Opnar sýningu um túristastrauminn til landsins Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2019 17:30 Ragnheiður opnar sýninguna á laugardaginn. Ragnheiður Þorgrímsdóttir lauk BA námi í myndlist frá Academia Di Belle Arti i Flórens á Ítalíu 2015 og stundaði framhaldsnám í New York Academy of Art þar sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist 2017. Túristinn sem blessaði Ísland er fyrsta opinbera einkasýning Ragnheiðar á Íslandi. Sýningin verður opnuð á laugardaginn í Gallery Port við Laugaveg 23b. Helsti miðill Ragnheiðar hefur hingað til verið málverkið. Verkin hennar síðustu ár sýna vel þrá hennar í íslenska náttúru og melankólíu eftir langa dvöl erlendis. Nú fæst hún við mannveruna í náttúrunni og afleiðingar massa túrisma. Í verkum hennar er ekki einnig verið að tala um hvað ferðamannastraumurinn og við erum að gera náttúrunni á Íslandi, heldur mætti einnig túlka hvað mannveran er að gera heiminum. Verkin hafa dularfullt og klassískt yfirbragð en inn á milli má einnig skynja í þeim húmórískan undirtón.Hér að neðan má lesa ljóð eftir Ragnheiði sem tengist sýningunni:Túristinn sem blessaði Ísland.Ég átti stað. Lítil paradís í miðju hrauninu. Hún geymir æskuminningar, vinavitleysu og ástarævintýri. Það var spariferð að sækja sér orku hjá vinkonu minni lauginni og skíra sig í faðmi náttúrunnar.Í dag er litla laugin farin, allir andarnir sem bjuggu þar eru fluttir. Brú hefur verið byggð yfir litla lækinn og gamli malarvegurinn er opið sár. Ég er í röð. Á undan mér eru 10 bílar og kringum laugina eru tjöld og tjaldvagnar, og “kúka kamping” bílar.Mig langar ekki að baða mig þarna meir.Klósettpappír fýkur í vindinum. Fuglarnir blygðast sín. Allir líta undan og segja ekkert.Laugin er dáin. Það eina sem ég get gert er að minnast hennar einsog hún var. Mála portrett af henni.Ég gleymi þér aldrei. Ferðamennska á Íslandi Myndlist Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ragnheiður Þorgrímsdóttir lauk BA námi í myndlist frá Academia Di Belle Arti i Flórens á Ítalíu 2015 og stundaði framhaldsnám í New York Academy of Art þar sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist 2017. Túristinn sem blessaði Ísland er fyrsta opinbera einkasýning Ragnheiðar á Íslandi. Sýningin verður opnuð á laugardaginn í Gallery Port við Laugaveg 23b. Helsti miðill Ragnheiðar hefur hingað til verið málverkið. Verkin hennar síðustu ár sýna vel þrá hennar í íslenska náttúru og melankólíu eftir langa dvöl erlendis. Nú fæst hún við mannveruna í náttúrunni og afleiðingar massa túrisma. Í verkum hennar er ekki einnig verið að tala um hvað ferðamannastraumurinn og við erum að gera náttúrunni á Íslandi, heldur mætti einnig túlka hvað mannveran er að gera heiminum. Verkin hafa dularfullt og klassískt yfirbragð en inn á milli má einnig skynja í þeim húmórískan undirtón.Hér að neðan má lesa ljóð eftir Ragnheiði sem tengist sýningunni:Túristinn sem blessaði Ísland.Ég átti stað. Lítil paradís í miðju hrauninu. Hún geymir æskuminningar, vinavitleysu og ástarævintýri. Það var spariferð að sækja sér orku hjá vinkonu minni lauginni og skíra sig í faðmi náttúrunnar.Í dag er litla laugin farin, allir andarnir sem bjuggu þar eru fluttir. Brú hefur verið byggð yfir litla lækinn og gamli malarvegurinn er opið sár. Ég er í röð. Á undan mér eru 10 bílar og kringum laugina eru tjöld og tjaldvagnar, og “kúka kamping” bílar.Mig langar ekki að baða mig þarna meir.Klósettpappír fýkur í vindinum. Fuglarnir blygðast sín. Allir líta undan og segja ekkert.Laugin er dáin. Það eina sem ég get gert er að minnast hennar einsog hún var. Mála portrett af henni.Ég gleymi þér aldrei.
Ferðamennska á Íslandi Myndlist Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira