Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2019 10:12 Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu en höggið náðist á upptöku. Skjáskot RÚV Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir það á ábyrgð stjórnar körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hvort að stuðningsmaður liðsins mæti leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í bikarúrslitum KKÍ í Laugardalshöll í dag. Viðkomandi stuðningsmaður Stjörnunnar veitti stuðningsmanni ÍR hnefahögg í andlitið þegar undanúrslitaleikur liðanna fór fram í Laugardalshöll síðastliðinn miðvikudag. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sá sér ekki fært að tjá sig við Vísi þegar leitað var viðbragða í morgun sökum annríkis. Var stuðningsmanni Stjörnunnar vísað úr húsi fyrir að kýla stuðningsmann ÍR en atvikið átti sér stað við upphaf leiksins sem hófst klukkan 17:30.Myndband af högginu má sjá á vef RÚV.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.vísir/eyþórHannes segir stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hafa farið lauslega yfir málið í annríki bikarvikunnar en farið verður yfirvegað yfir atvikið síðar meir. „Við höfum beint því til Stjörnunnar að taka á því innan sinna raða. Hann er þarna á ábyrgð Stjörnunnar að það er algjörlega á ábyrgð stjörnunnar að meina honum aðgang að leiknum. Ég get ekki sagt til um það hvort hann komi á leikinn eða ekki, en ég myndi telja best að hann sleppi því,“ segir Hannes. Hann segir öryggisgæsluna á leiknum hafa brugðist mjög vel við í þessu tilviki og verða mun fleiri í öryggisgæslu þegar úrslitaleikir karla og kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í dag. „Öryggisgæslan hjá okkur brást mjög hratt við þegar þetta kom upp á. Við erum klárlega búin að læra af þessu. Við höfum bent á það að undanförnu að það þurfi að auka öryggisgæslu og við erum sjálf búin að gera það.“ Hann bendir á að þetta sé einangrað atvik og svona lagað hafi ekki sést áður í Höllinni. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag, viðkomandi einstaklingur.“ Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir það á ábyrgð stjórnar körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hvort að stuðningsmaður liðsins mæti leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í bikarúrslitum KKÍ í Laugardalshöll í dag. Viðkomandi stuðningsmaður Stjörnunnar veitti stuðningsmanni ÍR hnefahögg í andlitið þegar undanúrslitaleikur liðanna fór fram í Laugardalshöll síðastliðinn miðvikudag. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sá sér ekki fært að tjá sig við Vísi þegar leitað var viðbragða í morgun sökum annríkis. Var stuðningsmanni Stjörnunnar vísað úr húsi fyrir að kýla stuðningsmann ÍR en atvikið átti sér stað við upphaf leiksins sem hófst klukkan 17:30.Myndband af högginu má sjá á vef RÚV.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.vísir/eyþórHannes segir stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hafa farið lauslega yfir málið í annríki bikarvikunnar en farið verður yfirvegað yfir atvikið síðar meir. „Við höfum beint því til Stjörnunnar að taka á því innan sinna raða. Hann er þarna á ábyrgð Stjörnunnar að það er algjörlega á ábyrgð stjörnunnar að meina honum aðgang að leiknum. Ég get ekki sagt til um það hvort hann komi á leikinn eða ekki, en ég myndi telja best að hann sleppi því,“ segir Hannes. Hann segir öryggisgæsluna á leiknum hafa brugðist mjög vel við í þessu tilviki og verða mun fleiri í öryggisgæslu þegar úrslitaleikir karla og kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í dag. „Öryggisgæslan hjá okkur brást mjög hratt við þegar þetta kom upp á. Við erum klárlega búin að læra af þessu. Við höfum bent á það að undanförnu að það þurfi að auka öryggisgæslu og við erum sjálf búin að gera það.“ Hann bendir á að þetta sé einangrað atvik og svona lagað hafi ekki sést áður í Höllinni. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag, viðkomandi einstaklingur.“
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11