Prinsinn í Sádi-Arabíu ætlar ekki að kaupa Man. United Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. febrúar 2019 09:30 Bandaríkjamennirnir verða áfram við völdin á Old Trafford. vísir/getty Prins Mohammed bin Salman, prinsinn af Sádi-Arabíu, ætlar ekki að kaupa Manchester United eins og greint hefur verið frá í enskum miðlum en þetta fullyrðir Turki al-Shabanah, fjölmiðlaráðherra landsins, á Twitter. Greint var frá því í ensku pressunni að Bin Salman ætlaði sér að kaupa United fyrir 3,8 milljarða punda en það er alrangt samkvæmt fjölmiðlaráðherranum sem blés á þessar sögusagnir í dag.Reports claiming that HRH the Crown Prince Mohammed Bin Salman intends on buying @ManUtd are completely false. Manchester United held a meeting with @PIFSaudi to discuss sponsorship opportunity . No deal has been materialized. — تركي الشبانه (@TurkiAlshabanah) February 17, 2019 Hann bætti svo við að Manchester United hefði vissulega sest niður með fjárfestingasjóð í Sádi-Arabíu þar sem ræddir voru styrktarmöguleikar en ekki hefur verið gengið formlega frá neinu. Síðast í október greindi Sky Sports frá því að Manchester United væri ekki til sölu þegar fyrst var sagt frá meintum áhuga Bin Salman. Manchester United er í eigu Glazer-fjölskyldunnar bandarísku sem tilkynnti um 208 milljóna punda tekjur á öðrum fjórðungi ársins en búist er við að tekjur Manchester United á þessu fjármálaári verði á milli 615-630 milljónir punda. Prinsinn í Sádi-Arabíu er einn ríkasti og voldugasti maður heims og er talið nokkuð víst að hann ætli sér að komast í Evrópufótboltann á næstu misserum. Nágrannar hans frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Katar hafa verið duglegir að fjárfesta í fótboltaliðum en Sheik Mansour á Manchester City og þá er Paris Saint-Germain í eigu Qatar Sports Investments. Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Prins Mohammed bin Salman, prinsinn af Sádi-Arabíu, ætlar ekki að kaupa Manchester United eins og greint hefur verið frá í enskum miðlum en þetta fullyrðir Turki al-Shabanah, fjölmiðlaráðherra landsins, á Twitter. Greint var frá því í ensku pressunni að Bin Salman ætlaði sér að kaupa United fyrir 3,8 milljarða punda en það er alrangt samkvæmt fjölmiðlaráðherranum sem blés á þessar sögusagnir í dag.Reports claiming that HRH the Crown Prince Mohammed Bin Salman intends on buying @ManUtd are completely false. Manchester United held a meeting with @PIFSaudi to discuss sponsorship opportunity . No deal has been materialized. — تركي الشبانه (@TurkiAlshabanah) February 17, 2019 Hann bætti svo við að Manchester United hefði vissulega sest niður með fjárfestingasjóð í Sádi-Arabíu þar sem ræddir voru styrktarmöguleikar en ekki hefur verið gengið formlega frá neinu. Síðast í október greindi Sky Sports frá því að Manchester United væri ekki til sölu þegar fyrst var sagt frá meintum áhuga Bin Salman. Manchester United er í eigu Glazer-fjölskyldunnar bandarísku sem tilkynnti um 208 milljóna punda tekjur á öðrum fjórðungi ársins en búist er við að tekjur Manchester United á þessu fjármálaári verði á milli 615-630 milljónir punda. Prinsinn í Sádi-Arabíu er einn ríkasti og voldugasti maður heims og er talið nokkuð víst að hann ætli sér að komast í Evrópufótboltann á næstu misserum. Nágrannar hans frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Katar hafa verið duglegir að fjárfesta í fótboltaliðum en Sheik Mansour á Manchester City og þá er Paris Saint-Germain í eigu Qatar Sports Investments.
Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira