Brotist inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar: „Útrýming Áttunnar“ Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 20:09 Sólborg Guðbrandsdóttir, Þórir Geir Guðmundsson og Hildur Sif Guðmundsdóttir. Áttan Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út „öllu Áttu draslinu“. Auk Instagram-síðunnar var einnig brotist inn á YouTube-reikning hópsins og eru nú tónlistarmyndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ hvergi sjáanleg. Myndbönd Áttunnar hafa hlotið mikið áhorf á YouTube og var „Neinei“ eitt vinsælasta lag ársins 2017 með meira en milljón áhorf. Á Instagram-reikning Áttunnar, attan_official, er líkt og fyrr sagði búið að eyða út öllum myndböndum hópsins og birta í staðinn myndband þar sem grímuklæddur maður segist standa á bakvið árásina. Myndbandið birtist einnig á YouTube-síðu Áttunnar undir heitinu „Útrýming Áttunnar“ og birtist þar grímuklæddur maður sem segir Áttuna vera allt það sem er að í nútíma samfélagi.Svona lítur Instagram-síða Áttunnar út eftir að öllu var eytt út. Eina sem stendur eftir er myndbandið sem boðar útrýmingu Áttunnar.SkjáskotKomst að þessu á sama tíma og allir aðrir Nökkvi Fjalar Orrason, einn af stofnendum Áttunnar, vissi ekki hvað hefði átt sér stað þegar Vísir náði af honum tali nú fyrir skömmu. Allt í einu hafði hann farið að fá skilaboð um að efni hópsins hefði verið eytt af samfélagsmiðlareikningum þeirra og síminn hafi varla stoppað síðan. „Við erum bara í smá sjokki yfir þessu. Það er búið að henda öllu út, „Neinei“ og allt er farið út,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. Hann segir það rosalegt sjokk að myndböndunum hafi verið eytt og þetta hafi komið hópnum gríðarlega á óvart. „Við sáum þetta bara á sama tíma og allir aðrir. Við erum eitthvað að skoða þetta,“ sagði Nökkvi en grínaðist þó með að hann grunaði að einhver væri að gera sér grikk. Hann viti þó ekkert hver standi á bakvið samfélagsmiðlaárásina svokölluðu og biðlar til fólks að hafa samband við sig hafi það einhverjar upplýsingar. Hér að neðan má sjá myndbandið sem birtist á miðlum Áttunnar. Áttan Samfélagsmiðlar Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Brotist var inn á samfélagsmiðlareikninga Áttunnar í kvöld og öllu efni sem þar var að finna eytt út. Instagram-síða hópsins er nú auð fyrir utan myndband sem hakkarinn birti þar sem hann segist hafa eytt út „öllu Áttu draslinu“. Auk Instagram-síðunnar var einnig brotist inn á YouTube-reikning hópsins og eru nú tónlistarmyndbönd á borð við „Neinei“ og „Ekki seena“ hvergi sjáanleg. Myndbönd Áttunnar hafa hlotið mikið áhorf á YouTube og var „Neinei“ eitt vinsælasta lag ársins 2017 með meira en milljón áhorf. Á Instagram-reikning Áttunnar, attan_official, er líkt og fyrr sagði búið að eyða út öllum myndböndum hópsins og birta í staðinn myndband þar sem grímuklæddur maður segist standa á bakvið árásina. Myndbandið birtist einnig á YouTube-síðu Áttunnar undir heitinu „Útrýming Áttunnar“ og birtist þar grímuklæddur maður sem segir Áttuna vera allt það sem er að í nútíma samfélagi.Svona lítur Instagram-síða Áttunnar út eftir að öllu var eytt út. Eina sem stendur eftir er myndbandið sem boðar útrýmingu Áttunnar.SkjáskotKomst að þessu á sama tíma og allir aðrir Nökkvi Fjalar Orrason, einn af stofnendum Áttunnar, vissi ekki hvað hefði átt sér stað þegar Vísir náði af honum tali nú fyrir skömmu. Allt í einu hafði hann farið að fá skilaboð um að efni hópsins hefði verið eytt af samfélagsmiðlareikningum þeirra og síminn hafi varla stoppað síðan. „Við erum bara í smá sjokki yfir þessu. Það er búið að henda öllu út, „Neinei“ og allt er farið út,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. Hann segir það rosalegt sjokk að myndböndunum hafi verið eytt og þetta hafi komið hópnum gríðarlega á óvart. „Við sáum þetta bara á sama tíma og allir aðrir. Við erum eitthvað að skoða þetta,“ sagði Nökkvi en grínaðist þó með að hann grunaði að einhver væri að gera sér grikk. Hann viti þó ekkert hver standi á bakvið samfélagsmiðlaárásina svokölluðu og biðlar til fólks að hafa samband við sig hafi það einhverjar upplýsingar. Hér að neðan má sjá myndbandið sem birtist á miðlum Áttunnar.
Áttan Samfélagsmiðlar Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira