Segir MeToo umræðuna framarlega á Íslandi samanborið við Norðurlöndin Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. febrúar 2019 21:00 „Hérna er fólk mjög upplýst,“ segir sænsk-gríska fjölmiðlakonan, rithöfundurinn og aðgerðarsinninn Alexandra Pascalidou um stöðu MeToo umræðunnar á Íslandi. „Þið eruð mjög framsækin, takið alvöru skref fram á við og hafið konur sem gegna lykilhlutverkum í samfélaginu.“ Alexandra hefur að undanförnu ferðast um Norðurlöndin til að deila reynslu sinni af MeToo hreyfingunni í Svíþjóð. Norræna ráðherranefndin hefur að staðið fyrir málstofum um MeToo hreyfinguna, aðgerðir hins opinberra í kjölfarið og hvert skal halda næst í umræðunni. Markmiðið er að efla vitundavakningu og halda MeToo umræðunni gangandi. Alexandra heldur framsögur á þessum málstofum og hlýðir á reynslusögur annarra kvenna á Norðurlöndunum. Slík málstofa var haldin í Norræna húsinu í dag og fjallaði hún sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi og áreiti innan menningargeirans og tóku til máls fulltrúar menningarstofnana á Íslandi, stjórnvalda og háskólasamfélagsins svo eitthvað sé nefnt. Alexandra segir að Norðurlöndin hafi almennt sýnt gott fordæmi í þessum efnum en sum staðar sé róðurinn fyrir MeToo baráttuna þungur. „Nefnum Danmörku sem dæmi,“ segir hún. „Þar er umræðan á milli tveggja mjög ólíkra hópa. Hún hefur átt erfitt uppdráttar frá fyrsta degi þar sem umræðan snýst oft um karlmenn sem voru að kvarta yfir því sem var að gerast.“ Þá hafi hún skynjað það að margar konur upplifi áreiti og jafnvel ofbeldi fyrir það að láta fyrir sér fara í MeToo umræðunni en hún hefur sjálf lent í því í Svíþjóð. Hún var ítrekað áreitt af nýnasistum fyrir að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. „Umræðan verður oft eitruð á internetinu og beinist gegn konum sem hafa kjark í að tala upphátt. Þær verða fyrir drusluskömm (slutshaming). Þetta er skelfilegt og er enn í gangi. “ Hún segir að baráttan sé bara rétt að byrja og eigi langt í land þó margt gott hafi gerst á Norðurlöndunum. Hún nefnir það að á þeim fundum sem hún hafi sótt á Norðurlöndunum að meirihluti fundarmanna séu konur. Nauðsynlegt sé að fá fleiri karla í baráttuna. Það séu sameiginlegir hagsmunir í húfi. „Þetta er ekki kynjastríð, við verðum að gera þetta í sameiningu í þágu framtíðarkynslóða.“Í spilaranum fyrir neðan má sjá fundinn í Norræna húsinu í heild sinni. MeToo Svíþjóð Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
„Hérna er fólk mjög upplýst,“ segir sænsk-gríska fjölmiðlakonan, rithöfundurinn og aðgerðarsinninn Alexandra Pascalidou um stöðu MeToo umræðunnar á Íslandi. „Þið eruð mjög framsækin, takið alvöru skref fram á við og hafið konur sem gegna lykilhlutverkum í samfélaginu.“ Alexandra hefur að undanförnu ferðast um Norðurlöndin til að deila reynslu sinni af MeToo hreyfingunni í Svíþjóð. Norræna ráðherranefndin hefur að staðið fyrir málstofum um MeToo hreyfinguna, aðgerðir hins opinberra í kjölfarið og hvert skal halda næst í umræðunni. Markmiðið er að efla vitundavakningu og halda MeToo umræðunni gangandi. Alexandra heldur framsögur á þessum málstofum og hlýðir á reynslusögur annarra kvenna á Norðurlöndunum. Slík málstofa var haldin í Norræna húsinu í dag og fjallaði hún sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi og áreiti innan menningargeirans og tóku til máls fulltrúar menningarstofnana á Íslandi, stjórnvalda og háskólasamfélagsins svo eitthvað sé nefnt. Alexandra segir að Norðurlöndin hafi almennt sýnt gott fordæmi í þessum efnum en sum staðar sé róðurinn fyrir MeToo baráttuna þungur. „Nefnum Danmörku sem dæmi,“ segir hún. „Þar er umræðan á milli tveggja mjög ólíkra hópa. Hún hefur átt erfitt uppdráttar frá fyrsta degi þar sem umræðan snýst oft um karlmenn sem voru að kvarta yfir því sem var að gerast.“ Þá hafi hún skynjað það að margar konur upplifi áreiti og jafnvel ofbeldi fyrir það að láta fyrir sér fara í MeToo umræðunni en hún hefur sjálf lent í því í Svíþjóð. Hún var ítrekað áreitt af nýnasistum fyrir að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. „Umræðan verður oft eitruð á internetinu og beinist gegn konum sem hafa kjark í að tala upphátt. Þær verða fyrir drusluskömm (slutshaming). Þetta er skelfilegt og er enn í gangi. “ Hún segir að baráttan sé bara rétt að byrja og eigi langt í land þó margt gott hafi gerst á Norðurlöndunum. Hún nefnir það að á þeim fundum sem hún hafi sótt á Norðurlöndunum að meirihluti fundarmanna séu konur. Nauðsynlegt sé að fá fleiri karla í baráttuna. Það séu sameiginlegir hagsmunir í húfi. „Þetta er ekki kynjastríð, við verðum að gera þetta í sameiningu í þágu framtíðarkynslóða.“Í spilaranum fyrir neðan má sjá fundinn í Norræna húsinu í heild sinni.
MeToo Svíþjóð Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira