Kúltúrinn í klessu Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Fréttir af hækkun mánaðarlauna bankastjóra Landsbankans um 1,2 milljónir hinn 1. júlí 2017 og aftur um 550 þúsund í apríl 2018 koma á versta tíma inn í viðkvæmar kjaraviðræður. Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt hana harkalega, líkt og var fyrirséð. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur einnig gagnrýnt ákvörðunina og kallað hana taktlausa. Undir sjónarmið beggja er vel hægt að taka í þetta sinn. Stjórnmálamenn hafa einnig nýtt sér tækifærið undanfarna daga og gagnrýnt mjög launahækkun bankastjórans. Þar á meðal eru þingmenn og ráðherrar. Þótt launahækkun bankastjórans sé fullkomlega taktlaus og beinlínis hættulegt innlegg inn í þungan kjaravetur virðast stjórnmálamennirnir sem það gagnrýna einfaldlega of auðvelt skotmark, sérstaklega fyrir popúlista. Forsætisráðherra, sem kallaði launahækkun bankastjórans „óverjandi“, hefur ívið meira í mánaðarlaun en forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, þar sem um 66 milljónir manna búa. Það er vitaskuld umhugsunarefni, en það dæmir hana ekki sjálfkrafa úr leik þegar rætt er um kjaramál. Vandi vinnumarkaðarins er miklu djúpstæðari en samningar um launahækkanir nú. Kúltúrinn er allur í klessu. Þeir sem hafa sig mest í frammi úr ranni verkalýðsforystunnar leggja sig fram um að þagga niður í öllum þeim sem dirfast að koma fram á völlinn með skynsamar og hófstilltar skoðanir, og lemja þá niður með gífuryrðum og dónaskap. Ef marka má fullyrðingar sumra verkalýðsforingja má ekki einu sinni hlusta á seðlabankastjóra fjalla almennt um íslenskan efnahag. Einn verkalýðsforingjanna lýsti borðleggjandi málflutningi Más Guðmundssonar um að verkföll og launahækkanir umfram svigrúm yrðu hagkerfinu áfall sem ,,sjokkerandi“. Dæmdi seðlabankastjóra svo úr leik því hann er með svo há laun. Á hinum endanum situr bankaráð Landsbankans og virðist telja það forsvaranlega hugmynd og heppilegan tíma til þess að hækka laun bankastjóra ríkisbanka um 82 prósent, þvert á öll fyrirmæli úr fjármálaráðuneytinu sem fór fram á að fyrirtæki í ríkiseigu gættu varkárni við launaákvarðanir. Forsætisráðherra, sem ætlar að vanda um við bankaráðið, er svo aftur ótrúverðug í augum þeirra sem hafa hæst í kjarabaráttunni. Umræðan um kjaramál, og raunar umræðan um svo margt annað, er komin í miklar ógöngur. Eins og hundur sem eltir skottið á sér. Menn skipa sér í fylkingar, öskra og æpa út í tómið og svo kemur nýr fréttadagur og sagan endurtekur sig. Þetta getur ekki verið vænlegt til árangurs. Skynsamt fólk hlýtur að sakna margumtalaðs stöðugleika, lágmarksstillingar og almennrar skynsemi þegar rætt og fjallað er um stærsta hagsmunamál þjóðarinnar, stöðuna á vinnumarkaði. Annars er hætt við að fari illa. Venjulegt fólk á allt undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Fréttir af hækkun mánaðarlauna bankastjóra Landsbankans um 1,2 milljónir hinn 1. júlí 2017 og aftur um 550 þúsund í apríl 2018 koma á versta tíma inn í viðkvæmar kjaraviðræður. Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt hana harkalega, líkt og var fyrirséð. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur einnig gagnrýnt ákvörðunina og kallað hana taktlausa. Undir sjónarmið beggja er vel hægt að taka í þetta sinn. Stjórnmálamenn hafa einnig nýtt sér tækifærið undanfarna daga og gagnrýnt mjög launahækkun bankastjórans. Þar á meðal eru þingmenn og ráðherrar. Þótt launahækkun bankastjórans sé fullkomlega taktlaus og beinlínis hættulegt innlegg inn í þungan kjaravetur virðast stjórnmálamennirnir sem það gagnrýna einfaldlega of auðvelt skotmark, sérstaklega fyrir popúlista. Forsætisráðherra, sem kallaði launahækkun bankastjórans „óverjandi“, hefur ívið meira í mánaðarlaun en forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, þar sem um 66 milljónir manna búa. Það er vitaskuld umhugsunarefni, en það dæmir hana ekki sjálfkrafa úr leik þegar rætt er um kjaramál. Vandi vinnumarkaðarins er miklu djúpstæðari en samningar um launahækkanir nú. Kúltúrinn er allur í klessu. Þeir sem hafa sig mest í frammi úr ranni verkalýðsforystunnar leggja sig fram um að þagga niður í öllum þeim sem dirfast að koma fram á völlinn með skynsamar og hófstilltar skoðanir, og lemja þá niður með gífuryrðum og dónaskap. Ef marka má fullyrðingar sumra verkalýðsforingja má ekki einu sinni hlusta á seðlabankastjóra fjalla almennt um íslenskan efnahag. Einn verkalýðsforingjanna lýsti borðleggjandi málflutningi Más Guðmundssonar um að verkföll og launahækkanir umfram svigrúm yrðu hagkerfinu áfall sem ,,sjokkerandi“. Dæmdi seðlabankastjóra svo úr leik því hann er með svo há laun. Á hinum endanum situr bankaráð Landsbankans og virðist telja það forsvaranlega hugmynd og heppilegan tíma til þess að hækka laun bankastjóra ríkisbanka um 82 prósent, þvert á öll fyrirmæli úr fjármálaráðuneytinu sem fór fram á að fyrirtæki í ríkiseigu gættu varkárni við launaákvarðanir. Forsætisráðherra, sem ætlar að vanda um við bankaráðið, er svo aftur ótrúverðug í augum þeirra sem hafa hæst í kjarabaráttunni. Umræðan um kjaramál, og raunar umræðan um svo margt annað, er komin í miklar ógöngur. Eins og hundur sem eltir skottið á sér. Menn skipa sér í fylkingar, öskra og æpa út í tómið og svo kemur nýr fréttadagur og sagan endurtekur sig. Þetta getur ekki verið vænlegt til árangurs. Skynsamt fólk hlýtur að sakna margumtalaðs stöðugleika, lágmarksstillingar og almennrar skynsemi þegar rætt og fjallað er um stærsta hagsmunamál þjóðarinnar, stöðuna á vinnumarkaði. Annars er hætt við að fari illa. Venjulegt fólk á allt undir.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun