Leikurinn byrjaði á færum á báðum endum, Angel di Maria átti ágætt skot sem rataði þó ekki á markrammann og Gianluigi Buffon varði vel frá Marcus Rashford.
Það var lítið um opin færi í fyrri hálfleik, baráttan á miðsvæðinu var mikil og bæði lið nokkuð þétt fyrir. Besta færi hálfleiksins fékk Kylian Mbappe eftir um hálftíma leik þegar hann slapp inn fyrir vörn United en skot hans fór framhjá markinu. Endursýningar sýndu reyndar að hann hefði líklega verið dæmdur rangstæður hefði hann skorað.
Bæði Anthony Martial og Jesse Lingard meiddust undir lok fyrri hálfleiks og var skipt út af.
Í seinni hálfleik áttu gestirnir frá París leikinn.

Presnel Kimpembe komst einn á bakvið Matic og eftirleikurinn auðveldur. Margir stuðningsmenn United voru æfir þar sem Kimpembe hafði brotið á Marcus Rashford stuttu áður, brot sem líklega hefði verðskuldað að hann fengi sitt seinna gula spjald í leiknum.
Aðeins sjö mínútum seinna unnu gestirnir boltann á miðsvæðinu, tvær sendingar og Kylian Mbappe var búinn að skora. Angel di Maria með sendinguna inn á teiginn þar sem Mbappe nýtti sér ógnarhraða sinn í að komast fyrstur í boltann.
United var aldrei líklegt til þess að koma til baka í leiknum og með frammistöðu sem þessari á liðið ekki séns í seinni leiknum.
Ástandið varð svo enn verra undir lokin þegar Paul Pogba fékk sitt seinna gula spjald og var því sendur snemma í sturtu sem þýðir leikbann í seinni leiknum.
Liðin mætast öðru sinni í París þann 6. mars.
1 - Manchester United managed just one shot on target against PSG tonight, their lowest in a Champions League match at Old Trafford since February 2005 in the Last 16 against eventual finalists Milan (also 1). Lacklustre. #MUNPSGpic.twitter.com/yJZUrLHAoD
— OptaJoe (@OptaJoe) February 12, 2019