Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 09:49 Robert Kraft. AP/Steven Senne Robert Kraft, eigandi NFL-liðsins New England Patriots, hefur verið ákærður fyrir vændiskaup. Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. Hinn 77 ára gamli eigandi Patriots, sem hefur ekki verið handtekinn, þvertekur fyrir að hafa keypt vændi.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frekari upplýsingar um ákæruna ekki verið opinberaðar og stendur til að gera það í næstu viku. Þá stendur einnig til að gefa út handtökuskipun gagnvart Kraft.Lögreglan í Flórída hefur gefið út hundruð handtökuskipanna á undanförnum dögum eftir hálfs árs rannsókn á vændi í ríkinu. Búist er við að þeim muni fjölga. Tíu nuddstofum hefur verið lokað og hafa þó nokkrir verið handteknir vegna gruns um mansal og kynlífsþrælkun. Daniel Kerr, lögreglustjóri Jupiter í Flórída, segir það hafa komið sér á óvart að Kraft, sem er metinn á einhverja sex milljarða dala, hafi verið að kaupa vændi á nuddstofu í verslunarmiðstöð. Hann býr í Massachusetts en á einnig heimili í Palm Beach. Eiginkona hans, Myra Hiatt, dó árið 2011 og hefur Kraft verið í sambandi með hinni 39 ára gömlu leikkonu Ricki Noel frá 2012. Samkvæmt lögum Flórída þykir líklegt að Kraft verði gert að sinna samfélagsþjónustu í hundrað klukkustundir og sitja námskeið um skaða vændis og kynlífsþrælkunar, verði hann fundinn sekur. Kraft gæti einnig lenti í vandræðum hjá NFL-deildinni þar sem hægt er að refsa eigendum fyrir alls konar hegðun sem kemur niður á ímynd deildarinnar. Eigandi umræddrar nuddstofu heitir Hua Zhang en hún hefur verið handtekin. Í dómsskjölum kemur fram að lögregluþjónar hafi náð myndböndum af „starfsmönnum“ hennar stunda vændi í minnst tólf skipti. Lögreglan segir þetta fólk vera í kynlífsþrælkun. Bandaríkin NFL Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Robert Kraft, eigandi NFL-liðsins New England Patriots, hefur verið ákærður fyrir vændiskaup. Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. Hinn 77 ára gamli eigandi Patriots, sem hefur ekki verið handtekinn, þvertekur fyrir að hafa keypt vændi.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frekari upplýsingar um ákæruna ekki verið opinberaðar og stendur til að gera það í næstu viku. Þá stendur einnig til að gefa út handtökuskipun gagnvart Kraft.Lögreglan í Flórída hefur gefið út hundruð handtökuskipanna á undanförnum dögum eftir hálfs árs rannsókn á vændi í ríkinu. Búist er við að þeim muni fjölga. Tíu nuddstofum hefur verið lokað og hafa þó nokkrir verið handteknir vegna gruns um mansal og kynlífsþrælkun. Daniel Kerr, lögreglustjóri Jupiter í Flórída, segir það hafa komið sér á óvart að Kraft, sem er metinn á einhverja sex milljarða dala, hafi verið að kaupa vændi á nuddstofu í verslunarmiðstöð. Hann býr í Massachusetts en á einnig heimili í Palm Beach. Eiginkona hans, Myra Hiatt, dó árið 2011 og hefur Kraft verið í sambandi með hinni 39 ára gömlu leikkonu Ricki Noel frá 2012. Samkvæmt lögum Flórída þykir líklegt að Kraft verði gert að sinna samfélagsþjónustu í hundrað klukkustundir og sitja námskeið um skaða vændis og kynlífsþrælkunar, verði hann fundinn sekur. Kraft gæti einnig lenti í vandræðum hjá NFL-deildinni þar sem hægt er að refsa eigendum fyrir alls konar hegðun sem kemur niður á ímynd deildarinnar. Eigandi umræddrar nuddstofu heitir Hua Zhang en hún hefur verið handtekin. Í dómsskjölum kemur fram að lögregluþjónar hafi náð myndböndum af „starfsmönnum“ hennar stunda vændi í minnst tólf skipti. Lögreglan segir þetta fólk vera í kynlífsþrælkun.
Bandaríkin NFL Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira