Arnar: Drógum lengra stráið í dag Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. febrúar 2019 20:25 Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna vísir/bára „Tilfinningin er mjög góð. Ég er stoltur af strákunum og við unnum virkilega sterkt Njarðvíkur lið og ég er bara mjög ánægður,” sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir bikarmeistaratitilinn. „Þetta Njarðvíkur lið er frábært, vel þjálfað og þeir eiga skilið stórt hrós. Við bara drógum lengra stráið í dag,” sagði bikarmeistarinn Arnar um lið Njarðvíkur eftir leikinn. Stjarnan hélt Njarðvík undir 20 stigum í öllum leikhlutum leiksins nema þriðja. Það var stór hluti af ástæðunni fyrir að þeir eru bikarmeistarar. „Við vörðumst vel í þrjá leikhluta. Við áttum í tómu basli með þá í þriðja leikhluta. Varnarleikurinn hina þrjá leikhlutana var góður og það kannski skilaði þessu.” Brandon Rozzell var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins, en hann var frábær í dag. „Mjög leiðinlegt sko. Alltaf vesen á honum,” sagði Arnar á léttu nótunum. „Nei hann er bara æðislegur gaur, sterkur í klefanum. Góður í körfubolta og góður náungi. Ég vissi hvað hann getur þar sem ég þjálfaði hann úti og þess vegna náðum við í hann. Við náðum í hann af því að við ætlum að vinna tvo titla í ár. Við erum komnir með einn og við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn líka. Hann er bara eitt púsl í þessu sterka liði sem ég er með,” sagði Arnar síðan um Brandon Rozzell. Þér er semsagt alveg sama um deildarmeistaratitillinn? „Já það er svona Cocoa Puffs bikar. Ef hann kemur á leiðinni þá kemur hann en við stefnum á það að verða íslandsmeistarar.” Þetta er fyrsta tímabil Arnars sem aðalþjálfari á Íslandi en hann þjálfaði lengi í Danmörku ásamt því að vera í þjálfarateyminu hjá íslenska landsliðinu. Arnar vann því bikarmeistaratitillinn í fyrstu tilraun sem verður að segjast að er tilefni til að fagna. „Já það verður eitthvað aðeins fagnað. Svo tökum við frí og huggulegheit næstu daga en það er búið að vera mikil keyrsla.” Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð. Ég er stoltur af strákunum og við unnum virkilega sterkt Njarðvíkur lið og ég er bara mjög ánægður,” sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir bikarmeistaratitilinn. „Þetta Njarðvíkur lið er frábært, vel þjálfað og þeir eiga skilið stórt hrós. Við bara drógum lengra stráið í dag,” sagði bikarmeistarinn Arnar um lið Njarðvíkur eftir leikinn. Stjarnan hélt Njarðvík undir 20 stigum í öllum leikhlutum leiksins nema þriðja. Það var stór hluti af ástæðunni fyrir að þeir eru bikarmeistarar. „Við vörðumst vel í þrjá leikhluta. Við áttum í tómu basli með þá í þriðja leikhluta. Varnarleikurinn hina þrjá leikhlutana var góður og það kannski skilaði þessu.” Brandon Rozzell var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins, en hann var frábær í dag. „Mjög leiðinlegt sko. Alltaf vesen á honum,” sagði Arnar á léttu nótunum. „Nei hann er bara æðislegur gaur, sterkur í klefanum. Góður í körfubolta og góður náungi. Ég vissi hvað hann getur þar sem ég þjálfaði hann úti og þess vegna náðum við í hann. Við náðum í hann af því að við ætlum að vinna tvo titla í ár. Við erum komnir með einn og við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn líka. Hann er bara eitt púsl í þessu sterka liði sem ég er með,” sagði Arnar síðan um Brandon Rozzell. Þér er semsagt alveg sama um deildarmeistaratitillinn? „Já það er svona Cocoa Puffs bikar. Ef hann kemur á leiðinni þá kemur hann en við stefnum á það að verða íslandsmeistarar.” Þetta er fyrsta tímabil Arnars sem aðalþjálfari á Íslandi en hann þjálfaði lengi í Danmörku ásamt því að vera í þjálfarateyminu hjá íslenska landsliðinu. Arnar vann því bikarmeistaratitillinn í fyrstu tilraun sem verður að segjast að er tilefni til að fagna. „Já það verður eitthvað aðeins fagnað. Svo tökum við frí og huggulegheit næstu daga en það er búið að vera mikil keyrsla.”
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira