Valdamenn í dómsmálaráðuneytinu vildu setja Trump forseta af Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. febrúar 2019 08:15 Andrew McCabe, fyrrverandi alríkislögreglustjóri. Nordicphotos/AFP Æðstu menn innan bandaríska dómsmálaráðuneytisins ræddu sín á milli um að leita til ráðherra um að hópa sig saman, virkja 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og þvinga Donald Trump forseta úr embætti eftir að hann rak alríkislögreglustjórann James Comey í maí 2017. Þetta sagði Andrew McCabe, fyrrverandi starfandi alríkislögreglustjóri, í viðtali við viðtalsþáttinn 60 Minutes en brot voru birt úr þættinum í gær. Kveðið er á um í viðaukanum að varaforseti og meirihluti ráðherra eða þings geti sett forseta af, sé forsetinn talinn vanhæfur til að gegna skyldum sínum. Þá sagðist McCabe einnig hafa fyrirskipað rannsókn á því hvort Trump hafi með brottrekstri Comeys gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Þetta sagðist hann hafa gert til þess að slá skjaldborg um rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á meintum óeðlilegum afskiptum rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og meintu samráði forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld en Trump hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á rannsókninni. McCabe var sjálfur rekinn í mars á síðasta ári þegar Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði að innra eftirlit hafi sýnt fram á að McCabe læki upplýsingum til blaðamanna og afvegaleiddi rannsakendur. Forsetinn svaraði á Twitter og sagði McCabe þykjast vera „saklausan engil þegar hann var í raun stór hluti hneykslis spilltu Hillary og Rússlandssvindlsins – brúða fyrir Comey“. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Æðstu menn innan bandaríska dómsmálaráðuneytisins ræddu sín á milli um að leita til ráðherra um að hópa sig saman, virkja 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og þvinga Donald Trump forseta úr embætti eftir að hann rak alríkislögreglustjórann James Comey í maí 2017. Þetta sagði Andrew McCabe, fyrrverandi starfandi alríkislögreglustjóri, í viðtali við viðtalsþáttinn 60 Minutes en brot voru birt úr þættinum í gær. Kveðið er á um í viðaukanum að varaforseti og meirihluti ráðherra eða þings geti sett forseta af, sé forsetinn talinn vanhæfur til að gegna skyldum sínum. Þá sagðist McCabe einnig hafa fyrirskipað rannsókn á því hvort Trump hafi með brottrekstri Comeys gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Þetta sagðist hann hafa gert til þess að slá skjaldborg um rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á meintum óeðlilegum afskiptum rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og meintu samráði forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld en Trump hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á rannsókninni. McCabe var sjálfur rekinn í mars á síðasta ári þegar Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði að innra eftirlit hafi sýnt fram á að McCabe læki upplýsingum til blaðamanna og afvegaleiddi rannsakendur. Forsetinn svaraði á Twitter og sagði McCabe þykjast vera „saklausan engil þegar hann var í raun stór hluti hneykslis spilltu Hillary og Rússlandssvindlsins – brúða fyrir Comey“.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira