Kabbalah tórir þrátt fyrir gjaldþrotið Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 10:30 Hermann Ingi Hermannsson greindi frá innreið Kabbalah á Íslandi árið 2011. Hann breytti nafni sínu í Kaleb Joshua ári síðar. Vísir/valli Ekkert fékkst upp í rúmlega 8 milljóna kröfur í þrotabú félagsins Kabbalah á Íslandi ehf, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í fyrravor. Greint var frá lokum gjaldþrotaskiptanna í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var stofnað til að halda utan um starfsemi Kabbalah-samtakanna hér á landi, sem formlega var ýtt úr vör árið 2007 og opnuðu höfuðstöðvar í Reykjavík fjórum árum síðar. Kabbalah hefur verið lýst sem dulhyggjustefnu í Gyðingdómi og hefur hún verið iðkuð af stórstjörnum eins og Madonnu, Lindsey Lohan, Ashton Kutcher og Britney Spears.Enginn skráður hluthafi var í Kabbalah á Íslandi ehf. við gjalþrotið en talsmaður og einn forsvarsmanna Kaballah á Íslandi var Hermann Ingi Hermannsson. Hann sagði í samtali við fjölmiðla árið 2011, þegar fyrrnefndar höfuðstöðvar voru opnaðar, að ekki væri rétt að tala um Kaballah sem eiginleg trúarbrögð.Sjá einnig: Kabbalah kemur til Íslands „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar. Kabbalah leggur mikla áherslu dýpri skilning hinum andlega heimi, hvaða lögmál eru umhverfinu kringum okkur og hvernig við getum forðast þau," sagði Hermann árið 2011. Ári síðar tók Hermann Ingi upp nýtt nafn, Kaleb Joshua. Þá voru um 50 virkir Kabbalistar hér á landi. „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ sagði Kaleb í apríl 2012 og bætti við að nafnbreytingin hefði komið mörgum á óvart. Hluti af ákvörðuninni hafi verið sú að Kaleb vildi draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistarmann, en hann var lengi liðtækur trúbador. Þrátt fyrir gjaldþrot félagsins og lokun höfuðstöðvanna segir Kaleb Joshua í samtali við Vísi að hugsjónin sé ekki dauð úr öllum æðum. Enn sé fámennur áhugamannahópur Íslendinga sem leggur stund á þessi fræði, þó svo að starfsemi þeirra sé ekki jafn formleg og hún var þegar félagsins og miðstöðvarinnar naut við. Þannig útilokar Kaleb ekki að reynt verði að blása aftur lífi í formlegt safnaðarstarf fylgismanna Kaballah á Íslandi, sé enn áhugi fyrir því. Gjaldþrot Trúmál Tengdar fréttir Kabbalah kemur til Íslands „Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggju 7. apríl 2011 10:30 Hermann Ingi trúbador heitir núna Kaleb Joshua „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. 1. apríl 2012 11:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Ekkert fékkst upp í rúmlega 8 milljóna kröfur í þrotabú félagsins Kabbalah á Íslandi ehf, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í fyrravor. Greint var frá lokum gjaldþrotaskiptanna í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var stofnað til að halda utan um starfsemi Kabbalah-samtakanna hér á landi, sem formlega var ýtt úr vör árið 2007 og opnuðu höfuðstöðvar í Reykjavík fjórum árum síðar. Kabbalah hefur verið lýst sem dulhyggjustefnu í Gyðingdómi og hefur hún verið iðkuð af stórstjörnum eins og Madonnu, Lindsey Lohan, Ashton Kutcher og Britney Spears.Enginn skráður hluthafi var í Kabbalah á Íslandi ehf. við gjalþrotið en talsmaður og einn forsvarsmanna Kaballah á Íslandi var Hermann Ingi Hermannsson. Hann sagði í samtali við fjölmiðla árið 2011, þegar fyrrnefndar höfuðstöðvar voru opnaðar, að ekki væri rétt að tala um Kaballah sem eiginleg trúarbrögð.Sjá einnig: Kabbalah kemur til Íslands „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tæknifræði sálarinnar. Kabbalah leggur mikla áherslu dýpri skilning hinum andlega heimi, hvaða lögmál eru umhverfinu kringum okkur og hvernig við getum forðast þau," sagði Hermann árið 2011. Ári síðar tók Hermann Ingi upp nýtt nafn, Kaleb Joshua. Þá voru um 50 virkir Kabbalistar hér á landi. „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ sagði Kaleb í apríl 2012 og bætti við að nafnbreytingin hefði komið mörgum á óvart. Hluti af ákvörðuninni hafi verið sú að Kaleb vildi draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistarmann, en hann var lengi liðtækur trúbador. Þrátt fyrir gjaldþrot félagsins og lokun höfuðstöðvanna segir Kaleb Joshua í samtali við Vísi að hugsjónin sé ekki dauð úr öllum æðum. Enn sé fámennur áhugamannahópur Íslendinga sem leggur stund á þessi fræði, þó svo að starfsemi þeirra sé ekki jafn formleg og hún var þegar félagsins og miðstöðvarinnar naut við. Þannig útilokar Kaleb ekki að reynt verði að blása aftur lífi í formlegt safnaðarstarf fylgismanna Kaballah á Íslandi, sé enn áhugi fyrir því.
Gjaldþrot Trúmál Tengdar fréttir Kabbalah kemur til Íslands „Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggju 7. apríl 2011 10:30 Hermann Ingi trúbador heitir núna Kaleb Joshua „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. 1. apríl 2012 11:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Kabbalah kemur til Íslands „Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggju 7. apríl 2011 10:30
Hermann Ingi trúbador heitir núna Kaleb Joshua „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. 1. apríl 2012 11:00