Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2019 12:30 Reiknað er með að styttan yrði á Torfunefsbryggu á Akureyri. Vísir/Tryggvi Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. „Það svíkur engan sódavatnið á Akureyri,“ sagði Kolbeinn kafteinn á knæpu í bænum í stuttri heimsókn hans, Tinna og Tobba til Akureyrar í Tinna-bókinni Dularfulla stjarnan eftir belgíska teiknimyndahöfundinn Hergé. Akureyringar hafa lengi verið stoltir af þessari tengingu Tinna við bæinn og er þetta ekki í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld skoða hvort minnast megi heimsóknarinnar með einhverjum hætti.Rammar úr bókinni góðu.„Við höfum reynt við þetta einu sinni áður. Þá vorum við reyndar ekki að tala um styttu. Við vorum að velta fyrir því okkur að láta mála ramma úr Dularfullu stjörnunni, líklegast á Amaro-vegginn fræga niður í bæ, þá komust við aðeins í samband við rétthafana í Belgíu,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Ekkert varð úr því en nýverið var starfsmönnum Akureyrarstofu falið það hlutverk að kanna hvað þurfi að gera til þess að fá leyfi til þess að reisa styttu af Tinna, Tobba og mögulega Kolbeini kaftein á Akureyri. „Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta væri flókið og það er það sem við ætlum að gera næst, það er að setja okkur aftur í samband við rétthafana og kanna hvaða leyfi við þurfum að hafa, áður en við förum að hanna,“ segir Þórgnýr. Hugmyndin er að reisa styttuna á Torfunefsbryggju við miðbæ Akureyrar en Þórgnýr segir augjóst að Hergé hafi lagst í rannsóknarvinnu áður en hann teiknaði bæinn inn í bókina. „Það er nokkuð augljóst að þar hafa þeir komið að landi. Það er gaman að skoða rammana í bókinni út frá því hvaða upplýsingar Hergé hefur haft. Það er eiginleg alveg augljóst að hann hlýtur að hafa haft einhverjar ljósmyndir eða eitthvað til að styðjast við, því að þetta er ekki alveg út í bláinn. Þetta er ekki alveg ímyndað landslag.“KEA var eitt sinn áberandi á Akureyri og er áberandi í heimsókn félaganna til Akureyrar. Akureyri Styttur og útilistaverk Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. „Það svíkur engan sódavatnið á Akureyri,“ sagði Kolbeinn kafteinn á knæpu í bænum í stuttri heimsókn hans, Tinna og Tobba til Akureyrar í Tinna-bókinni Dularfulla stjarnan eftir belgíska teiknimyndahöfundinn Hergé. Akureyringar hafa lengi verið stoltir af þessari tengingu Tinna við bæinn og er þetta ekki í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld skoða hvort minnast megi heimsóknarinnar með einhverjum hætti.Rammar úr bókinni góðu.„Við höfum reynt við þetta einu sinni áður. Þá vorum við reyndar ekki að tala um styttu. Við vorum að velta fyrir því okkur að láta mála ramma úr Dularfullu stjörnunni, líklegast á Amaro-vegginn fræga niður í bæ, þá komust við aðeins í samband við rétthafana í Belgíu,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Ekkert varð úr því en nýverið var starfsmönnum Akureyrarstofu falið það hlutverk að kanna hvað þurfi að gera til þess að fá leyfi til þess að reisa styttu af Tinna, Tobba og mögulega Kolbeini kaftein á Akureyri. „Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta væri flókið og það er það sem við ætlum að gera næst, það er að setja okkur aftur í samband við rétthafana og kanna hvaða leyfi við þurfum að hafa, áður en við förum að hanna,“ segir Þórgnýr. Hugmyndin er að reisa styttuna á Torfunefsbryggju við miðbæ Akureyrar en Þórgnýr segir augjóst að Hergé hafi lagst í rannsóknarvinnu áður en hann teiknaði bæinn inn í bókina. „Það er nokkuð augljóst að þar hafa þeir komið að landi. Það er gaman að skoða rammana í bókinni út frá því hvaða upplýsingar Hergé hefur haft. Það er eiginleg alveg augljóst að hann hlýtur að hafa haft einhverjar ljósmyndir eða eitthvað til að styðjast við, því að þetta er ekki alveg út í bláinn. Þetta er ekki alveg ímyndað landslag.“KEA var eitt sinn áberandi á Akureyri og er áberandi í heimsókn félaganna til Akureyrar.
Akureyri Styttur og útilistaverk Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira