Einar Árni: Vona að við fáum að mæta þeim í úrslitakeppninni Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. febrúar 2019 20:08 Einar Árni Jóhannsson þjálfar Njarðvík vísir/bára „Vonbrigði að ná ekki að verðlauna fólkinu okkar sem að fjölmennti og studdi frábærlega við bakið á okkur. Stjarnan spilaði bara betur í dag. Við vorum ekki.nálægt okkar besta sóknarlega í dag það verður bara að segja það eins og það er,” sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik kvöldsins. Einar var skiljanlega svekktur með niðurstöðu leiksins. Njarðvík tapaði leiknum 84-68 eftir að hafa verið undir allan leikinn. Eric Katenda náði því afreki að fá dæmdar á sig þrjár villur á rúmum fjórum mínútum í fyrsta leikhluta. Síðan kom hann inn í þriðja leikhluta eftir villuvandræðin og skoraði tíu stig. „Það er erfitt að vera með einhverjar fullyrðingar um það. Það truflaði okkur samt auðvitað töluvert. Hann var búinn að vera að spila mjög vel í seinustu leikjum og það er mjög súrt að geta bara notað hann í einhverjar fjórar mínútur í fyrri hálfleik.” Njarðvíkingar voru ekki ánægðir með dómgæsluna í fyrri hálfleik og fékk Einar meiri segja eina tæknivillu. Allir stóru strákarnir hjá Njarðvík voru í smá villuvandræðum í hálfleik en það voru engir Stjörnumenn í villuvandræðum í hálfleik. „Við vorum komnir í töluverð villuvandræði í fyrri hálfleik. Mario og Óli voru báðir með tvær og síðan Eric með sínar þrjár villur. Á sama tíma fannst okkur ekki auðvelt að komast á vítalínuna. Elvar var duglegur að sækja á körfuna en fékk lítið af villum.” Njarðvík náðu að minnka þetta vel niður fyrir lokaleikhlutann en síðan misstu þeir Stjörnuna alveg frá sér. Njarðvík skoraði einungis 11 stig í slæmum fjórða leikhluta. „Við náum þessu á einhverjum tímapunkti niður í 3 stig. Þá setja þeir bara niður stór skot. Brandon setur niður erfið skot og kemur þessu aftur upp í átta stig. Þeir ná bara að hanga á því, síðan þurfum við að taka sénsa í restina þegar við erum að taka fljót þriggja stiga skot. Þar fór leikurinn, hvort við höfum tapað með einu eða fimmtán skiptir engu máli.” Þið gætuð mætt Stjörnunni aftur í úrslitakeppninni, hvaða áhrif heldur þú að þessi leikur gæti haft á það einvígi? „Þetta verður vonandi hvatning. Við mætum þeim næst í deildinni 4. mars. Við töluverðan tíma núna til að hvíla okkur og síðan skerpa okkur og komast aftur í gírinn fyrir úrslitakeppnina. Það eru fjórir leikir eftir í deildinni og mikil barátta um fyrstu sætin. Við þurfum að vinna okkur inn gott sæti fyrir úrslitakeppnina til að byrja með. Síðan verðum við bara að mæta af krafti í hana og ég vona að við fáum tækifæri til að mæta Stjörnunni í úrslitakeppninni.” Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
„Vonbrigði að ná ekki að verðlauna fólkinu okkar sem að fjölmennti og studdi frábærlega við bakið á okkur. Stjarnan spilaði bara betur í dag. Við vorum ekki.nálægt okkar besta sóknarlega í dag það verður bara að segja það eins og það er,” sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik kvöldsins. Einar var skiljanlega svekktur með niðurstöðu leiksins. Njarðvík tapaði leiknum 84-68 eftir að hafa verið undir allan leikinn. Eric Katenda náði því afreki að fá dæmdar á sig þrjár villur á rúmum fjórum mínútum í fyrsta leikhluta. Síðan kom hann inn í þriðja leikhluta eftir villuvandræðin og skoraði tíu stig. „Það er erfitt að vera með einhverjar fullyrðingar um það. Það truflaði okkur samt auðvitað töluvert. Hann var búinn að vera að spila mjög vel í seinustu leikjum og það er mjög súrt að geta bara notað hann í einhverjar fjórar mínútur í fyrri hálfleik.” Njarðvíkingar voru ekki ánægðir með dómgæsluna í fyrri hálfleik og fékk Einar meiri segja eina tæknivillu. Allir stóru strákarnir hjá Njarðvík voru í smá villuvandræðum í hálfleik en það voru engir Stjörnumenn í villuvandræðum í hálfleik. „Við vorum komnir í töluverð villuvandræði í fyrri hálfleik. Mario og Óli voru báðir með tvær og síðan Eric með sínar þrjár villur. Á sama tíma fannst okkur ekki auðvelt að komast á vítalínuna. Elvar var duglegur að sækja á körfuna en fékk lítið af villum.” Njarðvík náðu að minnka þetta vel niður fyrir lokaleikhlutann en síðan misstu þeir Stjörnuna alveg frá sér. Njarðvík skoraði einungis 11 stig í slæmum fjórða leikhluta. „Við náum þessu á einhverjum tímapunkti niður í 3 stig. Þá setja þeir bara niður stór skot. Brandon setur niður erfið skot og kemur þessu aftur upp í átta stig. Þeir ná bara að hanga á því, síðan þurfum við að taka sénsa í restina þegar við erum að taka fljót þriggja stiga skot. Þar fór leikurinn, hvort við höfum tapað með einu eða fimmtán skiptir engu máli.” Þið gætuð mætt Stjörnunni aftur í úrslitakeppninni, hvaða áhrif heldur þú að þessi leikur gæti haft á það einvígi? „Þetta verður vonandi hvatning. Við mætum þeim næst í deildinni 4. mars. Við töluverðan tíma núna til að hvíla okkur og síðan skerpa okkur og komast aftur í gírinn fyrir úrslitakeppnina. Það eru fjórir leikir eftir í deildinni og mikil barátta um fyrstu sætin. Við þurfum að vinna okkur inn gott sæti fyrir úrslitakeppnina til að byrja með. Síðan verðum við bara að mæta af krafti í hana og ég vona að við fáum tækifæri til að mæta Stjörnunni í úrslitakeppninni.”
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti