Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Sveinn Arnarsson skrifar 11. febrúar 2019 06:15 Eitt af varðskipum Gæslunnar er varðskipið Týr. fréttablaðið/vilhelm Landhelgisgæslan hefur ekki getu til að sinna lögbundnu hlutverki sínu gagnvart íslenskum lögum né uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Á þetta varpar ljósi skýrsla um greiningu á eftirlits- og viðbragðsgetu gæslunnar sem hefur verið tekin fyrir í þjóðaröryggisráði Íslands. Þjóðaröryggisráð hefur upp á síðkastið haldið fimm fundi og meðal annars rætt málefni Landhelgisgæslunnar. Skýrslan sýnir að hún er ekki á nokkurn hátt mannskap eða tækjum búin til að takast á við það erfiða verkefni að sinna ein vörnum landsins. Nefnd eru dæmi um gervitunglamyndir sem teknar voru í lok október. Þar sjást tíu óþekkt endurvörp suðaustur af landinu á myndsvæði sem er um einn fimmti af efnahagslögsögunni. Miðað við upplausn gervitunglamynda var hægt að staðfesta að tvö þeirra væru skip og miklar líkur á að hin átta endurvörpin hafi einnig verið skip. Þessi skip voru ekki sjáanleg í ferilvöktun og athafnir þeirra í íslenskri lögsögu þar af leiðandi óþekktar. Gæslan gat ekki sent TF-SIF á svæðið til frekari rannsóknar þar sem flugvélin var við verkefni erlendis. Í skýrslunni er talið upp þrennt sem þyrfti að koma til svo að gæslan gæti sinnt skuldbindingum sínum. Fyrir það fyrsta er talið að flugvélin TF-SIF þurfi að vera á landinu allt árið og að bæta þurfi á hana einni áhöfn. Hingað til hefur vélin verið leigð út hálft árið vegna fjárskorts. Einnig er talið upp að bæta þurfi tveimur þyrluáhöfnum við, svo að tvær þyrlur séu til taks hverju sinni og að uppfæra þurfi varðskipið Ægi eða hefja smíði nýs varðskips svo tryggt sé að tvö skip geti verið á sjó hverju sinni. Auk þess þurfi að bæta við áhöfnum. Þetta séu einungis lágmarksviðbætur sem þurfi til að gæslan geti unnið samkvæmt lögum og erlendum skuldbindingum. Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðunni. „Á íslenskum hafsvæðum geta sjófarendur athafnað sig í lengri tíma án vitneskju Landhelgisgæslunnar. Þeir sem hafa áhuga á því, vita þetta,“ segir í skýrslunni. „Landhelgisgæslan hefur undanfarið fundið fyrir takmarkaðri eftirlitsgetu á íslenskum hafsvæðum. Atvik hafa reglulega átt sér stað sem hefði mátt afstýra eða í það minnsta hefðu krafist nánari skoðunar.“ Í þjóðaröryggisráði sitja forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðherra auk ráðuneytisstjóra ráðuneytanna, einn fulltrúi Landsbjargar, ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgæslunnar og tveir þingmenn skipaðir af Alþingi. Birtist í Fréttablaðinu Landhelgisgæslan Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur ekki getu til að sinna lögbundnu hlutverki sínu gagnvart íslenskum lögum né uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Á þetta varpar ljósi skýrsla um greiningu á eftirlits- og viðbragðsgetu gæslunnar sem hefur verið tekin fyrir í þjóðaröryggisráði Íslands. Þjóðaröryggisráð hefur upp á síðkastið haldið fimm fundi og meðal annars rætt málefni Landhelgisgæslunnar. Skýrslan sýnir að hún er ekki á nokkurn hátt mannskap eða tækjum búin til að takast á við það erfiða verkefni að sinna ein vörnum landsins. Nefnd eru dæmi um gervitunglamyndir sem teknar voru í lok október. Þar sjást tíu óþekkt endurvörp suðaustur af landinu á myndsvæði sem er um einn fimmti af efnahagslögsögunni. Miðað við upplausn gervitunglamynda var hægt að staðfesta að tvö þeirra væru skip og miklar líkur á að hin átta endurvörpin hafi einnig verið skip. Þessi skip voru ekki sjáanleg í ferilvöktun og athafnir þeirra í íslenskri lögsögu þar af leiðandi óþekktar. Gæslan gat ekki sent TF-SIF á svæðið til frekari rannsóknar þar sem flugvélin var við verkefni erlendis. Í skýrslunni er talið upp þrennt sem þyrfti að koma til svo að gæslan gæti sinnt skuldbindingum sínum. Fyrir það fyrsta er talið að flugvélin TF-SIF þurfi að vera á landinu allt árið og að bæta þurfi á hana einni áhöfn. Hingað til hefur vélin verið leigð út hálft árið vegna fjárskorts. Einnig er talið upp að bæta þurfi tveimur þyrluáhöfnum við, svo að tvær þyrlur séu til taks hverju sinni og að uppfæra þurfi varðskipið Ægi eða hefja smíði nýs varðskips svo tryggt sé að tvö skip geti verið á sjó hverju sinni. Auk þess þurfi að bæta við áhöfnum. Þetta séu einungis lágmarksviðbætur sem þurfi til að gæslan geti unnið samkvæmt lögum og erlendum skuldbindingum. Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðunni. „Á íslenskum hafsvæðum geta sjófarendur athafnað sig í lengri tíma án vitneskju Landhelgisgæslunnar. Þeir sem hafa áhuga á því, vita þetta,“ segir í skýrslunni. „Landhelgisgæslan hefur undanfarið fundið fyrir takmarkaðri eftirlitsgetu á íslenskum hafsvæðum. Atvik hafa reglulega átt sér stað sem hefði mátt afstýra eða í það minnsta hefðu krafist nánari skoðunar.“ Í þjóðaröryggisráði sitja forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðherra auk ráðuneytisstjóra ráðuneytanna, einn fulltrúi Landsbjargar, ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgæslunnar og tveir þingmenn skipaðir af Alþingi.
Birtist í Fréttablaðinu Landhelgisgæslan Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira