Fjörkippur kominn í íbúðamarkaðinn með auknu framboði Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2019 20:00 Mikil fjölgun var á íbúðum til sölu á síðasta ári frá árinu á undan og sölutími íbúða á landsbyggðinni hefur styst mikið. Um sjö þúsund íbúðir eru nú í byggingu á landinu en um níu milljarðar hafa farið úr ríkissjóði til byggingar ódýrra leiguíbúða á undanförnum þremur árum. Mikill samdráttur var í byggingu íbúðarhúsnæðis á árunum eftir hrun. Sem varð til þess að skapa mikla umframeftirspurn eftir húsnæði á undanförnum árum. Margt bendir til að íbúðamarkaðurinn sé að ná jafnvægi um þessar mundir.Una Jónsdóttir deildarstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir að þannig hafi tuttugu og fjögur þúsund íbúðir settar í sölu á landinu í fyrra sem væri 47 prósenta fjölgun íbúða í sölu frá árinu á undan. „Sérstaklega var mjög mikið af íbúðum í fjölbýli sem komu inn á markað. Ég held að það sé mjög ánægjulegt. Það er mjög jákvætt að sjá þessa breytingu verða. Við höfum verið að glíma við mikinn íbúðaskort,“ segir Una. Margt bendi til jákvæðra breytinga, einnig á landsbyggðinni þar sem sölutími íbúða hefur styst mjög mikið. „Árið 2015 tók sirka 270 daga að selja íbúð í fjölbýli utan höfuðborgarsvæðisins að meðaltali. En sá sölutími var kominn niður í 100 daga árið 2018. Breytist lítið á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Una.En græna línan í meðfylgjandi mynd sýnir þessa þróun á landsbyggðinni skýrt. Þá hefur nýjum íbúðum verið að fjölga undanfarin misseri. Í dag er verið að byggja um sjö þúsund íbúðir samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. „Það er búið að vera þörf í dágóðan tíma og núna standa vonir til að við mætum að einhverju leyti þessari uppsöfnuðu þörf sem hefur ríkt,“ segir Una. Ríkissjóður hefur úthlutað stofnframlögum sex sinnum frá árinu 2016 til byggingar leiguíbúða fyrir tekju- og eignaminni leigjendur eða um 9 milljörðum króna. „Það eru sirka sautján hundruð íbúðir sem hafa verið fjármagnaðar með þessum hætti. Þetta eru þá leiguíbúðir sérstaklega fyrir tekju- og eignaminni leigjendur sem geta búið við varanlegt húsnæðisöryggi á leigumarkaði,“ segir Una. En íbúðum sem þessum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga eigi eftir að fjölga enn frekar. Húsnæðismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mikil fjölgun var á íbúðum til sölu á síðasta ári frá árinu á undan og sölutími íbúða á landsbyggðinni hefur styst mikið. Um sjö þúsund íbúðir eru nú í byggingu á landinu en um níu milljarðar hafa farið úr ríkissjóði til byggingar ódýrra leiguíbúða á undanförnum þremur árum. Mikill samdráttur var í byggingu íbúðarhúsnæðis á árunum eftir hrun. Sem varð til þess að skapa mikla umframeftirspurn eftir húsnæði á undanförnum árum. Margt bendir til að íbúðamarkaðurinn sé að ná jafnvægi um þessar mundir.Una Jónsdóttir deildarstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir að þannig hafi tuttugu og fjögur þúsund íbúðir settar í sölu á landinu í fyrra sem væri 47 prósenta fjölgun íbúða í sölu frá árinu á undan. „Sérstaklega var mjög mikið af íbúðum í fjölbýli sem komu inn á markað. Ég held að það sé mjög ánægjulegt. Það er mjög jákvætt að sjá þessa breytingu verða. Við höfum verið að glíma við mikinn íbúðaskort,“ segir Una. Margt bendi til jákvæðra breytinga, einnig á landsbyggðinni þar sem sölutími íbúða hefur styst mjög mikið. „Árið 2015 tók sirka 270 daga að selja íbúð í fjölbýli utan höfuðborgarsvæðisins að meðaltali. En sá sölutími var kominn niður í 100 daga árið 2018. Breytist lítið á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Una.En græna línan í meðfylgjandi mynd sýnir þessa þróun á landsbyggðinni skýrt. Þá hefur nýjum íbúðum verið að fjölga undanfarin misseri. Í dag er verið að byggja um sjö þúsund íbúðir samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. „Það er búið að vera þörf í dágóðan tíma og núna standa vonir til að við mætum að einhverju leyti þessari uppsöfnuðu þörf sem hefur ríkt,“ segir Una. Ríkissjóður hefur úthlutað stofnframlögum sex sinnum frá árinu 2016 til byggingar leiguíbúða fyrir tekju- og eignaminni leigjendur eða um 9 milljörðum króna. „Það eru sirka sautján hundruð íbúðir sem hafa verið fjármagnaðar með þessum hætti. Þetta eru þá leiguíbúðir sérstaklega fyrir tekju- og eignaminni leigjendur sem geta búið við varanlegt húsnæðisöryggi á leigumarkaði,“ segir Una. En íbúðum sem þessum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga eigi eftir að fjölga enn frekar.
Húsnæðismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira