Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. febrúar 2019 13:39 Skjáskot úr myndbandi af hvernum. Jón Már Guðmundsson Á tólfta tímanum í dag varð kraftmikil gufusprenging í hver við Seltún á Reykjanesi. Að sögn viðstaddra skalf jörðin með tilheyrandi látum auk þess sem stór og mikill gufustrókur steig upp úr hvernum. Stóðu drunurnar yfir í um fimm mínútur. Jón Már Guðmundsson leiðsögumaður er kunnugur staðháttum á svæðinu og segist í samtali við fréttastofu ekki vita til þess að svona hafi gerst áður. „Við erum að labba þarna upp eftir og það byrja svakalegar drunur og jörðin fer að skjálfa. Svo kemur bara gufusprenging upp úr því sem að ég held að sé gömul borhola, það er búið að steypa í kringum hana. Það voru miklar skvettur og læti þarna, sérstaklega til að byrja með.“ Jón Már segir að blessunarlega hafi engir ferðamenn eða aðrir staðið alveg upp við hverinn, þeir næstu hafi verið í um 20 metra fjarlægð á útsýnispalli örlitlu ofan við hann þegar sprengingin átti sér stað. Þá segir hann að þeim Íslendingum sem voru á svæðinu hafi brugðið heldur meira í brún en erlendu ferðamönnunum. „Útlendingarnir áttuðu sig ekki alveg á því sem var að gerast, þeir héldu að þetta væri kannski bara eðlilegt. En Íslendingunum á svæðinu, þeim stóð alls ekki á sama.“ Sjálfur segist Jón Már ekki viss hvað hafi valdið hræringunum á svæðinu. „Ég hef bara aldrei séð svona áður, þetta hlýtur að hafa verið einhver breyting á þrýstingi þarna undir eða eitthvað svoleiðis, án þess að ég hafi nokkuð vit á því.“ Hér að neðan má sjá myndband Jóns Más af hvernum þegar sprengingin var að mestu gengin niður. Þó má enn sjá stóran og mikinn strók sem stígur upp frá hvernum.Orsök og upptök sprengingarinnar liggja ekki fyrir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir enga óvenjulega jarðskjálftavirkni hafa mælst á svæðinu. „Það er í rauninni ekki mjög óalgengt að það séu minniháttar gassprengingar á svæðinu en það gæti verið að gufumagnið sé örlítið ýkt vegna kulda og stillu.“ Veðurstofan heldur ekki úti mælitækjum á þessu svæði, fyrir utan jarðskjálftamæli í Krýsuvík, þannig að ekki hefur fengist nákvæm niðurstaða á hvað olli jarðhræringunum og gufustróknum sem steig upp í kjölfarið. „Við erum ekki búin að sjá neina óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu eftir að hafa farið í gegnum gögnin þar. Við erum ekki með neina gasmæla á svæðinu eða jarðhitamonitora. Við erum ekki að vakta jarðhitann á svæðinu.“ Hafnarfjörður Veður Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Á tólfta tímanum í dag varð kraftmikil gufusprenging í hver við Seltún á Reykjanesi. Að sögn viðstaddra skalf jörðin með tilheyrandi látum auk þess sem stór og mikill gufustrókur steig upp úr hvernum. Stóðu drunurnar yfir í um fimm mínútur. Jón Már Guðmundsson leiðsögumaður er kunnugur staðháttum á svæðinu og segist í samtali við fréttastofu ekki vita til þess að svona hafi gerst áður. „Við erum að labba þarna upp eftir og það byrja svakalegar drunur og jörðin fer að skjálfa. Svo kemur bara gufusprenging upp úr því sem að ég held að sé gömul borhola, það er búið að steypa í kringum hana. Það voru miklar skvettur og læti þarna, sérstaklega til að byrja með.“ Jón Már segir að blessunarlega hafi engir ferðamenn eða aðrir staðið alveg upp við hverinn, þeir næstu hafi verið í um 20 metra fjarlægð á útsýnispalli örlitlu ofan við hann þegar sprengingin átti sér stað. Þá segir hann að þeim Íslendingum sem voru á svæðinu hafi brugðið heldur meira í brún en erlendu ferðamönnunum. „Útlendingarnir áttuðu sig ekki alveg á því sem var að gerast, þeir héldu að þetta væri kannski bara eðlilegt. En Íslendingunum á svæðinu, þeim stóð alls ekki á sama.“ Sjálfur segist Jón Már ekki viss hvað hafi valdið hræringunum á svæðinu. „Ég hef bara aldrei séð svona áður, þetta hlýtur að hafa verið einhver breyting á þrýstingi þarna undir eða eitthvað svoleiðis, án þess að ég hafi nokkuð vit á því.“ Hér að neðan má sjá myndband Jóns Más af hvernum þegar sprengingin var að mestu gengin niður. Þó má enn sjá stóran og mikinn strók sem stígur upp frá hvernum.Orsök og upptök sprengingarinnar liggja ekki fyrir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir enga óvenjulega jarðskjálftavirkni hafa mælst á svæðinu. „Það er í rauninni ekki mjög óalgengt að það séu minniháttar gassprengingar á svæðinu en það gæti verið að gufumagnið sé örlítið ýkt vegna kulda og stillu.“ Veðurstofan heldur ekki úti mælitækjum á þessu svæði, fyrir utan jarðskjálftamæli í Krýsuvík, þannig að ekki hefur fengist nákvæm niðurstaða á hvað olli jarðhræringunum og gufustróknum sem steig upp í kjölfarið. „Við erum ekki búin að sjá neina óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu eftir að hafa farið í gegnum gögnin þar. Við erum ekki með neina gasmæla á svæðinu eða jarðhitamonitora. Við erum ekki að vakta jarðhitann á svæðinu.“
Hafnarfjörður Veður Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira