Geir: Fyrstu tuttugu mínúturnar voru hræðilegar Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 23. febrúar 2019 19:50 Geir er hann krotaði undir samninginn. mynd/pallijóh Geir Sveinsson, þjálfari Akureyri Handboltafélag, var að vonum ansi súr eftir tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í dag. Geir sagði úrslitin hafa verið gríðarleg vonbrigði, sérstaklega þar sem að um svokallaðan fjögurra stiga leik hafi verið að ræða. Akureyringar áttu í miklu basli í upphafi beggja hálfleika og sagðist Geir vera að reyna að átta sig á því afhverju Akureyringar mæti svona illa til leiks.„Þetta er búið að vera viðloðandi allt of oft og þetta er eitthvað sem við þurfum að setjast yfir og vorum að ræða þetta inni í klefa og við getum einfaldlega ekki leyft okkur að mæta svona til leiks“ sagði Geir en hann hélt þrumuræðu í hartnær hálftíma yfir sínum mönnum eftir að leik lauk. Það var ekki bara í sókninni sem leikmenn Geirs áttu í vandræðum heldur virtist leið Framara oft og tíðum ansi greið upp að marki heimamanna.„Þetta er ekki bara sóknarleikur sem að þetta snýr að, heldur okkar heildar leikur þessar fyrstu 20 mínútur sem voru einfaldlega hræðilegar og menn bara ekki á svæðinu og því miður var það ekki í fyrsta skiptið. Eftir leikinn eru Akureyringar komnir niður í fallsæti og eiga erfiðan leik í næstu umferð. Spurður út í framhaldið sagði Geir að menn hafi vitað að þetta yrði brekka en bætti svo við að „þetta er orðin ennþá meiri brekka heldur en var og það er bara gríðarleg vinna framundan.“ Friðrik Svavarsson, línumaður, spilaði ekkert í seinni hálfleiknum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik eftir samstuð.„Ég hef aldrei lent í því að missa eina þrjá til fjóra leikmenn út í sama leiknum og við þurftum því að gera miklar hrókeringar“ sagði Geir og bætti því við að hann gæti ,,verið ánægður með það hvernig menn lögðu sig fram í nýjum stöðum og hvernig menn náðu að vinna sig út úr því en það breytir því ekki að við fengum ekkert út úr leiknum.“ Geir sagðist einfaldlega bara geta vonað það að meiðslin væru minniháttar og bætti svo við „og þó það er ljóst þar sem það er stutt í næsta leik sem er á fimmtudaginn að hvað nokkra varðar þá lítur þetta illa út.“ Geir vildi ekki horfa á baráttuna og karakterinn sem hans menn sýndu undir lok leiksins þegar þeir náðu að vinna sig inn í hann og eygðu von um að fá eitthvað út úr leiknum.„Á þeim tímapunkti eru menn að gera það sem þeir eiga að gera í 60 mínútur og ná þá að para sig svolítið og koma sér þangað sem þeir eiga að vera í 60 mínútur“ sagði Geir og bætti við að ,,ef framlagið hefði verið svona allan leikinn þá hugsanlega værum við að tala um einhverja aðra hluti núna en auðvitað veit maður ekki.“ Geir vildi samt ekki taka neitt af leikmönnum Fram.„Þeir koma hingað norður, komu í gær, virkilega einbeittir á þennan leik í dag og ætluðu sér að ná í tvö stig og gerðu það verðskuldað, við skulum ekkert gleyma því að það er í rauninni niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við hana“ sagði Geir Sveinsson að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Geir Sveinsson, þjálfari Akureyri Handboltafélag, var að vonum ansi súr eftir tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í dag. Geir sagði úrslitin hafa verið gríðarleg vonbrigði, sérstaklega þar sem að um svokallaðan fjögurra stiga leik hafi verið að ræða. Akureyringar áttu í miklu basli í upphafi beggja hálfleika og sagðist Geir vera að reyna að átta sig á því afhverju Akureyringar mæti svona illa til leiks.„Þetta er búið að vera viðloðandi allt of oft og þetta er eitthvað sem við þurfum að setjast yfir og vorum að ræða þetta inni í klefa og við getum einfaldlega ekki leyft okkur að mæta svona til leiks“ sagði Geir en hann hélt þrumuræðu í hartnær hálftíma yfir sínum mönnum eftir að leik lauk. Það var ekki bara í sókninni sem leikmenn Geirs áttu í vandræðum heldur virtist leið Framara oft og tíðum ansi greið upp að marki heimamanna.„Þetta er ekki bara sóknarleikur sem að þetta snýr að, heldur okkar heildar leikur þessar fyrstu 20 mínútur sem voru einfaldlega hræðilegar og menn bara ekki á svæðinu og því miður var það ekki í fyrsta skiptið. Eftir leikinn eru Akureyringar komnir niður í fallsæti og eiga erfiðan leik í næstu umferð. Spurður út í framhaldið sagði Geir að menn hafi vitað að þetta yrði brekka en bætti svo við að „þetta er orðin ennþá meiri brekka heldur en var og það er bara gríðarleg vinna framundan.“ Friðrik Svavarsson, línumaður, spilaði ekkert í seinni hálfleiknum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik eftir samstuð.„Ég hef aldrei lent í því að missa eina þrjá til fjóra leikmenn út í sama leiknum og við þurftum því að gera miklar hrókeringar“ sagði Geir og bætti því við að hann gæti ,,verið ánægður með það hvernig menn lögðu sig fram í nýjum stöðum og hvernig menn náðu að vinna sig út úr því en það breytir því ekki að við fengum ekkert út úr leiknum.“ Geir sagðist einfaldlega bara geta vonað það að meiðslin væru minniháttar og bætti svo við „og þó það er ljóst þar sem það er stutt í næsta leik sem er á fimmtudaginn að hvað nokkra varðar þá lítur þetta illa út.“ Geir vildi ekki horfa á baráttuna og karakterinn sem hans menn sýndu undir lok leiksins þegar þeir náðu að vinna sig inn í hann og eygðu von um að fá eitthvað út úr leiknum.„Á þeim tímapunkti eru menn að gera það sem þeir eiga að gera í 60 mínútur og ná þá að para sig svolítið og koma sér þangað sem þeir eiga að vera í 60 mínútur“ sagði Geir og bætti við að ,,ef framlagið hefði verið svona allan leikinn þá hugsanlega værum við að tala um einhverja aðra hluti núna en auðvitað veit maður ekki.“ Geir vildi samt ekki taka neitt af leikmönnum Fram.„Þeir koma hingað norður, komu í gær, virkilega einbeittir á þennan leik í dag og ætluðu sér að ná í tvö stig og gerðu það verðskuldað, við skulum ekkert gleyma því að það er í rauninni niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við hana“ sagði Geir Sveinsson að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti