Sú besta í heimi rak þjálfarann sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 12:30 Sascha Bajin með Naomi Osaka. Getty/Clive Brunskill Það var ekki nóg fyrir hann að gera hana að bestu tenniskonu heims því Sascha Bajin hélt ekki starfi sínu sem þjálfari Naomi Osaka. Naomi Osaka átti ótrúlega þrettán mánuði þegar hún fór frá því að vera nær algjörlega óþekkt tenniskona í það að vinna tvo risamót í röð og komast í efsta sæti heimslistans. Þessi frábæri árangur hennar var þó ekki nóg fyrir þjálfara hennar að halda starfinu. Naomi Osaka tilkynnti það á Twitter að samstarfi hennar og Sascha Bajin væri lokið.Hey everyone, I will no longer be working together with Sascha. I thank him for his work and wish him all the best in the future. — NaomiOsaka(@Naomi_Osaka_) February 11, 2019Sascha Bajin staðfesti sjálfur fréttirnar skömmu síðar og þakkaði Naomi fyrir samstarfið og allt ævintýrið. Umboðsmaður Naomi Osaka staðfesti það líka að þau Osaka og Bajin myndu ekki vinna lengur saman en sagði jafnframt að hún ætlaði ekkert að tjá sig meira um þessi starfslok þjálfarans. Það er óhætt að segja að þetta kalli á margar spurningar enda leit það þannig út eins og samstarf þeirra tveggja væri að ganga fullkomlega.Naomi Osaka, the No. 1-ranked women's tennis player in the world, said that she was splitting with her coach, Sascha Bajin. The abrupt announcement came 16 days after she won the Australian Open. https://t.co/RGx2wu5fYk — The New York Times (@nytimes) February 12, 2019Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins hjá WTA fyrir árið 2018 enda tókst honum að hjálpa 21 árs gamalli japanskri tenniskonu að verða sú besta í heimi. Hann er 34 ára gamall og hefur unnið með Serenu Williams (2008-2015), Victoriu Azarenka (2015-16), Sloane Stephens (2016) og Caroline Wozniacki (2017). Þegar hann tók við þjálfun Naomi Osaka þá sat hún í 68. sæti heimslistans. Hann skilur við hana í toppsætinu. Naomi Osaka vann opna bandaríska risamótið í tennis og fylgdi því eftir með að vinna opna ástralska risamótið í síðasta mánuði. Hún varð í framhaldinu fyrsta asíska tenniskonan til að komast í efsta sæti heimslistans.After working together for the past 13 months, @Naomi_Osaka_ and Sascha Bajin have split --> https://t.co/ollEHuREKt#?????pic.twitter.com/KBQg3V3KrY — WTA (@WTA) February 11, 2019 Tennis Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Það var ekki nóg fyrir hann að gera hana að bestu tenniskonu heims því Sascha Bajin hélt ekki starfi sínu sem þjálfari Naomi Osaka. Naomi Osaka átti ótrúlega þrettán mánuði þegar hún fór frá því að vera nær algjörlega óþekkt tenniskona í það að vinna tvo risamót í röð og komast í efsta sæti heimslistans. Þessi frábæri árangur hennar var þó ekki nóg fyrir þjálfara hennar að halda starfinu. Naomi Osaka tilkynnti það á Twitter að samstarfi hennar og Sascha Bajin væri lokið.Hey everyone, I will no longer be working together with Sascha. I thank him for his work and wish him all the best in the future. — NaomiOsaka(@Naomi_Osaka_) February 11, 2019Sascha Bajin staðfesti sjálfur fréttirnar skömmu síðar og þakkaði Naomi fyrir samstarfið og allt ævintýrið. Umboðsmaður Naomi Osaka staðfesti það líka að þau Osaka og Bajin myndu ekki vinna lengur saman en sagði jafnframt að hún ætlaði ekkert að tjá sig meira um þessi starfslok þjálfarans. Það er óhætt að segja að þetta kalli á margar spurningar enda leit það þannig út eins og samstarf þeirra tveggja væri að ganga fullkomlega.Naomi Osaka, the No. 1-ranked women's tennis player in the world, said that she was splitting with her coach, Sascha Bajin. The abrupt announcement came 16 days after she won the Australian Open. https://t.co/RGx2wu5fYk — The New York Times (@nytimes) February 12, 2019Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins hjá WTA fyrir árið 2018 enda tókst honum að hjálpa 21 árs gamalli japanskri tenniskonu að verða sú besta í heimi. Hann er 34 ára gamall og hefur unnið með Serenu Williams (2008-2015), Victoriu Azarenka (2015-16), Sloane Stephens (2016) og Caroline Wozniacki (2017). Þegar hann tók við þjálfun Naomi Osaka þá sat hún í 68. sæti heimslistans. Hann skilur við hana í toppsætinu. Naomi Osaka vann opna bandaríska risamótið í tennis og fylgdi því eftir með að vinna opna ástralska risamótið í síðasta mánuði. Hún varð í framhaldinu fyrsta asíska tenniskonan til að komast í efsta sæti heimslistans.After working together for the past 13 months, @Naomi_Osaka_ and Sascha Bajin have split --> https://t.co/ollEHuREKt#?????pic.twitter.com/KBQg3V3KrY — WTA (@WTA) February 11, 2019
Tennis Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira