Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2019 20:00 Þær leiðir sem komið hafa til umræðu vegna Tröllaskagaganga eru hér merktar með gulu. Grafík/Tótla Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. Slík göng myndu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á Norðurlandið allt að mati sveitarstjóra Skagafjarðar. Markmið sveitarstjórnanna beggja megin við Tröllaskaga er að í næstu samgönguáætlun verði gert ráð fyrir frumathugun á mögulegu leiðarvali sem og athugun á samfélagslegum áhrifum ganganna. Ýmsir valkostir hafa verið ræddir. Þar á meðal göng frá Hofsárdal yfir í Barkárdal eða nokkrar útfærslur úr Hörgárdal yfir í Hjaltadal. Með göngum undir Tröllaskaga mætti að mati sveitarstjóra Skagafjarðar tengja mun betur saman helstu þéttbýliskjarna en nú er fyrir hendi, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. „Ég held að áhrifin hér í Skagafirði verði gríðarleg og reyndar líka í Eyjafirði og fyrir Norðurland allt. Þarna er verið að stytta vegalengdir á milli stærstu þéttbýliskjarna á Norðurlandi, Akureyrar-Sauðakróks, Akureyrar-Húsavíkur sem er nú þegar komið og við erum að tengja helstu þéttbýliskjarna saman innbyrðis eins og Blönduós, Sauðárkrók, Akureyri og Húsavík,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Ekki boðlegt að fæða börn á fjallvegum Sigfús segir að Tröllaskagagöng séu líka brýnt heilbrigðismál en þau hefðu það líklega í för með sér að þjóðvegur 1 lægi ekki lengur um Vatnsskarð eða Öxnadalsheiði. „Sem hafa verið erfiðir farartálmar og við höfum lent í því hér í Skagafirði eftir að fæðingarþjónusta var aflögð á heilbrigðisstofnunni að konur hafa lent í því að fæða börn upp á fjallvegum. Það er ekki boðlegt á 21. öldinni,“ segir Sigfús Ingi. Víða um land er gerð krafa um jarðgöng og ekki hlaupið að því að fá fjármagn í slíka framkvæmd. Sveitarstjórnarmenn á Akureyri og í Skagafirði telja þó að mögulega geti fyrirhuguð lög um veggjöld flýtt fyrir. „Ef að það kemur til einhvers konar gjaldtaka í samgöngumálum þá getur verið að menn hafi úr meira fjármagni að spila og þessi göng komist þá framar á dagskrá,“ segir Sigfús Ingi. Hinir sömu sveitarstjórnarmenn gera sér þó grein fyrir því að langt geti verið í að göngin verði að veruleika. „Kannski ekki á næsta ári en eitt skref í einu og það er rétt að hefja undirbúninginn, kanna það hversu fýsilegur kostur þetta og hversu arðbær hann er.“ Akureyri Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Tengdar fréttir Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára samþykktar Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára voru samþykktar að lokinni tveggja daga seinni umræðu á Alþingi í dag síðdegis. 7. febrúar 2019 17:02 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Framkvæmdum verði flýtt með fjármagni úr ríkissjóði Minnihlutinn skilaði í gær nefndaráliti sínu um samgönguáætlun en undir það skrifa auk Helgu Völu þau Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, og Björn Leví Gunnarsson, Pírötum. 5. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. Slík göng myndu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á Norðurlandið allt að mati sveitarstjóra Skagafjarðar. Markmið sveitarstjórnanna beggja megin við Tröllaskaga er að í næstu samgönguáætlun verði gert ráð fyrir frumathugun á mögulegu leiðarvali sem og athugun á samfélagslegum áhrifum ganganna. Ýmsir valkostir hafa verið ræddir. Þar á meðal göng frá Hofsárdal yfir í Barkárdal eða nokkrar útfærslur úr Hörgárdal yfir í Hjaltadal. Með göngum undir Tröllaskaga mætti að mati sveitarstjóra Skagafjarðar tengja mun betur saman helstu þéttbýliskjarna en nú er fyrir hendi, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. „Ég held að áhrifin hér í Skagafirði verði gríðarleg og reyndar líka í Eyjafirði og fyrir Norðurland allt. Þarna er verið að stytta vegalengdir á milli stærstu þéttbýliskjarna á Norðurlandi, Akureyrar-Sauðakróks, Akureyrar-Húsavíkur sem er nú þegar komið og við erum að tengja helstu þéttbýliskjarna saman innbyrðis eins og Blönduós, Sauðárkrók, Akureyri og Húsavík,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Ekki boðlegt að fæða börn á fjallvegum Sigfús segir að Tröllaskagagöng séu líka brýnt heilbrigðismál en þau hefðu það líklega í för með sér að þjóðvegur 1 lægi ekki lengur um Vatnsskarð eða Öxnadalsheiði. „Sem hafa verið erfiðir farartálmar og við höfum lent í því hér í Skagafirði eftir að fæðingarþjónusta var aflögð á heilbrigðisstofnunni að konur hafa lent í því að fæða börn upp á fjallvegum. Það er ekki boðlegt á 21. öldinni,“ segir Sigfús Ingi. Víða um land er gerð krafa um jarðgöng og ekki hlaupið að því að fá fjármagn í slíka framkvæmd. Sveitarstjórnarmenn á Akureyri og í Skagafirði telja þó að mögulega geti fyrirhuguð lög um veggjöld flýtt fyrir. „Ef að það kemur til einhvers konar gjaldtaka í samgöngumálum þá getur verið að menn hafi úr meira fjármagni að spila og þessi göng komist þá framar á dagskrá,“ segir Sigfús Ingi. Hinir sömu sveitarstjórnarmenn gera sér þó grein fyrir því að langt geti verið í að göngin verði að veruleika. „Kannski ekki á næsta ári en eitt skref í einu og það er rétt að hefja undirbúninginn, kanna það hversu fýsilegur kostur þetta og hversu arðbær hann er.“
Akureyri Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Tengdar fréttir Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára samþykktar Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára voru samþykktar að lokinni tveggja daga seinni umræðu á Alþingi í dag síðdegis. 7. febrúar 2019 17:02 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Framkvæmdum verði flýtt með fjármagni úr ríkissjóði Minnihlutinn skilaði í gær nefndaráliti sínu um samgönguáætlun en undir það skrifa auk Helgu Völu þau Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, og Björn Leví Gunnarsson, Pírötum. 5. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára samþykktar Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára voru samþykktar að lokinni tveggja daga seinni umræðu á Alþingi í dag síðdegis. 7. febrúar 2019 17:02
Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15
Framkvæmdum verði flýtt með fjármagni úr ríkissjóði Minnihlutinn skilaði í gær nefndaráliti sínu um samgönguáætlun en undir það skrifa auk Helgu Völu þau Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, og Björn Leví Gunnarsson, Pírötum. 5. febrúar 2019 06:30