Fengu ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 18:37 Davíð Karl Wiium (til hægri) er nú staddur í Dyflinni þar sem hann leitar bróður síns, Jóns Þrastar Jónssonar (til vinstri). Sjálfboðaliðar sem tóku þátt í leitinni að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingnum sem hvarf í Dyflinni á Írlandi þann 9. febrúar síðastliðinn, fengu í dag ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns. Þá öfluðu sjálfboðaliðarnir myndefnis sem komið var til lögreglu í Dyflinni. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni um hábjartan dag um þarsíðustu helgi, án síma, veskis og vegabréfs. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt út til Dyflinnar fljótlega eftir að hann hvarf en boðað var til fjölmennrar sjálfboðaliðaleitar í dag.Sjá einnig: Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Davíð Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að leitin hafi gengið mjög vel en hátt í hundrað manns tóku þátt í leitinni, þar af um sjötíu írskir sjálfboðaliðar. „Þetta gekk allt áfallalaust fyrir sig og við komust yfir allt sem við ætluðum okkur í dag. Við náðum að afla miklu af góðum gögnum sem við náðum að taka saman og skiluðum inn til lögreglunnar eftir að leit lauk og við erum ótrúlega sátt með daginn.“Hvaða gögn létuð þið lögreglu fá?„Við náðum einhverjum myndavélum sem eru í einkaeigu, sem við höfum grun um að lögregla hafi ekki getað komist yfir, það er náttúrulega erfitt,“ segir Davíð.Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leituðu hans í Dyflinni í dag.Þá hafi leitarhópurinn einbeitt sér að því að ganga í hús á leitarsvæðunum. „Þannig að við gengum hús í hús, nokkur hundruð eða þúsund hús, töluðum við nágranna og sýndum þeim mynd af Jóni og spurðum þau hvort þau vissu eitthvað eða hefðu séð eitthvað og út frá því fengum við margar góðar ábendingar frá fólki sem taldi sig mögulega hafa séð hann. Og fengum eitthvað myndefni af því svæði þar sem hann sást síðast, sem lögreglan er að vinna úr.“ Fjölskylda Jóns mun halda áfram leit í Dyflinni næstu daga. Þau vonast til þess að björgunarsveitir á Írlandi taki við keflinu. „En ef það gerist ekkert nýtt á næstu dögum þá verður eflaust hrint af stað annarri stórleit,“ segir Davíð.Fjallað verður ítarlega um leitina að Jóni Þresti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25 Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13 Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Sjálfboðaliðar sem tóku þátt í leitinni að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingnum sem hvarf í Dyflinni á Írlandi þann 9. febrúar síðastliðinn, fengu í dag ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns. Þá öfluðu sjálfboðaliðarnir myndefnis sem komið var til lögreglu í Dyflinni. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni um hábjartan dag um þarsíðustu helgi, án síma, veskis og vegabréfs. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt út til Dyflinnar fljótlega eftir að hann hvarf en boðað var til fjölmennrar sjálfboðaliðaleitar í dag.Sjá einnig: Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Davíð Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að leitin hafi gengið mjög vel en hátt í hundrað manns tóku þátt í leitinni, þar af um sjötíu írskir sjálfboðaliðar. „Þetta gekk allt áfallalaust fyrir sig og við komust yfir allt sem við ætluðum okkur í dag. Við náðum að afla miklu af góðum gögnum sem við náðum að taka saman og skiluðum inn til lögreglunnar eftir að leit lauk og við erum ótrúlega sátt með daginn.“Hvaða gögn létuð þið lögreglu fá?„Við náðum einhverjum myndavélum sem eru í einkaeigu, sem við höfum grun um að lögregla hafi ekki getað komist yfir, það er náttúrulega erfitt,“ segir Davíð.Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leituðu hans í Dyflinni í dag.Þá hafi leitarhópurinn einbeitt sér að því að ganga í hús á leitarsvæðunum. „Þannig að við gengum hús í hús, nokkur hundruð eða þúsund hús, töluðum við nágranna og sýndum þeim mynd af Jóni og spurðum þau hvort þau vissu eitthvað eða hefðu séð eitthvað og út frá því fengum við margar góðar ábendingar frá fólki sem taldi sig mögulega hafa séð hann. Og fengum eitthvað myndefni af því svæði þar sem hann sást síðast, sem lögreglan er að vinna úr.“ Fjölskylda Jóns mun halda áfram leit í Dyflinni næstu daga. Þau vonast til þess að björgunarsveitir á Írlandi taki við keflinu. „En ef það gerist ekkert nýtt á næstu dögum þá verður eflaust hrint af stað annarri stórleit,“ segir Davíð.Fjallað verður ítarlega um leitina að Jóni Þresti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25 Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13 Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25
Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13
Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00