Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana.
Gaido, sem er forseti þingsins í landinu sagði einnig ljóst að Maduro forseti, sem hann kallaði valdaræningja, yrði að hverfa á brott.
Maduro, sem nýtur stuðnings Rússa og Kínverja, er undir sífellt meiri þrýstingi um að boða til nýrra kosninga í landinu.
Efnahagsástandið í Venesúela er afar bágborið og forsetinn og félagar hans sakaðir um spillingu og mannréttindabrot.
Guaido lofaði stuðningsmönnum sínum hins vegar á fjöldafundinum í gær að aðstoð mun berast fyrir 23. febrúar næstkomandi.
Lofar því að neyðaraðstoð berist
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
