Ópal Sjávarfang innkallar allar reyktar afurðir sínar vegna listeríumengunar Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2019 09:55 Ópal birkireyktur laxabiti. Ópal Sjávarfang hefur stöðvað alla framleiðslu og dreifingu á vörum fyrirtækisins vegna listeríumengunar. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að frekari rannsókn á örverumengun hjá fyrirtækinu gefi tilefni til að ætla að ekki hafi tekist að uppræta listeríumengun í fyrirtækinu og að fleiri afurðir kunni að vera mengaðar af bakteríunni. Hefur fyrirtækið ákveðið að innkalla allar reyktar afurðir þess úr verslunum. „Innköllunin nær til allra lotunúmera á reyktum afurðum (birkireyktum, hangireyktum og heitreyktum) frá Ópal Sjávarfangi sem eru á markaði (síðustu notkunardagar í janúar, febrúar og mars). Átt er við allan kaldreyktan lax, heitreyktan lax, reykta fjallableikju, reyktan makríl og síld: bita, hálfflök, flök, kubba, hnakka, sneiðar, áleggslax, laxakurl. Dæmi um vöruheiti: Ópal reyktur / birkireyktur / hangireyktur / heitreyktur lax (laxabiti, flök, kubbar, hnakkar, sneiðar, áleggslax, laxakurl), Ópal reykt / birkireykt / hangireykt fjallableikja (bitar og sneiðar), Ópal heitreykt makrílflök, Ópal léttreykt síldarflökFramleiðandi: Ópal Sjávarfang ehf, Grandatröð 4, 220 HafnarfjörðurDreifingaraðilar: Verslanir 10-11, verslanir Hagkaupa, verslanir Nettó, verslanir Kjörbúðarinnar, verslanir Krambúðarinnar, Melabúðin, verslanir Iceland og verslunin Kvosin.Ópal sjávarfangNeytendum sem keypt hafa vörurnar er bent á að neyta þeirra ekki og hafa samband við fyrirtækið um endurgreiðslu í síma 517 66 30 eða á netfanginu opal@opal.is. Þeir sem eiga reyktar afurðir frá því í desember eða janúar í frysti hjá sér, eru einnig beðnir um að hafa samband og skila þeim gegn endurgreiðslu.Listeria monocytogenes getur orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum og kallast þessi sjúkdómur listeriosis. Einkenni sjúkdómsins eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum getur bakterían valdið dauða, þá er yfirleitt um að ræða einstaklinga sem eru með skert ónæmiskerfi. Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar,“ segir í tilkynningunni frá Matvælastofnun. Innköllun Tengdar fréttir Listería í reyktum laxi og bleikjuafurðum Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum lotum af reyktum laxi og fjallableikju frá Ópal Sjávarfangi. 12. febrúar 2019 12:03 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Ópal Sjávarfang hefur stöðvað alla framleiðslu og dreifingu á vörum fyrirtækisins vegna listeríumengunar. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að frekari rannsókn á örverumengun hjá fyrirtækinu gefi tilefni til að ætla að ekki hafi tekist að uppræta listeríumengun í fyrirtækinu og að fleiri afurðir kunni að vera mengaðar af bakteríunni. Hefur fyrirtækið ákveðið að innkalla allar reyktar afurðir þess úr verslunum. „Innköllunin nær til allra lotunúmera á reyktum afurðum (birkireyktum, hangireyktum og heitreyktum) frá Ópal Sjávarfangi sem eru á markaði (síðustu notkunardagar í janúar, febrúar og mars). Átt er við allan kaldreyktan lax, heitreyktan lax, reykta fjallableikju, reyktan makríl og síld: bita, hálfflök, flök, kubba, hnakka, sneiðar, áleggslax, laxakurl. Dæmi um vöruheiti: Ópal reyktur / birkireyktur / hangireyktur / heitreyktur lax (laxabiti, flök, kubbar, hnakkar, sneiðar, áleggslax, laxakurl), Ópal reykt / birkireykt / hangireykt fjallableikja (bitar og sneiðar), Ópal heitreykt makrílflök, Ópal léttreykt síldarflökFramleiðandi: Ópal Sjávarfang ehf, Grandatröð 4, 220 HafnarfjörðurDreifingaraðilar: Verslanir 10-11, verslanir Hagkaupa, verslanir Nettó, verslanir Kjörbúðarinnar, verslanir Krambúðarinnar, Melabúðin, verslanir Iceland og verslunin Kvosin.Ópal sjávarfangNeytendum sem keypt hafa vörurnar er bent á að neyta þeirra ekki og hafa samband við fyrirtækið um endurgreiðslu í síma 517 66 30 eða á netfanginu opal@opal.is. Þeir sem eiga reyktar afurðir frá því í desember eða janúar í frysti hjá sér, eru einnig beðnir um að hafa samband og skila þeim gegn endurgreiðslu.Listeria monocytogenes getur orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum og kallast þessi sjúkdómur listeriosis. Einkenni sjúkdómsins eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum getur bakterían valdið dauða, þá er yfirleitt um að ræða einstaklinga sem eru með skert ónæmiskerfi. Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar,“ segir í tilkynningunni frá Matvælastofnun.
Innköllun Tengdar fréttir Listería í reyktum laxi og bleikjuafurðum Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum lotum af reyktum laxi og fjallableikju frá Ópal Sjávarfangi. 12. febrúar 2019 12:03 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Listería í reyktum laxi og bleikjuafurðum Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum lotum af reyktum laxi og fjallableikju frá Ópal Sjávarfangi. 12. febrúar 2019 12:03