Upplifði mjög hættulegar aðstæður þegar stórar þakplötur fuku við Melaskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2019 10:23 Frá vettvangi í morgun. Myndin er tekin Melaskólamegin við NEshagann. Í bakgrunni má sjá íþróttahús Hagaskóla, með upplýstar rúður. Nokkrar þakplötur sjást liggjandi þar fyrir framan. Ragna Sara Jónsdóttir Fjöldi þakplatna fauk af þaki íþróttahúss Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Móðir á leið heim eftir að hafa fylgt börnum sínum í leik- og grunnskóla í næsta nágrenni varð vitni að því þegar plöturnar fuku hver á fætur annarri. Hún vill ekki hugsa það til enda hvað hefði gerst ef plöturnar hefðu fokið fimmtán mínútum fyrr þegar fjöldi barna var á leið í skólann. Afar hvasst er á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Ragna Sara Jónsdóttir var á leiðinni fram hjá íþróttahúsi Hagaskóla um klukkan korter eða tíu mínútur í níu. „Ég heyrði einhverja skruðninga, lít við og sé svo tvær þakplötur koma fjúkandi. Svo þrjár, svo fjórar. Þær voru risastórar og komu fljúgandi ofan af þakinu,“ segir Ragna Sara. Stærðin sé líklega sjö til átta metrar á lengd sinnum einn metri. Í strætóskýli á Neshaga, beint fyrir framan íþróttahús Hagaskóla, hafi staðið tvær manneskjur. „Það munaði svo litlu að plöturnar hefðu getað lent á skýlinu, og þá allt brotnað. Ég held að þessar manneskjur hafi verið með heyrnartól því þær stóðu kyrrar. Ég var einhvern veginn að reyna að gera þeim viðvart.“ Hún hafi sjálf átt fótum fjör að launa undan plötum sem fuku í áttina að henni við gangbrautina yfir Neshagann, milli íþróttahússins og Melaskóla. „Ímyndaðu þér ef það hefðu verið lítil börn á leiðinni í skólann. Þetta voru mjög hættulegar aðstæður.“ Hennar fyrstu viðbrögð voru að hringja í lögreglu. Ragna Sara, sem greindi frá atburðinum í Facebook-hópnum Vesturbærinn, segir viðbrögðin hjá lögreglu hafa komið sér á óvart. Lögregla hafi bent á að nærtækara væri að hafa samband við skólann eða borgaryfirvöld. Það hafi komið henni á óvart að lítið væri gert úr hættunni. Hún hélt rakleiðis í Melaskóla, hitti þar traustan starfsmann sem fór að skoða aðstæður. Fleiri bættust í hópinn og fóru að taka saman plöturnar. Starfsmaður á skrifstofu Hagaskóla upplýsti fréttastofu um að framkvæmdir hefðu staðið yfir á þaki Hagaskóla undanfarið. Búið væri að hafa samband við verktakann sem væri örugglega á vettvangi. Reykjavík Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Fjöldi þakplatna fauk af þaki íþróttahúss Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Móðir á leið heim eftir að hafa fylgt börnum sínum í leik- og grunnskóla í næsta nágrenni varð vitni að því þegar plöturnar fuku hver á fætur annarri. Hún vill ekki hugsa það til enda hvað hefði gerst ef plöturnar hefðu fokið fimmtán mínútum fyrr þegar fjöldi barna var á leið í skólann. Afar hvasst er á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Ragna Sara Jónsdóttir var á leiðinni fram hjá íþróttahúsi Hagaskóla um klukkan korter eða tíu mínútur í níu. „Ég heyrði einhverja skruðninga, lít við og sé svo tvær þakplötur koma fjúkandi. Svo þrjár, svo fjórar. Þær voru risastórar og komu fljúgandi ofan af þakinu,“ segir Ragna Sara. Stærðin sé líklega sjö til átta metrar á lengd sinnum einn metri. Í strætóskýli á Neshaga, beint fyrir framan íþróttahús Hagaskóla, hafi staðið tvær manneskjur. „Það munaði svo litlu að plöturnar hefðu getað lent á skýlinu, og þá allt brotnað. Ég held að þessar manneskjur hafi verið með heyrnartól því þær stóðu kyrrar. Ég var einhvern veginn að reyna að gera þeim viðvart.“ Hún hafi sjálf átt fótum fjör að launa undan plötum sem fuku í áttina að henni við gangbrautina yfir Neshagann, milli íþróttahússins og Melaskóla. „Ímyndaðu þér ef það hefðu verið lítil börn á leiðinni í skólann. Þetta voru mjög hættulegar aðstæður.“ Hennar fyrstu viðbrögð voru að hringja í lögreglu. Ragna Sara, sem greindi frá atburðinum í Facebook-hópnum Vesturbærinn, segir viðbrögðin hjá lögreglu hafa komið sér á óvart. Lögregla hafi bent á að nærtækara væri að hafa samband við skólann eða borgaryfirvöld. Það hafi komið henni á óvart að lítið væri gert úr hættunni. Hún hélt rakleiðis í Melaskóla, hitti þar traustan starfsmann sem fór að skoða aðstæður. Fleiri bættust í hópinn og fóru að taka saman plöturnar. Starfsmaður á skrifstofu Hagaskóla upplýsti fréttastofu um að framkvæmdir hefðu staðið yfir á þaki Hagaskóla undanfarið. Búið væri að hafa samband við verktakann sem væri örugglega á vettvangi.
Reykjavík Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira