Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, setur spurningarmerki við tímasetningu Fésbókarfærslu Stefáns Eiríkssonar borgarritara. Stefán birti færslu til starfsmanna borgarinnar þar sem þeir eru hvattir til að tilkynna óviðeigandi hegðun borgarfulltrúa, líkti hann sumum þeirra við tudda á skólalóð.
Eyþór segir að í ljósi þess að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi lesið færsluna áður en hún var birt þá sé ástæða til að setja spurningarmerki við tímasetninguna. „Það er ekkert sem gefur tilefni til þess að gera marga borgarfulltrúa grunsamlega, kannski hentaði ekki að fjalla um úrskurð Persónuverndar,“ segir Eyþór.
Hann leggur áherslu á að stjórnmálaumræða eigi ekki að bitna á starfsfólki, það hafi hins vegar gerst í tilfellum á borð við Braggamálið þar sem borgarstjóri hafi fríað sig ábyrgð og vísað á starfsfólk. „Það á ekki að gera minni kröfur til borgarstjóra en forstjóra.“
Setur spurningarmerki við tímasetninguna

Tengdar fréttir

Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag.

Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum
Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að.

Stefán segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand
Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert.

Hafi náð nýjum lægðum með því að draga starfsfólk inn í umræðuna
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það vera til marks um málefnafátækt þegar kjörnir fulltrúar fari með ásakanir á hendur opinberra starfsmanna í fjölmiðla.