Opportunity kveður eftir fimmtán ár Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. febrúar 2019 08:30 Opportunity-leiðangurinn er vafalaust eitt farsælasta verkefni geimferðasögunnar. Geimfarið lenti á Mars í janúar árið 2004 og upphaflega stóð til að það myndi kanna aðstæður þar og framkvæma vísindarannsóknir í 90 daga og ferðast í kringum einn kílómetra. vísir/epa Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. Opportunity-leiðangurinn er vafalaust eitt farsælasta verkefni geimferðasögunnar. Geimfarið lenti á rauðu plánetunni í janúar árið 2004 og upphaflega stóð til að það myndi kanna aðstæður þar og framkvæma vísindarannsóknir í 90 daga og ferðast í kringum einn kílómetra. Fimmtán árum seinna hefur Opportunity ferðast 45 kílómetra og skilað til Jarðar ómetanlegu safni gagna um Mars. „Í meira en áratug hefur Opportunity verið táknmynd framsækinnar könnunar sólkerfisins. Geimfarið hefur frætt okkur um Mars og vota, og hugsanlega lífvænlega, fortíð plánetunnar,“ sagði Thomas Zurbuchen, stjórnandi vísindaverkefna NASA, í yfirlýsingu í gær. Samband milli Opportunity og Jarðar rofnaði í júní á síðasta ári. Síðan þá hafa vísindamenn og verkfræðingar NASA sent yfir eitt þúsund skipanir til geimfarsins, í þeirri von að það vakni til lífsins. Hinsti dvalarstaður Opportunity er dalur sem nefndur hefur verið „Perseverance,“ eða Þrautseigja á íslenskri tungu. „Ég held að það sé vart hægt að ímynda sér heppilegri stað en Þrautseigjudalinn sem ævarandi dvalarstað Opportunity,“ sagði Michael Watkins, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu NASA í Kaliforníu, JPL, á fundi með blaðamönnum í gær. „Uppgötvanir og elja þessa litla geimfars er einstakur vitnisburður um hugvit og útsjónarsemi þeirra sem smíðuðu það á sínum tíma.“ Jim Bridenstine, forstjóri NASA, er á sama máli og segir í yfirlýsingu að Opportunity hafi nú þegar rutt leiðina fyrir mannaðar ferðir til Mars. „Þegar sá dagur rennur upp þá munu fyrstu fótsporin á Mars einnig tilheyra þeim sem stóðu að Opportunity-verkefninu,“ sagði Bridenstine. Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. Opportunity-leiðangurinn er vafalaust eitt farsælasta verkefni geimferðasögunnar. Geimfarið lenti á rauðu plánetunni í janúar árið 2004 og upphaflega stóð til að það myndi kanna aðstæður þar og framkvæma vísindarannsóknir í 90 daga og ferðast í kringum einn kílómetra. Fimmtán árum seinna hefur Opportunity ferðast 45 kílómetra og skilað til Jarðar ómetanlegu safni gagna um Mars. „Í meira en áratug hefur Opportunity verið táknmynd framsækinnar könnunar sólkerfisins. Geimfarið hefur frætt okkur um Mars og vota, og hugsanlega lífvænlega, fortíð plánetunnar,“ sagði Thomas Zurbuchen, stjórnandi vísindaverkefna NASA, í yfirlýsingu í gær. Samband milli Opportunity og Jarðar rofnaði í júní á síðasta ári. Síðan þá hafa vísindamenn og verkfræðingar NASA sent yfir eitt þúsund skipanir til geimfarsins, í þeirri von að það vakni til lífsins. Hinsti dvalarstaður Opportunity er dalur sem nefndur hefur verið „Perseverance,“ eða Þrautseigja á íslenskri tungu. „Ég held að það sé vart hægt að ímynda sér heppilegri stað en Þrautseigjudalinn sem ævarandi dvalarstað Opportunity,“ sagði Michael Watkins, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu NASA í Kaliforníu, JPL, á fundi með blaðamönnum í gær. „Uppgötvanir og elja þessa litla geimfars er einstakur vitnisburður um hugvit og útsjónarsemi þeirra sem smíðuðu það á sínum tíma.“ Jim Bridenstine, forstjóri NASA, er á sama máli og segir í yfirlýsingu að Opportunity hafi nú þegar rutt leiðina fyrir mannaðar ferðir til Mars. „Þegar sá dagur rennur upp þá munu fyrstu fótsporin á Mars einnig tilheyra þeim sem stóðu að Opportunity-verkefninu,“ sagði Bridenstine.
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira