Vildi ekki fórna hamingjunni og rak því þjálfarann sem kom henni á toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2019 15:00 Naomi Osaka. Getty/ Fiona Hamilton Hann kom henni á topp heimslistans á einu ári en þurfti engu að síður óvænt að taka pokann sinn á dögunum. Nú vitum við meira um ástæðurnar fyrir því að besta tenniskona heims í dag lét þjálfara sinn fara. Naomi Osaka hefur tjáð sig aðeins um ástæður þess að hún vildi ekki að Sascha Bajin þjálfaði sig lengur. Sascha Bajin missti starfið sitt aðeins sextán dögum eftir að Osaka vann Opna ástalska meistaramótið. Osaka hefur nú unnið tvö síðustu risamót í tennisinum því hún vann Opna bandaríska mótið í september. Þessir tveir sigrar hennar og almennur góður árangur á árinu 2018 kom henni upp í efsta sæti heimslistans. Hún byrjaði árið nánast óþekkt.World number one Naomi Osaka says her surprise split from her coach is because she was not willing to "sacrifice" her happiness More: https://t.co/OvelXnvB7Gpic.twitter.com/WDRItfv4ii — BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2019„Ef ég vakna ekki ánægð þegar ég er á leið á æfingu eða er ánægð að vera í kringum fólk þá læt ég ekki bjóða mér það. Þetta er mitt líf. Ég ætla ekki að fórna hamingjunni fyrir það að hafa einhvern nálægt mér,“ sagði Naomi Osaka en BBC segir frá. Naomi Osaka er aðeins 21 árs gömul og ætti að öllu eðlilegu að eiga mjög glæstan feril fram undan. Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins fyrir vinnu sína með hana á árinu 2018 enda stórmerkilegt að fara úr 72. sæti í 1. sæti á þrettán mánuðum. „Ég held að einhverjir hafi áttað sig á ástæðunni þegar þeir sáu hvernig við vorum í kringum hvort annað,“ sagði Naomi Osaka á blaðamannafundi í Dúbaí. „Ég ætla ekki að segja neitt slæmt um hann því auðvitað er ég mjög þakklát fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig. Á meðan Opna ástralska mótinu stóð þá var ég að segja sjálfri mér að reyna bara að komast í gegnum þetta. Ég er ekki viss um hvort að þið tókuð eftir því,“ sagði Naomi Osaka. Naomi Osaka ætlar að finna sér nýjan þjálfara fyrir næsta mót hjá sér sem er BNP Paribas Open mótið og hefst 4. mars næstkomandi. „Það mikilvægasta fyrir mig er að hafa jákvætt hugarfar. Ég vil ekki hafa einhvern hjá mér fullan af neikvæðni. Ég vil hafa einhvern sem segir mér hlutina eins og þeir eru og segir það við mig sjálfa. Ég vil frekar fá að heyra hlutina beint en að heyra af þeim á bak við mig. Það er ein af stóru ástæðunum,“ sagði Naomi Osaka. Tennis Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sjá meira
Hann kom henni á topp heimslistans á einu ári en þurfti engu að síður óvænt að taka pokann sinn á dögunum. Nú vitum við meira um ástæðurnar fyrir því að besta tenniskona heims í dag lét þjálfara sinn fara. Naomi Osaka hefur tjáð sig aðeins um ástæður þess að hún vildi ekki að Sascha Bajin þjálfaði sig lengur. Sascha Bajin missti starfið sitt aðeins sextán dögum eftir að Osaka vann Opna ástalska meistaramótið. Osaka hefur nú unnið tvö síðustu risamót í tennisinum því hún vann Opna bandaríska mótið í september. Þessir tveir sigrar hennar og almennur góður árangur á árinu 2018 kom henni upp í efsta sæti heimslistans. Hún byrjaði árið nánast óþekkt.World number one Naomi Osaka says her surprise split from her coach is because she was not willing to "sacrifice" her happiness More: https://t.co/OvelXnvB7Gpic.twitter.com/WDRItfv4ii — BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2019„Ef ég vakna ekki ánægð þegar ég er á leið á æfingu eða er ánægð að vera í kringum fólk þá læt ég ekki bjóða mér það. Þetta er mitt líf. Ég ætla ekki að fórna hamingjunni fyrir það að hafa einhvern nálægt mér,“ sagði Naomi Osaka en BBC segir frá. Naomi Osaka er aðeins 21 árs gömul og ætti að öllu eðlilegu að eiga mjög glæstan feril fram undan. Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins fyrir vinnu sína með hana á árinu 2018 enda stórmerkilegt að fara úr 72. sæti í 1. sæti á þrettán mánuðum. „Ég held að einhverjir hafi áttað sig á ástæðunni þegar þeir sáu hvernig við vorum í kringum hvort annað,“ sagði Naomi Osaka á blaðamannafundi í Dúbaí. „Ég ætla ekki að segja neitt slæmt um hann því auðvitað er ég mjög þakklát fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig. Á meðan Opna ástralska mótinu stóð þá var ég að segja sjálfri mér að reyna bara að komast í gegnum þetta. Ég er ekki viss um hvort að þið tókuð eftir því,“ sagði Naomi Osaka. Naomi Osaka ætlar að finna sér nýjan þjálfara fyrir næsta mót hjá sér sem er BNP Paribas Open mótið og hefst 4. mars næstkomandi. „Það mikilvægasta fyrir mig er að hafa jákvætt hugarfar. Ég vil ekki hafa einhvern hjá mér fullan af neikvæðni. Ég vil hafa einhvern sem segir mér hlutina eins og þeir eru og segir það við mig sjálfa. Ég vil frekar fá að heyra hlutina beint en að heyra af þeim á bak við mig. Það er ein af stóru ástæðunum,“ sagði Naomi Osaka.
Tennis Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sjá meira