Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 22:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar ætlar sér langt á vettvangi stjórnmálanna og hyggst njóta þess eins lengi og hún getur að sinna þingstörfum. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar ætlar sér langt á vettvangi stjórnmálanna og hyggst njóta þess eins lengi og hún getur að sinna þingstörfum. Áslaug Arna var gestur Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag. Farið var um víðan völl en Áslaug ræddi um áherslur sínar í pólitík, mál sem hún brennur fyrir á Alþingi og framtíðardrauma sína á vettvangi stjórnmálanna. „Svo eru stjórnmálin svo óútreiknanleg. Það er ótrúlega erfitt að segja til um það hvað gerist og hvað maður er lengi í þessu og hvenær maður vill gera eitthvað annað. Ég held við þurfum líka að gera stjórnmálin að þannig vettvangi að það sé eftirsóknarvert að komast þangað, að það séu fleiri sem gefi sig að stjórnmálum og berjist fyrir því að komast þangað vegna þess að við þurfum fjölbreytt fólk og alls konar fólk,“ sagði Áslaug. Aðspurð hvað hún ætlaði sér í stjórnmálum sagði Áslaug: „Ég vil fara langt“.Vill gera iðnmenntun hærra undir höfði Áslaug segir að andrúmsloftið á Alþingi hafi verið fremur skrítið undanfarna daga, meðal annars vegna Klaustursmálsins. Það hafi tekið athygli frá mikilvægum málum sem verið sé að vinna að í þinginu. „Stemningin hefur kannski alveg verið betri en ríkisstjórnarsamstarfið gengur vel og það er gaman að vinna að öllum þessum málum sem við erum að gera og auðvitað finnst manni að þau mættu fá meiri athygli þessa dagana.“ Undanfarið hefur Áslaug Arna ötullega að því að breyta viðhorfum í garð iðnmenntunar. Hún vill gera henni hærra undir höfði og gera fólki í iðngeiranum kleift að sækja sér meiri menntun. Þá segist hún vinna að því að auðvelda málsmeðferð um nálgunarbann sem hafi verið þung í vöfum. Hún kynntist því í störfum sínum sem lögreglufulltrúi eitt sumarið. „Það er komið í nefnd núna og gæti orðið að lögum mjög fljótlega vona ég,“ segir Áslaug.Áslaug Arna hefur lagt sig fram um að sinna fjölbreyttum störfum.Starf lögreglumannsins gefandi Hún segir að það hafi verið afar gefandi að starfa sem lögreglumaður. Það hafi í raun verið einstakt. „því felst er að vera mikið innan um fólk og eiga við fólk. Og koma auðvitað að erfiðum aðstæðum en þú ert alltaf að gefa af þér og hjálpa og að gera það besta í þeim aðstæðum sem eru búnar að skapast.“Hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Alþingi Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú frumvarp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu. 7. janúar 2019 06:00 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar ætlar sér langt á vettvangi stjórnmálanna og hyggst njóta þess eins lengi og hún getur að sinna þingstörfum. Áslaug Arna var gestur Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag. Farið var um víðan völl en Áslaug ræddi um áherslur sínar í pólitík, mál sem hún brennur fyrir á Alþingi og framtíðardrauma sína á vettvangi stjórnmálanna. „Svo eru stjórnmálin svo óútreiknanleg. Það er ótrúlega erfitt að segja til um það hvað gerist og hvað maður er lengi í þessu og hvenær maður vill gera eitthvað annað. Ég held við þurfum líka að gera stjórnmálin að þannig vettvangi að það sé eftirsóknarvert að komast þangað, að það séu fleiri sem gefi sig að stjórnmálum og berjist fyrir því að komast þangað vegna þess að við þurfum fjölbreytt fólk og alls konar fólk,“ sagði Áslaug. Aðspurð hvað hún ætlaði sér í stjórnmálum sagði Áslaug: „Ég vil fara langt“.Vill gera iðnmenntun hærra undir höfði Áslaug segir að andrúmsloftið á Alþingi hafi verið fremur skrítið undanfarna daga, meðal annars vegna Klaustursmálsins. Það hafi tekið athygli frá mikilvægum málum sem verið sé að vinna að í þinginu. „Stemningin hefur kannski alveg verið betri en ríkisstjórnarsamstarfið gengur vel og það er gaman að vinna að öllum þessum málum sem við erum að gera og auðvitað finnst manni að þau mættu fá meiri athygli þessa dagana.“ Undanfarið hefur Áslaug Arna ötullega að því að breyta viðhorfum í garð iðnmenntunar. Hún vill gera henni hærra undir höfði og gera fólki í iðngeiranum kleift að sækja sér meiri menntun. Þá segist hún vinna að því að auðvelda málsmeðferð um nálgunarbann sem hafi verið þung í vöfum. Hún kynntist því í störfum sínum sem lögreglufulltrúi eitt sumarið. „Það er komið í nefnd núna og gæti orðið að lögum mjög fljótlega vona ég,“ segir Áslaug.Áslaug Arna hefur lagt sig fram um að sinna fjölbreyttum störfum.Starf lögreglumannsins gefandi Hún segir að það hafi verið afar gefandi að starfa sem lögreglumaður. Það hafi í raun verið einstakt. „því felst er að vera mikið innan um fólk og eiga við fólk. Og koma auðvitað að erfiðum aðstæðum en þú ert alltaf að gefa af þér og hjálpa og að gera það besta í þeim aðstæðum sem eru búnar að skapast.“Hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Alþingi Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú frumvarp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu. 7. janúar 2019 06:00 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30
Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú frumvarp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu. 7. janúar 2019 06:00
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26