Fyrrverandi ráðgjafi stefnir Bandaríkjaforseta vegna árása eftir bókarskrif Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 12:05 Sims (t.v.) í spjallþætti Stephens Colbert þegar hann kynnti bók sína Nöðruliðið í lok janúar. Vísir/Getty Cliff Sims, fyrrrverandi starfsmaður á samskiptasviði Hvíta hússins, hefur stefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir hafa notað forsetaframboð sitt til þess að reyna að refsa honum fyrir bók með vandræðalegum uppljóstrunum um lífið í Hvíta húsinu. Lögmenn framboðs Trump halda því fram að Sims hafi brotið gegn þagnarskyldu sem hann gekkst undir sem starfsmaður þess með bókinni „Nöðruliðið“ sem kom út á dögunum. Bókin fjallaði um reynslu Sims í Hvíta húsinu. Trump lýsti Sims sem „lágt settum starfsmanni sem ég þekkti varla“ og „framagosa“. Stefna Sims beinist að Trump í opinberu embætti sínu sem forseti, að sögn Washington Post. Mark Zaid, lögmaður Sims, segir að framboðið sé að reyna að nota þagnarsamninginn við framboðið til að refsa honum fyrir að ræða um tímann í Hvíta húsinu. Trump er sakaður um að láta framboðið ganga í stað alríkisstjórnarinnar á ólögmætan hátt til að reyna að þagga niður í Sims og svipta hann stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi. Ríkisstjórn Trump sé þannig að nota einkaaðila til þess að refsa fyrrverandi alríkisstarfsmanni fyrir að upplýsa um hluti sem leynd ríkti ekki yfir í Hvíta húsinu.Ólíklegt að hægt verði að framfylgja þagnarsamningum í Hvíta húsinu Áður hefur verið greint frá því að Trump hafi látið starfsmenn Hvíta hússins skrifa undir þagnarsamninga um að greina ekki frá því sem þeir verða áskynja þar. Verulegur vafi eru sagður leika á hvort að slíkir samningar gætu haft lagalegt gildi fyrir opinbera starfsmenn. Sims segist ekki muna hvort hann skrifaði undir slíkan samning þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu en hann gangi út frá því að svo hafi verið. New York Times segir að í stefnunni komi fram að Trump virðist aðeins framfylgja þagnarsamningunum í sumum tilfellum. Þannig hafi hann ekki gert athugasemdir við bækur þriggja fyrrverandi starfsmanna sem fóru lofsamlegum orðum um hann. Bók Sims dró upp svipaða mynd af glundroða innan veggja Hvíta hússins og hefur birst í fréttum bandarískra fjölmiðla undanfarin ár. Rekur hans deilur og bellibrögð starfsmanna Hvíta hússins, meðal annars gegn hver öðrum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Einn helsti ráðgjafi Trump vill ekki sjá fleiri flóttamenn Ræðuhöfundur Trump forseta er sagður hafa sagst verða hamingjusamur ef enginn flóttamaður stigi fæti á bandaríska jörð nokkru sinni aftur. 28. janúar 2019 16:09 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Cliff Sims, fyrrrverandi starfsmaður á samskiptasviði Hvíta hússins, hefur stefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir hafa notað forsetaframboð sitt til þess að reyna að refsa honum fyrir bók með vandræðalegum uppljóstrunum um lífið í Hvíta húsinu. Lögmenn framboðs Trump halda því fram að Sims hafi brotið gegn þagnarskyldu sem hann gekkst undir sem starfsmaður þess með bókinni „Nöðruliðið“ sem kom út á dögunum. Bókin fjallaði um reynslu Sims í Hvíta húsinu. Trump lýsti Sims sem „lágt settum starfsmanni sem ég þekkti varla“ og „framagosa“. Stefna Sims beinist að Trump í opinberu embætti sínu sem forseti, að sögn Washington Post. Mark Zaid, lögmaður Sims, segir að framboðið sé að reyna að nota þagnarsamninginn við framboðið til að refsa honum fyrir að ræða um tímann í Hvíta húsinu. Trump er sakaður um að láta framboðið ganga í stað alríkisstjórnarinnar á ólögmætan hátt til að reyna að þagga niður í Sims og svipta hann stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi. Ríkisstjórn Trump sé þannig að nota einkaaðila til þess að refsa fyrrverandi alríkisstarfsmanni fyrir að upplýsa um hluti sem leynd ríkti ekki yfir í Hvíta húsinu.Ólíklegt að hægt verði að framfylgja þagnarsamningum í Hvíta húsinu Áður hefur verið greint frá því að Trump hafi látið starfsmenn Hvíta hússins skrifa undir þagnarsamninga um að greina ekki frá því sem þeir verða áskynja þar. Verulegur vafi eru sagður leika á hvort að slíkir samningar gætu haft lagalegt gildi fyrir opinbera starfsmenn. Sims segist ekki muna hvort hann skrifaði undir slíkan samning þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu en hann gangi út frá því að svo hafi verið. New York Times segir að í stefnunni komi fram að Trump virðist aðeins framfylgja þagnarsamningunum í sumum tilfellum. Þannig hafi hann ekki gert athugasemdir við bækur þriggja fyrrverandi starfsmanna sem fóru lofsamlegum orðum um hann. Bók Sims dró upp svipaða mynd af glundroða innan veggja Hvíta hússins og hefur birst í fréttum bandarískra fjölmiðla undanfarin ár. Rekur hans deilur og bellibrögð starfsmanna Hvíta hússins, meðal annars gegn hver öðrum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Einn helsti ráðgjafi Trump vill ekki sjá fleiri flóttamenn Ræðuhöfundur Trump forseta er sagður hafa sagst verða hamingjusamur ef enginn flóttamaður stigi fæti á bandaríska jörð nokkru sinni aftur. 28. janúar 2019 16:09 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Einn helsti ráðgjafi Trump vill ekki sjá fleiri flóttamenn Ræðuhöfundur Trump forseta er sagður hafa sagst verða hamingjusamur ef enginn flóttamaður stigi fæti á bandaríska jörð nokkru sinni aftur. 28. janúar 2019 16:09