Kjóll ársins 2019 Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 08:15 Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er eitthvað við það að fylgjast með öðrum við þá iðju. Hvort sem það eru Ólympíuleikar, Óskar eða annað er sigurinn oftast sætur. Það er gaman að sjá fólk sigra salinn. Ég hef horft svo oft á listdans Torvill og Dean við Bolero að mér finnst ég eiga dálítið í Ólympíugullinu þeirra. Gullið sem þau unnu á Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo 1984 eins og hvert mannsbarn þekkir. Og eins og við munum líka voru þau hreint ekkert síðri í Lillehammer 1994. Þetta snýst um einhverja kemistríu. Kannski segir það sögu um bíómyndirnar að Óskarinn virðist snúast meira um sýninguna en sigrana. Daginn eftir Óskarinn fjallar uppgjörið um kjól ársins. Lærðar greinar birtast um sigra, ósigra og feilnótur í klæðavali. Þetta hefur heimsbyggðin stúderað og mér finnst ég geta lesið að Helen Mirren hafi unnið í ár sem og skartið hennar Lady Gaga. En stóra málið eftir Óskarinn er vitaskuld kemistrían á milli Lady Gaga og Bradley Cooper. Var söngurinn sannur eða eru þau heimsins bestu leikarar? Getur blik í auga logið? Ég hef, eins og aðrir, myndað mér ígrundaða skoðun á málinu. Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er sætt að fylgjast með sigri, hvort sem hann er lítill eða stór. Að aflokinni Óskarsumræðu um kjóla og kemistríu stígum við inn í annað tímabil söngvakeppni. Sem trúr stuðningsmaður Íslands kann ég núorðið ekki síður að meta undankeppnina en stóru keppnina. Þá erum við bæði með og vinnum. Íslenska lagið sigrar salinn og við vinnum öll lítinn sigur í lok kvölds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er eitthvað við það að fylgjast með öðrum við þá iðju. Hvort sem það eru Ólympíuleikar, Óskar eða annað er sigurinn oftast sætur. Það er gaman að sjá fólk sigra salinn. Ég hef horft svo oft á listdans Torvill og Dean við Bolero að mér finnst ég eiga dálítið í Ólympíugullinu þeirra. Gullið sem þau unnu á Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo 1984 eins og hvert mannsbarn þekkir. Og eins og við munum líka voru þau hreint ekkert síðri í Lillehammer 1994. Þetta snýst um einhverja kemistríu. Kannski segir það sögu um bíómyndirnar að Óskarinn virðist snúast meira um sýninguna en sigrana. Daginn eftir Óskarinn fjallar uppgjörið um kjól ársins. Lærðar greinar birtast um sigra, ósigra og feilnótur í klæðavali. Þetta hefur heimsbyggðin stúderað og mér finnst ég geta lesið að Helen Mirren hafi unnið í ár sem og skartið hennar Lady Gaga. En stóra málið eftir Óskarinn er vitaskuld kemistrían á milli Lady Gaga og Bradley Cooper. Var söngurinn sannur eða eru þau heimsins bestu leikarar? Getur blik í auga logið? Ég hef, eins og aðrir, myndað mér ígrundaða skoðun á málinu. Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er sætt að fylgjast með sigri, hvort sem hann er lítill eða stór. Að aflokinni Óskarsumræðu um kjóla og kemistríu stígum við inn í annað tímabil söngvakeppni. Sem trúr stuðningsmaður Íslands kann ég núorðið ekki síður að meta undankeppnina en stóru keppnina. Þá erum við bæði með og vinnum. Íslenska lagið sigrar salinn og við vinnum öll lítinn sigur í lok kvölds.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar