Allir keyri á áttatíu vegna ástands vega Sighvatur Jónsson skrifar 19. febrúar 2019 12:00 Í drögum að nýjum umferðarlögum er lagt til að hámarkshraði allra ökutækja verði samræmdur. Vísir/Andri Marinó Framkvæmdastjóri Olíudreifingar vill að hámarkshraði allra ökutækja verði færður niður í 80 kílómetra á klukkustund á þjóðvegum landsins. Hann segir aðstæður vega ekki leyfa þungaflutninga á meiri hraða, því sé skynsamlegra að lækka hámarkshraða allra ökutækja í stað þess að hækka hámarkshraða flutningabíla aftur.Endurskoðun umferðarlaga Frumvarp til nýrra umferðarlaga er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið með heildarendurskoðun umferðarlaga er að stuðla frekar að umferðaröryggi og bregðast við breytingum á samgöngum og samfélaginu á undanförnum árum. Meðal hugmynda er að samræma hámarkshraða allra ökutækja, þannig verði hámarksökuhraði utan þéttbýlis 80 kílómetrar á klukkustund á malarvegum og 90 kílómetrar á klukkustund á vegum með bundnu slitlagi. Þetta er breyting á gildandi lögum, samkvæmt þeim má ekki aka flutningabílum sem eru meira en 3,5 tonn að þyngd hraðar en 80 kílómetra á klukkustund.Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.Vísir/BaldurVegir þoli ekki flutninga á níutíu Málið kom til umræðu á morgunverðarfundi Vegagerðarinnar í dag þar sem rætt var um umferðaröryggi á þjóðvegum. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, flutti erindi á fundinum fyrir hönd flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Hörður segir í samtali við fréttastofu að hraði sé mesta áhættuatriðið sem líta þurfi til í tengslum við öryggi á vegum landsins. Aðspurður hvort það geti pirrað ökumenn ef flutningabílum sé ekið hægar en öðrum ökutækjum segir hann að lausnin sé að færa hámarkshraða allra ökutækja niður. „Við [flutningabílstjórar] erum nú á 80 og ég tel að vegaaðstæður á Íslandi leyfi ekki þungaflutninga með meiri hraða en það við langflest skilyrði sem boðið er uppá í vegakerfinu í dag,“ segir Hörður. Hörður telur óskynsamlegt að hækka hámarkshraða flutningabíla úr 80 í 90 kílómetra á klukkustund. Miðað við ástandið á vegum hafi flutningabílstjórar ekkert við meiri hraða að gera. Hörður Gunnarsson hjá Olíudreifingu tekur þar með undir sjónarmið Vegagerðarinnar að lækka hámarkshraða allra ökutækja í 80 kílómetra á klukkustund í stað þess að leyfa bílstjórum flutningabíla að keyra hraðar en nú er leyfilegt. Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Framkvæmdastjóri Olíudreifingar vill að hámarkshraði allra ökutækja verði færður niður í 80 kílómetra á klukkustund á þjóðvegum landsins. Hann segir aðstæður vega ekki leyfa þungaflutninga á meiri hraða, því sé skynsamlegra að lækka hámarkshraða allra ökutækja í stað þess að hækka hámarkshraða flutningabíla aftur.Endurskoðun umferðarlaga Frumvarp til nýrra umferðarlaga er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið með heildarendurskoðun umferðarlaga er að stuðla frekar að umferðaröryggi og bregðast við breytingum á samgöngum og samfélaginu á undanförnum árum. Meðal hugmynda er að samræma hámarkshraða allra ökutækja, þannig verði hámarksökuhraði utan þéttbýlis 80 kílómetrar á klukkustund á malarvegum og 90 kílómetrar á klukkustund á vegum með bundnu slitlagi. Þetta er breyting á gildandi lögum, samkvæmt þeim má ekki aka flutningabílum sem eru meira en 3,5 tonn að þyngd hraðar en 80 kílómetra á klukkustund.Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.Vísir/BaldurVegir þoli ekki flutninga á níutíu Málið kom til umræðu á morgunverðarfundi Vegagerðarinnar í dag þar sem rætt var um umferðaröryggi á þjóðvegum. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, flutti erindi á fundinum fyrir hönd flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Hörður segir í samtali við fréttastofu að hraði sé mesta áhættuatriðið sem líta þurfi til í tengslum við öryggi á vegum landsins. Aðspurður hvort það geti pirrað ökumenn ef flutningabílum sé ekið hægar en öðrum ökutækjum segir hann að lausnin sé að færa hámarkshraða allra ökutækja niður. „Við [flutningabílstjórar] erum nú á 80 og ég tel að vegaaðstæður á Íslandi leyfi ekki þungaflutninga með meiri hraða en það við langflest skilyrði sem boðið er uppá í vegakerfinu í dag,“ segir Hörður. Hörður telur óskynsamlegt að hækka hámarkshraða flutningabíla úr 80 í 90 kílómetra á klukkustund. Miðað við ástandið á vegum hafi flutningabílstjórar ekkert við meiri hraða að gera. Hörður Gunnarsson hjá Olíudreifingu tekur þar með undir sjónarmið Vegagerðarinnar að lækka hámarkshraða allra ökutækja í 80 kílómetra á klukkustund í stað þess að leyfa bílstjórum flutningabíla að keyra hraðar en nú er leyfilegt.
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira