Fjörkippur kominn í íbúðamarkaðinn með auknu framboði Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2019 20:00 Mikil fjölgun var á íbúðum til sölu á síðasta ári frá árinu á undan og sölutími íbúða á landsbyggðinni hefur styst mikið. Um sjö þúsund íbúðir eru nú í byggingu á landinu en um níu milljarðar hafa farið úr ríkissjóði til byggingar ódýrra leiguíbúða á undanförnum þremur árum. Mikill samdráttur var í byggingu íbúðarhúsnæðis á árunum eftir hrun. Sem varð til þess að skapa mikla umframeftirspurn eftir húsnæði á undanförnum árum. Margt bendir til að íbúðamarkaðurinn sé að ná jafnvægi um þessar mundir.Una Jónsdóttir deildarstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir að þannig hafi tuttugu og fjögur þúsund íbúðir settar í sölu á landinu í fyrra sem væri 47 prósenta fjölgun íbúða í sölu frá árinu á undan. „Sérstaklega var mjög mikið af íbúðum í fjölbýli sem komu inn á markað. Ég held að það sé mjög ánægjulegt. Það er mjög jákvætt að sjá þessa breytingu verða. Við höfum verið að glíma við mikinn íbúðaskort,“ segir Una. Margt bendi til jákvæðra breytinga, einnig á landsbyggðinni þar sem sölutími íbúða hefur styst mjög mikið. „Árið 2015 tók sirka 270 daga að selja íbúð í fjölbýli utan höfuðborgarsvæðisins að meðaltali. En sá sölutími var kominn niður í 100 daga árið 2018. Breytist lítið á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Una.En græna línan í meðfylgjandi mynd sýnir þessa þróun á landsbyggðinni skýrt. Þá hefur nýjum íbúðum verið að fjölga undanfarin misseri. Í dag er verið að byggja um sjö þúsund íbúðir samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. „Það er búið að vera þörf í dágóðan tíma og núna standa vonir til að við mætum að einhverju leyti þessari uppsöfnuðu þörf sem hefur ríkt,“ segir Una. Ríkissjóður hefur úthlutað stofnframlögum sex sinnum frá árinu 2016 til byggingar leiguíbúða fyrir tekju- og eignaminni leigjendur eða um 9 milljörðum króna. „Það eru sirka sautján hundruð íbúðir sem hafa verið fjármagnaðar með þessum hætti. Þetta eru þá leiguíbúðir sérstaklega fyrir tekju- og eignaminni leigjendur sem geta búið við varanlegt húsnæðisöryggi á leigumarkaði,“ segir Una. En íbúðum sem þessum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga eigi eftir að fjölga enn frekar. Húsnæðismál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Mikil fjölgun var á íbúðum til sölu á síðasta ári frá árinu á undan og sölutími íbúða á landsbyggðinni hefur styst mikið. Um sjö þúsund íbúðir eru nú í byggingu á landinu en um níu milljarðar hafa farið úr ríkissjóði til byggingar ódýrra leiguíbúða á undanförnum þremur árum. Mikill samdráttur var í byggingu íbúðarhúsnæðis á árunum eftir hrun. Sem varð til þess að skapa mikla umframeftirspurn eftir húsnæði á undanförnum árum. Margt bendir til að íbúðamarkaðurinn sé að ná jafnvægi um þessar mundir.Una Jónsdóttir deildarstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir að þannig hafi tuttugu og fjögur þúsund íbúðir settar í sölu á landinu í fyrra sem væri 47 prósenta fjölgun íbúða í sölu frá árinu á undan. „Sérstaklega var mjög mikið af íbúðum í fjölbýli sem komu inn á markað. Ég held að það sé mjög ánægjulegt. Það er mjög jákvætt að sjá þessa breytingu verða. Við höfum verið að glíma við mikinn íbúðaskort,“ segir Una. Margt bendi til jákvæðra breytinga, einnig á landsbyggðinni þar sem sölutími íbúða hefur styst mjög mikið. „Árið 2015 tók sirka 270 daga að selja íbúð í fjölbýli utan höfuðborgarsvæðisins að meðaltali. En sá sölutími var kominn niður í 100 daga árið 2018. Breytist lítið á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Una.En græna línan í meðfylgjandi mynd sýnir þessa þróun á landsbyggðinni skýrt. Þá hefur nýjum íbúðum verið að fjölga undanfarin misseri. Í dag er verið að byggja um sjö þúsund íbúðir samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. „Það er búið að vera þörf í dágóðan tíma og núna standa vonir til að við mætum að einhverju leyti þessari uppsöfnuðu þörf sem hefur ríkt,“ segir Una. Ríkissjóður hefur úthlutað stofnframlögum sex sinnum frá árinu 2016 til byggingar leiguíbúða fyrir tekju- og eignaminni leigjendur eða um 9 milljörðum króna. „Það eru sirka sautján hundruð íbúðir sem hafa verið fjármagnaðar með þessum hætti. Þetta eru þá leiguíbúðir sérstaklega fyrir tekju- og eignaminni leigjendur sem geta búið við varanlegt húsnæðisöryggi á leigumarkaði,“ segir Una. En íbúðum sem þessum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga eigi eftir að fjölga enn frekar.
Húsnæðismál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent