Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. febrúar 2019 13:39 Skjáskot úr myndbandi af hvernum. Jón Már Guðmundsson Á tólfta tímanum í dag varð kraftmikil gufusprenging í hver við Seltún á Reykjanesi. Að sögn viðstaddra skalf jörðin með tilheyrandi látum auk þess sem stór og mikill gufustrókur steig upp úr hvernum. Stóðu drunurnar yfir í um fimm mínútur. Jón Már Guðmundsson leiðsögumaður er kunnugur staðháttum á svæðinu og segist í samtali við fréttastofu ekki vita til þess að svona hafi gerst áður. „Við erum að labba þarna upp eftir og það byrja svakalegar drunur og jörðin fer að skjálfa. Svo kemur bara gufusprenging upp úr því sem að ég held að sé gömul borhola, það er búið að steypa í kringum hana. Það voru miklar skvettur og læti þarna, sérstaklega til að byrja með.“ Jón Már segir að blessunarlega hafi engir ferðamenn eða aðrir staðið alveg upp við hverinn, þeir næstu hafi verið í um 20 metra fjarlægð á útsýnispalli örlitlu ofan við hann þegar sprengingin átti sér stað. Þá segir hann að þeim Íslendingum sem voru á svæðinu hafi brugðið heldur meira í brún en erlendu ferðamönnunum. „Útlendingarnir áttuðu sig ekki alveg á því sem var að gerast, þeir héldu að þetta væri kannski bara eðlilegt. En Íslendingunum á svæðinu, þeim stóð alls ekki á sama.“ Sjálfur segist Jón Már ekki viss hvað hafi valdið hræringunum á svæðinu. „Ég hef bara aldrei séð svona áður, þetta hlýtur að hafa verið einhver breyting á þrýstingi þarna undir eða eitthvað svoleiðis, án þess að ég hafi nokkuð vit á því.“ Hér að neðan má sjá myndband Jóns Más af hvernum þegar sprengingin var að mestu gengin niður. Þó má enn sjá stóran og mikinn strók sem stígur upp frá hvernum.Orsök og upptök sprengingarinnar liggja ekki fyrir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir enga óvenjulega jarðskjálftavirkni hafa mælst á svæðinu. „Það er í rauninni ekki mjög óalgengt að það séu minniháttar gassprengingar á svæðinu en það gæti verið að gufumagnið sé örlítið ýkt vegna kulda og stillu.“ Veðurstofan heldur ekki úti mælitækjum á þessu svæði, fyrir utan jarðskjálftamæli í Krýsuvík, þannig að ekki hefur fengist nákvæm niðurstaða á hvað olli jarðhræringunum og gufustróknum sem steig upp í kjölfarið. „Við erum ekki búin að sjá neina óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu eftir að hafa farið í gegnum gögnin þar. Við erum ekki með neina gasmæla á svæðinu eða jarðhitamonitora. Við erum ekki að vakta jarðhitann á svæðinu.“ Hafnarfjörður Veður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Á tólfta tímanum í dag varð kraftmikil gufusprenging í hver við Seltún á Reykjanesi. Að sögn viðstaddra skalf jörðin með tilheyrandi látum auk þess sem stór og mikill gufustrókur steig upp úr hvernum. Stóðu drunurnar yfir í um fimm mínútur. Jón Már Guðmundsson leiðsögumaður er kunnugur staðháttum á svæðinu og segist í samtali við fréttastofu ekki vita til þess að svona hafi gerst áður. „Við erum að labba þarna upp eftir og það byrja svakalegar drunur og jörðin fer að skjálfa. Svo kemur bara gufusprenging upp úr því sem að ég held að sé gömul borhola, það er búið að steypa í kringum hana. Það voru miklar skvettur og læti þarna, sérstaklega til að byrja með.“ Jón Már segir að blessunarlega hafi engir ferðamenn eða aðrir staðið alveg upp við hverinn, þeir næstu hafi verið í um 20 metra fjarlægð á útsýnispalli örlitlu ofan við hann þegar sprengingin átti sér stað. Þá segir hann að þeim Íslendingum sem voru á svæðinu hafi brugðið heldur meira í brún en erlendu ferðamönnunum. „Útlendingarnir áttuðu sig ekki alveg á því sem var að gerast, þeir héldu að þetta væri kannski bara eðlilegt. En Íslendingunum á svæðinu, þeim stóð alls ekki á sama.“ Sjálfur segist Jón Már ekki viss hvað hafi valdið hræringunum á svæðinu. „Ég hef bara aldrei séð svona áður, þetta hlýtur að hafa verið einhver breyting á þrýstingi þarna undir eða eitthvað svoleiðis, án þess að ég hafi nokkuð vit á því.“ Hér að neðan má sjá myndband Jóns Más af hvernum þegar sprengingin var að mestu gengin niður. Þó má enn sjá stóran og mikinn strók sem stígur upp frá hvernum.Orsök og upptök sprengingarinnar liggja ekki fyrir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir enga óvenjulega jarðskjálftavirkni hafa mælst á svæðinu. „Það er í rauninni ekki mjög óalgengt að það séu minniháttar gassprengingar á svæðinu en það gæti verið að gufumagnið sé örlítið ýkt vegna kulda og stillu.“ Veðurstofan heldur ekki úti mælitækjum á þessu svæði, fyrir utan jarðskjálftamæli í Krýsuvík, þannig að ekki hefur fengist nákvæm niðurstaða á hvað olli jarðhræringunum og gufustróknum sem steig upp í kjölfarið. „Við erum ekki búin að sjá neina óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu eftir að hafa farið í gegnum gögnin þar. Við erum ekki með neina gasmæla á svæðinu eða jarðhitamonitora. Við erum ekki að vakta jarðhitann á svæðinu.“
Hafnarfjörður Veður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira