Tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. febrúar 2019 12:29 Ekkert hefur spurst til Jóns síðan hann yfirgaf hótelherbergi sitt í Dyflinni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Fleiri ættingjar og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, fóru til Írlands í morgun til að aðstoða við leitina. Bróðir Jóns segir að nú sé unnið að því að tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu. Hvarfið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna sem sé þó einbeitt í því að finna hann. Ekkert hefur spurst til Jóns síðan hann yfirgaf hótelherbergi sitt í Dyflinni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Lögreglu borgarinnar tókst að rekja hluta slóðar hans með aðstoð öryggismyndavéla en hefur auk þess ráðist í viðamikla leit úr lofti og með aðstoð leitarhunda. Leitin hefur þó lítinn árangur borið og fóru tíu ættingjar Jóns til Írlands í vikunni til að aðstoða við leitina. Í samráði við írsku lögregluna hófu þeir skipulagða leit að Jóni í gær. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir fleiri ættingja og vini væntanlega í dag. „Það eru fleiri að lenda núna um tíu leytið sem eru að koma frá Íslandi. Eins og staðan er akkúrat núna erum við enn þá tíu og fólk er úti að leita en svo er bara beðið eftir að fleiri bætist í hópinn,“ segir Davíð Karl. Leitin bar engan árangur í gær en Davíð Karl segir hópinn hafa verið langt fram eftir í gærkvöldi að skipuleggja daginn í dag. „Við erum í góðu sambandi við lögregluna. Bæði varðandi leitina og ef eitthvað kemur nýtt upp. Hvað varðar leitina sem slíka erum við þó svolítið á eigin fótum ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Davíð Karl. Davíð Karl segir að leitarsvæðið sé gríðarlega stórt. „Þetta er náttúrulega stór hluti af borginni. Stór hluti af leitinni er að hengja upp veggspjöld og slíkt og tala við gangandi vegfarendur, leigubílstjóra, verslanir og annað. Koma skilaboðum til skila og koma upplýsingunum á framfæri svo að sem flestir séu upplýstir um þetta sem gæti mögulega leitt til þess að einhver gæti veitt okkur upplýsingar sem gætu komið að notum,“ segir Davíð Karl. Hann segir að það sé ekkert sem bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, ekki að svo stöddu. Málið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna. „Þetta hefur verið rosalega erfið vika síðan hann hvarf. Hefur reynt mikið á okkur en við erum samheldin og höfum hlúð að hvort öðru og reynt að vera jákvæð og einbeitt að því að klára þetta mál,“ segir Davíð Karl. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02 Hætta ekki fyrr en Jón Þröstur finnst Tíu manns úr fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, eru nú á Írlandi og ætla að leita að honum þar til hann finnst. 16. febrúar 2019 19:50 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Fleiri ættingjar og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, fóru til Írlands í morgun til að aðstoða við leitina. Bróðir Jóns segir að nú sé unnið að því að tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu. Hvarfið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna sem sé þó einbeitt í því að finna hann. Ekkert hefur spurst til Jóns síðan hann yfirgaf hótelherbergi sitt í Dyflinni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Lögreglu borgarinnar tókst að rekja hluta slóðar hans með aðstoð öryggismyndavéla en hefur auk þess ráðist í viðamikla leit úr lofti og með aðstoð leitarhunda. Leitin hefur þó lítinn árangur borið og fóru tíu ættingjar Jóns til Írlands í vikunni til að aðstoða við leitina. Í samráði við írsku lögregluna hófu þeir skipulagða leit að Jóni í gær. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir fleiri ættingja og vini væntanlega í dag. „Það eru fleiri að lenda núna um tíu leytið sem eru að koma frá Íslandi. Eins og staðan er akkúrat núna erum við enn þá tíu og fólk er úti að leita en svo er bara beðið eftir að fleiri bætist í hópinn,“ segir Davíð Karl. Leitin bar engan árangur í gær en Davíð Karl segir hópinn hafa verið langt fram eftir í gærkvöldi að skipuleggja daginn í dag. „Við erum í góðu sambandi við lögregluna. Bæði varðandi leitina og ef eitthvað kemur nýtt upp. Hvað varðar leitina sem slíka erum við þó svolítið á eigin fótum ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Davíð Karl. Davíð Karl segir að leitarsvæðið sé gríðarlega stórt. „Þetta er náttúrulega stór hluti af borginni. Stór hluti af leitinni er að hengja upp veggspjöld og slíkt og tala við gangandi vegfarendur, leigubílstjóra, verslanir og annað. Koma skilaboðum til skila og koma upplýsingunum á framfæri svo að sem flestir séu upplýstir um þetta sem gæti mögulega leitt til þess að einhver gæti veitt okkur upplýsingar sem gætu komið að notum,“ segir Davíð Karl. Hann segir að það sé ekkert sem bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, ekki að svo stöddu. Málið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna. „Þetta hefur verið rosalega erfið vika síðan hann hvarf. Hefur reynt mikið á okkur en við erum samheldin og höfum hlúð að hvort öðru og reynt að vera jákvæð og einbeitt að því að klára þetta mál,“ segir Davíð Karl.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02 Hætta ekki fyrr en Jón Þröstur finnst Tíu manns úr fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, eru nú á Írlandi og ætla að leita að honum þar til hann finnst. 16. febrúar 2019 19:50 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02
Hætta ekki fyrr en Jón Þröstur finnst Tíu manns úr fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, eru nú á Írlandi og ætla að leita að honum þar til hann finnst. 16. febrúar 2019 19:50
Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30