Steig línudans á brúnni við Jökulsárlón: „Síðasti hálfvitinn er sko ekki fæddur!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2019 15:22 Spurning hvort kvikmyndin Man on Wire sé innblástur þessa erlenda ferðamanns eða hann ætli að sækja um í Sirkusi Íslands. Pétur Eggerz Ferðamaður gerði sér að leik að ganga á milli kaplanna á brúnni við Jökulsárlón á öðrum tímanum í dag. Uppi er fótur og fit í umræðum um málið í Baklandi ferðaþjónustunnar þar sem áhugafólk um málefni ferðamanna ræðir málið. Pétur Eggerz leiðsögumaður náði göngu mannsins, eða broti af göngunni, á upptöku. Hann segir manninn hafa stokkið upp í bíl hjá fólki og ekið í burtu. Aðrir hafi hringt í lögreglu og gefið upp bílnúmerið. Pétur, sem var með hóp ferðamanna með sér, segir í samtali við Vísi að ferðamennirnir sem voru í rútunni hans hafi verið undrandi. „Það voru allir forviða. Hann er náttúrulega dauður ef hann dettur þarna út í.“ Meðlimir í Baklandi ferðaþjónustunnar sem hafa tjáð sig um málið eru yfir sig hneykslaðir. Spyrja þeir í háðskum tón hvers vegna ekki séu skilti sem banni athæfi sem þetta. „Þessi hegðun mannsins er alfarið landvörðum að kenna!“ segir Stefán Hannesson og uppsker hlátur. „Síðasti hálvitinn er sko ekki fæddur!“ segir Sigga Tóta Gabríelsdóttir.Vísir greindi fyrr í dag frá því að eldri kona hefði flotið á haf út við Jökulsárlón á þriðjudaginn en sloppið með skrekkinn. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Bændur og loftslagsmál Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Ferðamaður gerði sér að leik að ganga á milli kaplanna á brúnni við Jökulsárlón á öðrum tímanum í dag. Uppi er fótur og fit í umræðum um málið í Baklandi ferðaþjónustunnar þar sem áhugafólk um málefni ferðamanna ræðir málið. Pétur Eggerz leiðsögumaður náði göngu mannsins, eða broti af göngunni, á upptöku. Hann segir manninn hafa stokkið upp í bíl hjá fólki og ekið í burtu. Aðrir hafi hringt í lögreglu og gefið upp bílnúmerið. Pétur, sem var með hóp ferðamanna með sér, segir í samtali við Vísi að ferðamennirnir sem voru í rútunni hans hafi verið undrandi. „Það voru allir forviða. Hann er náttúrulega dauður ef hann dettur þarna út í.“ Meðlimir í Baklandi ferðaþjónustunnar sem hafa tjáð sig um málið eru yfir sig hneykslaðir. Spyrja þeir í háðskum tón hvers vegna ekki séu skilti sem banni athæfi sem þetta. „Þessi hegðun mannsins er alfarið landvörðum að kenna!“ segir Stefán Hannesson og uppsker hlátur. „Síðasti hálvitinn er sko ekki fæddur!“ segir Sigga Tóta Gabríelsdóttir.Vísir greindi fyrr í dag frá því að eldri kona hefði flotið á haf út við Jökulsárlón á þriðjudaginn en sloppið með skrekkinn.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Bændur og loftslagsmál Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira