Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2019 08:50 Jussie Smollett er sagður niðurbrotinn vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í að sviðsetja árás á hann. Vísir/Getty Lögmaður bandaríska leikarans Jussie Smollett segir stjörnuna vera reiða og niðurbrotna vegna fregna þess efnis að hann kannist við einstaklingana sem sakaðir eru um að ráðast á hann. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Deadline greinir frá því í dag að rannsókn lögreglunnar í Chicago beinist nú að þætti Smolletts í árásinni. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um árásina heita Olabinjo og Abimbola Osundairo og eru bræður. Eru þeir eru sagðir hafa hrópað ókvæðisorðum að leikaranum á meðan árásinni stóð og haft uppi fordómafull ummæli sem varða kynþátt og kynhneigð leikarans. Deadline segir að í það minnsta annar þeirra hafi komið fram sem aukaleikari í þáttunum Empira og virðist þekkja Smollett. Olabinjo Osundario sést hér hægra megin við Lee Daniels, höfundi Empire, sem stendur fyrir miðju á myndinni. View this post on Instagram #Repost @theoriginalbigdaddy ・・・ Ummmm ... #prisonlife? #freelucious #empireseason2 #day1 #bigdaddylostintheyard A post shared by TEAM ABEL (@team_abel) on Jun 24, 2015 at 7:29pm PDT Hefur verið greint frá því að Smollett hafi ekki veitt lögreglu fullan aðgang að símagögnum sínum en hann er sagður hafa talað við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Smollett fór í viðtal í sjónvarpsþáttinn Good Morning America í liðinni viku þar sem hann sagðist telja að árásin hefði átt sér stað vegna langvarandi gagnrýni hans á forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Umboðsmaður hans hefur heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett. Lögmaður Smollett segir allar ásakanir um að leikarinn hafi tekið þátt í að sviðsetja árásina vera fjarri sannleikanum. „Og hver sá sem heldur öðru fram er að ljúga,“ segir í yfirlýsingu lögmannsins. Orðrómur hefur gengið að árásin hafi verið sviðsett því framleiðandi þáttanna, 20th Century Fox, hafði íhugað að skrifa Smollett úr þáttunum, en fyrirtækið hefur staðfastlega neitað því að nokkuð slíkt stæði til. Smollett væri einn af burðarásum þáttanna og þannig yrði það áfram. Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. 1. febrúar 2019 19:02 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sjá meira
Lögmaður bandaríska leikarans Jussie Smollett segir stjörnuna vera reiða og niðurbrotna vegna fregna þess efnis að hann kannist við einstaklingana sem sakaðir eru um að ráðast á hann. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Deadline greinir frá því í dag að rannsókn lögreglunnar í Chicago beinist nú að þætti Smolletts í árásinni. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um árásina heita Olabinjo og Abimbola Osundairo og eru bræður. Eru þeir eru sagðir hafa hrópað ókvæðisorðum að leikaranum á meðan árásinni stóð og haft uppi fordómafull ummæli sem varða kynþátt og kynhneigð leikarans. Deadline segir að í það minnsta annar þeirra hafi komið fram sem aukaleikari í þáttunum Empira og virðist þekkja Smollett. Olabinjo Osundario sést hér hægra megin við Lee Daniels, höfundi Empire, sem stendur fyrir miðju á myndinni. View this post on Instagram #Repost @theoriginalbigdaddy ・・・ Ummmm ... #prisonlife? #freelucious #empireseason2 #day1 #bigdaddylostintheyard A post shared by TEAM ABEL (@team_abel) on Jun 24, 2015 at 7:29pm PDT Hefur verið greint frá því að Smollett hafi ekki veitt lögreglu fullan aðgang að símagögnum sínum en hann er sagður hafa talað við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Smollett fór í viðtal í sjónvarpsþáttinn Good Morning America í liðinni viku þar sem hann sagðist telja að árásin hefði átt sér stað vegna langvarandi gagnrýni hans á forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Umboðsmaður hans hefur heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett. Lögmaður Smollett segir allar ásakanir um að leikarinn hafi tekið þátt í að sviðsetja árásina vera fjarri sannleikanum. „Og hver sá sem heldur öðru fram er að ljúga,“ segir í yfirlýsingu lögmannsins. Orðrómur hefur gengið að árásin hafi verið sviðsett því framleiðandi þáttanna, 20th Century Fox, hafði íhugað að skrifa Smollett úr þáttunum, en fyrirtækið hefur staðfastlega neitað því að nokkuð slíkt stæði til. Smollett væri einn af burðarásum þáttanna og þannig yrði það áfram.
Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. 1. febrúar 2019 19:02 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sjá meira
Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46
Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. 1. febrúar 2019 19:02