnór Stefánsson sé besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Nú er komið að leiðarlokum hjá honum með íslenska landsliðinu en hann kveður liðið samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni annað kvöld. „Ég er bara aðallega hissa á því að vera valinn í landsliðið,“ segir Jón Arnór og hlær. „Nei, nei. Þetta eru margar tilfinningar í bland. Þetta hefur aðallega gefið manni tækifæri til að hugsa um farinn veg og fara yfir þessi 19 ár. Þegar að ég hugsa til baka eru þetta aðallega jákvæðar og fallegar minningar. Ég er bara ofboðslega stoltur og þakklátur að hafa fengið að hafa tekið þátt í þessu.“ Á löngum landsliðsferli eru það stórmótin sem að standa upp úr. Það sem virtist óraunhæfur möguleiki í áratugi varð að veruleika og það í tvígang þegar að Ísland komst bæði á EM 2015 og 2017.Jón Arnór hefur farið fyrir landsliðinu í rúman áratug.vísir/bára„Það er ótrúlegt afrek. Það var ótrúlega sterkt og mikilvægt fyrir íslenskan körfubolta. Bæði fyrir okkur sem leikmenn og sjálfstraustið okkar og líka núna þegar að maður hugsar til baka. Þá eru þessi tvö stórmót einhver mælanlegur árangur. Það er eflaust smá súr tilfinning hjá leikmönnum sem fara í gegnum ferilinn og vinna ekki titil. Að geta ekki horft til baka og munað eftir einhverju sem stendur algjörlega upp úr. Fyrir mér er það mjög auðvelt. Það er EM í Þýskalandi. Bæði að komast þangað og vera þar á staðnum og svo Helsinki líka. Ég man eftir fáu öðru en þessum augnablikum,“ segir Jón Arnór. Það er ekki algengt að bræður séu þeir tveir fremstu í sögunni sínu landi í sitthvorri íþróttinni en því má halda fram með Jón og bróður hans, Ólaf Stefánsson. Ólafur fékk rosalegan kveðjuleik með löngum aðdraganda sem hafði meira að segja sitt eigið myllumerki. Kveðjustundin annað kvöld verður látlausari, lofar Jón Arnór. „Þetta verður ekki í líkingu við það. Ég var í stúkunni þar og maður bara táraðist. Það var helvíti góð auglýsingastofa sem að setti það í gang. Þetta verður samt fallegt. Ég veit ekki hvaða tilfinningar verða þarna í spilinu og hvort það komi fram í einhverjum tárum veit ég ekki. Þetta verður falleg stund með fjölskyldu og vini í stúkunni og bara fá að kveðja á heimavelli. Það vill svo til að þetta er 100. leikurinn minn líka. Ég vildi fá að klára þetta í 99 en mönnum fannst það vera alveg fáránlegt. Þetta verður falleg stund og ég ætla að njóta þess,“ segir Jón Arnór Stefánsson.Klippa: Jón Arnór - Verð vonandi áfram í kringum liðið Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson spilar sinn 100. og jafnframt síðasta landsleik annað kvöld þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021. Kveðjustundin verður látlausari en hjá bróður hans en ekki er útilokað að tár muni sjást á hvarmi, segir Jón léttur. Það þarft að leita ansi langt að manni sem heldur öðru fram en að Jón Arnór Stefánsson sé besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Nú er komið að leiðarlokum hjá honum með íslenska landsliðinu en hann kveður liðið samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni annað kvöld. „Ég er bara aðallega hissa á því að vera valinn í landsliðið,“ segir Jón Arnór og hlær. „Nei, nei. Þetta eru margar tilfinningar í bland. Þetta hefur aðallega gefið manni tækifæri til að hugsa um farinn veg og fara yfir þessi 19 ár. Þegar að ég hugsa til baka eru þetta aðallega jákvæðar og fallegar minningar. Ég er bara ofboðslega stoltur og þakklátur að hafa fengið að hafa tekið þátt í þessu.“ Á löngum landsliðsferli eru það stórmótin sem að standa upp úr. Það sem virtist óraunhæfur möguleiki í áratugi varð að veruleika og það í tvígang þegar að Ísland komst bæði á EM 2015 og 2017.Jón Arnór hefur farið fyrir landsliðinu í rúman áratug.vísir/bára„Það er ótrúlegt afrek. Það var ótrúlega sterkt og mikilvægt fyrir íslenskan körfubolta. Bæði fyrir okkur sem leikmenn og sjálfstraustið okkar og líka núna þegar að maður hugsar til baka. Þá eru þessi tvö stórmót einhver mælanlegur árangur. Það er eflaust smá súr tilfinning hjá leikmönnum sem fara í gegnum ferilinn og vinna ekki titil. Að geta ekki horft til baka og munað eftir einhverju sem stendur algjörlega upp úr. Fyrir mér er það mjög auðvelt. Það er EM í Þýskalandi. Bæði að komast þangað og vera þar á staðnum og svo Helsinki líka. Ég man eftir fáu öðru en þessum augnablikum,“ segir Jón Arnór. Það er ekki algengt að bræður séu þeir tveir fremstu í sögunni sínu landi í sitthvorri íþróttinni en því má halda fram með Jón og bróður hans, Ólaf Stefánsson. Ólafur fékk rosalegan kveðjuleik með löngum aðdraganda sem hafði meira að segja sitt eigið myllumerki. Kveðjustundin annað kvöld verður látlausari, lofar Jón Arnór. „Þetta verður ekki í líkingu við það. Ég var í stúkunni þar og maður bara táraðist. Það var helvíti góð auglýsingastofa sem að setti það í gang. Þetta verður samt fallegt. Ég veit ekki hvaða tilfinningar verða þarna í spilinu og hvort það komi fram í einhverjum tárum veit ég ekki. Þetta verður falleg stund með fjölskyldu og vini í stúkunni og bara fá að kveðja á heimavelli. Það vill svo til að þetta er 100. leikurinn minn líka. Ég vildi fá að klára þetta í 99 en mönnum fannst það vera alveg fáránlegt. Þetta verður falleg stund og ég ætla að njóta þess,“ segir Jón Arnór Stefánsson.Klippa: Jón Arnór - Verð vonandi áfram í kringum liðið
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30
Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00