Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 13:03 Mynd/Landhelgisgæslan Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við. Dregin er upp nokkuð dökk mynd af stöðu Landhelgisgæslunnar í skýrslunni sem birt hefur verið á vefsvæði þjóðaröryggisráðs. Til að mynda séu dæmi um að óþekkt skip geti stundað veiðar innan íslenskrar lögsögu óáreitt. Í dag eru tvö varðskip í rekstri gæslunnar, Þór og Týr, en einungis annað þeirra er við eftirlit hverju sinni. Þriðja varðskipið, Ægir, hefur ekki verið gert út um lengri tíma vegna skorts á fjármagni og stendur Landhelgisgæslan frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um hvort skipið verði sent í brotajárn eða það uppfært, að því er fram kemur í skýrslunni.Aukinn áhugi á Norður-Atlantshafi „Þessi breytta heimsmynd sem að við stöndum frami fyrir og það er auðvitað verið að benda á áskoranir sem að íslenska þjóðin stendur frami fyrir á næstu árum. Við sjáum náttúrlega að áhugi á Norður-Atlantshafi hann hefur verið að aukast, skipaumferð í kringum Ísland hefur vaxið mikið og ég held það sé líka mikilvægt að hafa í huga að hafsvæðið sem að Ísland ber ábyrgð á er mjög stórt. Við erum að tala um að það er 1,9 milljónir ferkílómetra, bara til að setja í samhengi þá er þetta 19 sinnum stærra en landið,“ segir Ásgeir Erlendsson er upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Við blasi ógnarstórt verkefni, sem eigi ekki aðeins við um Ísland heldur ríki heims. „Þannig að ég myndi telja að þetta sé enginn áfellisdómur yfir landhelgisgæslunni eða stjórnvöldum í heild sinni. Það er einfaldlega verið að benda á að verkefnið er risavaxið.“ Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafi verið að greina stöðuna undanfarin ár. Hann segir stjórnvöld þegar vera að bregðast við stöðunni með ýmsum hætti. Fyrir það sé Landhelgisgæslan afar þakklát. „Það hefur einni þyrluáhöfn verið bætt við á árinu, það er að segja í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sjötta þyrluáhöfnin komi til starfa og það er heljarmikil búbót fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Ásgeir. Með tilkomu nýrrar þyrluáhafnar eykst viðbragðsgetan til muna.Verkefni við Miðjarðarhaf mikilvægt framlag þjóðarinnar „Á fimm ára áætlun ríkisstjórnarinnar þá er gert ráð fyrir að þrjár nýjar þyrlur verði keyptar, það er verið að verja rúmum 14 milljörðum í þetta verkefni. Þannig að þó að það það sé verið að benda á ákveðnar áskoranir í þessari skýrslu þá ber einnig að hafa í huga að töluvert hefur nú þegar verið gert,“ útskýrir Ásgeir. Í skýrslunni kemur einnig fram loftrýmisgæslu sé sinnt alla daga ársins í öllum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, nema á Íslandi. Hér er loftrýmisgæslu almennt aðeins sinnt í um þrjá mánuði á ári en flugvélin TF-SIF er stóran hluta ársins leigð til annarra verkefna erlendis. „Það er svo sem ekkert launungamál að vissulega væri æskilegt að hafa vélina stærri hluta ársins á landinu en engu að síður má heldur ekki gleyma því að staðsetning vélarinnar, vélin er stóran hluta ársins niður við Miðjarðarhaf, og það má einnig segja það að það er mikilvægt framlag þjóðarinnar til vörslu ytri landamæra Evrópu,“ segir Ásgeir. Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við. Dregin er upp nokkuð dökk mynd af stöðu Landhelgisgæslunnar í skýrslunni sem birt hefur verið á vefsvæði þjóðaröryggisráðs. Til að mynda séu dæmi um að óþekkt skip geti stundað veiðar innan íslenskrar lögsögu óáreitt. Í dag eru tvö varðskip í rekstri gæslunnar, Þór og Týr, en einungis annað þeirra er við eftirlit hverju sinni. Þriðja varðskipið, Ægir, hefur ekki verið gert út um lengri tíma vegna skorts á fjármagni og stendur Landhelgisgæslan frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um hvort skipið verði sent í brotajárn eða það uppfært, að því er fram kemur í skýrslunni.Aukinn áhugi á Norður-Atlantshafi „Þessi breytta heimsmynd sem að við stöndum frami fyrir og það er auðvitað verið að benda á áskoranir sem að íslenska þjóðin stendur frami fyrir á næstu árum. Við sjáum náttúrlega að áhugi á Norður-Atlantshafi hann hefur verið að aukast, skipaumferð í kringum Ísland hefur vaxið mikið og ég held það sé líka mikilvægt að hafa í huga að hafsvæðið sem að Ísland ber ábyrgð á er mjög stórt. Við erum að tala um að það er 1,9 milljónir ferkílómetra, bara til að setja í samhengi þá er þetta 19 sinnum stærra en landið,“ segir Ásgeir Erlendsson er upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Við blasi ógnarstórt verkefni, sem eigi ekki aðeins við um Ísland heldur ríki heims. „Þannig að ég myndi telja að þetta sé enginn áfellisdómur yfir landhelgisgæslunni eða stjórnvöldum í heild sinni. Það er einfaldlega verið að benda á að verkefnið er risavaxið.“ Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafi verið að greina stöðuna undanfarin ár. Hann segir stjórnvöld þegar vera að bregðast við stöðunni með ýmsum hætti. Fyrir það sé Landhelgisgæslan afar þakklát. „Það hefur einni þyrluáhöfn verið bætt við á árinu, það er að segja í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sjötta þyrluáhöfnin komi til starfa og það er heljarmikil búbót fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Ásgeir. Með tilkomu nýrrar þyrluáhafnar eykst viðbragðsgetan til muna.Verkefni við Miðjarðarhaf mikilvægt framlag þjóðarinnar „Á fimm ára áætlun ríkisstjórnarinnar þá er gert ráð fyrir að þrjár nýjar þyrlur verði keyptar, það er verið að verja rúmum 14 milljörðum í þetta verkefni. Þannig að þó að það það sé verið að benda á ákveðnar áskoranir í þessari skýrslu þá ber einnig að hafa í huga að töluvert hefur nú þegar verið gert,“ útskýrir Ásgeir. Í skýrslunni kemur einnig fram loftrýmisgæslu sé sinnt alla daga ársins í öllum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, nema á Íslandi. Hér er loftrýmisgæslu almennt aðeins sinnt í um þrjá mánuði á ári en flugvélin TF-SIF er stóran hluta ársins leigð til annarra verkefna erlendis. „Það er svo sem ekkert launungamál að vissulega væri æskilegt að hafa vélina stærri hluta ársins á landinu en engu að síður má heldur ekki gleyma því að staðsetning vélarinnar, vélin er stóran hluta ársins niður við Miðjarðarhaf, og það má einnig segja það að það er mikilvægt framlag þjóðarinnar til vörslu ytri landamæra Evrópu,“ segir Ásgeir.
Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15