Fengu ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 18:37 Davíð Karl Wiium (til hægri) er nú staddur í Dyflinni þar sem hann leitar bróður síns, Jóns Þrastar Jónssonar (til vinstri). Sjálfboðaliðar sem tóku þátt í leitinni að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingnum sem hvarf í Dyflinni á Írlandi þann 9. febrúar síðastliðinn, fengu í dag ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns. Þá öfluðu sjálfboðaliðarnir myndefnis sem komið var til lögreglu í Dyflinni. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni um hábjartan dag um þarsíðustu helgi, án síma, veskis og vegabréfs. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt út til Dyflinnar fljótlega eftir að hann hvarf en boðað var til fjölmennrar sjálfboðaliðaleitar í dag.Sjá einnig: Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Davíð Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að leitin hafi gengið mjög vel en hátt í hundrað manns tóku þátt í leitinni, þar af um sjötíu írskir sjálfboðaliðar. „Þetta gekk allt áfallalaust fyrir sig og við komust yfir allt sem við ætluðum okkur í dag. Við náðum að afla miklu af góðum gögnum sem við náðum að taka saman og skiluðum inn til lögreglunnar eftir að leit lauk og við erum ótrúlega sátt með daginn.“Hvaða gögn létuð þið lögreglu fá?„Við náðum einhverjum myndavélum sem eru í einkaeigu, sem við höfum grun um að lögregla hafi ekki getað komist yfir, það er náttúrulega erfitt,“ segir Davíð.Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leituðu hans í Dyflinni í dag.Þá hafi leitarhópurinn einbeitt sér að því að ganga í hús á leitarsvæðunum. „Þannig að við gengum hús í hús, nokkur hundruð eða þúsund hús, töluðum við nágranna og sýndum þeim mynd af Jóni og spurðum þau hvort þau vissu eitthvað eða hefðu séð eitthvað og út frá því fengum við margar góðar ábendingar frá fólki sem taldi sig mögulega hafa séð hann. Og fengum eitthvað myndefni af því svæði þar sem hann sást síðast, sem lögreglan er að vinna úr.“ Fjölskylda Jóns mun halda áfram leit í Dyflinni næstu daga. Þau vonast til þess að björgunarsveitir á Írlandi taki við keflinu. „En ef það gerist ekkert nýtt á næstu dögum þá verður eflaust hrint af stað annarri stórleit,“ segir Davíð.Fjallað verður ítarlega um leitina að Jóni Þresti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25 Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13 Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Sjálfboðaliðar sem tóku þátt í leitinni að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingnum sem hvarf í Dyflinni á Írlandi þann 9. febrúar síðastliðinn, fengu í dag ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns. Þá öfluðu sjálfboðaliðarnir myndefnis sem komið var til lögreglu í Dyflinni. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni um hábjartan dag um þarsíðustu helgi, án síma, veskis og vegabréfs. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt út til Dyflinnar fljótlega eftir að hann hvarf en boðað var til fjölmennrar sjálfboðaliðaleitar í dag.Sjá einnig: Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Davíð Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að leitin hafi gengið mjög vel en hátt í hundrað manns tóku þátt í leitinni, þar af um sjötíu írskir sjálfboðaliðar. „Þetta gekk allt áfallalaust fyrir sig og við komust yfir allt sem við ætluðum okkur í dag. Við náðum að afla miklu af góðum gögnum sem við náðum að taka saman og skiluðum inn til lögreglunnar eftir að leit lauk og við erum ótrúlega sátt með daginn.“Hvaða gögn létuð þið lögreglu fá?„Við náðum einhverjum myndavélum sem eru í einkaeigu, sem við höfum grun um að lögregla hafi ekki getað komist yfir, það er náttúrulega erfitt,“ segir Davíð.Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leituðu hans í Dyflinni í dag.Þá hafi leitarhópurinn einbeitt sér að því að ganga í hús á leitarsvæðunum. „Þannig að við gengum hús í hús, nokkur hundruð eða þúsund hús, töluðum við nágranna og sýndum þeim mynd af Jóni og spurðum þau hvort þau vissu eitthvað eða hefðu séð eitthvað og út frá því fengum við margar góðar ábendingar frá fólki sem taldi sig mögulega hafa séð hann. Og fengum eitthvað myndefni af því svæði þar sem hann sást síðast, sem lögreglan er að vinna úr.“ Fjölskylda Jóns mun halda áfram leit í Dyflinni næstu daga. Þau vonast til þess að björgunarsveitir á Írlandi taki við keflinu. „En ef það gerist ekkert nýtt á næstu dögum þá verður eflaust hrint af stað annarri stórleit,“ segir Davíð.Fjallað verður ítarlega um leitina að Jóni Þresti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25 Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13 Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25
Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13
Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00