Óþægileg heimsókn sérsveitar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Juan Guaidó, starfandi forseti Venesúela, ræðir um heimsóknina við fjölmiðla með dóttur sína í fanginu og eiginkonuna sér við hlið. Nordicphotos/AFP Sérsveitarmenn réðust inn á heimili venesúelska stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í gær. Kona hans og tæplega tveggja ára gömul dóttir voru heima en Guaidó var sjálfur á fjöldafundi. Frá þessu greindi Guaidó sjálfur í gær. Þingið útnefndi Guaidó starfandi forseta fyrr í mánuðinum eftir að kjörtímabil Nicolás Maduro rann út enda álítur það forsetakosningar síðasta árs ólöglegar. Maduro er ósammála og álítur þingið valdalaust í þokkabót eftir að hann stofnaði sérstakt stjórnlagaþing, einvörðungu skipað sósíalistum, og lét setja sjálfan sig aftur inn í embætti. Bandaríkin, Lima-hópurinn, Samtök Ameríkuríkja og dágóður fjöldi sjálfstæðra ríkja hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó og viðurkennt hann sem starfandi forseta. Evrópuþingið bættist í þann hóp. 439 þingmenn greiddu atkvæði með tillögu þess efnis en 104 gegn. Aukinheldur er kallað eftir nýjum kosningum í landinu. Guaidó þótti heimsóknin í gær óhugguleg. „Ég mun sjá til þess að þið verðið dregin til ábyrgðar fyrir að ógna heilsu barns míns,“ sagði hann á fjöldafundi í höfuðborginni Caracas. Bandaríkin hafa sömuleiðis lýst því yfir að afleiðingarnar verði alvarlegar ef Maduro-stjórnin beitir sér gegn Guaidó af hörku.Nicolás Maduro. Í bakgrunn má sjá málverk af frelsishetjunni Simóni BolívarCarlos Becerra/GettyBandaríkin hafa raunar gert gott betur. Á mánudaginn tilkynnti Donald Trump forseti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn ríkisolíufélaginu PDVSA. Þær þvinganir féllu ekki í kramið hjá Idriss Jazairy, rannsakanda hjá Sameinuðu þjóðunum, sem sérhæfir sig í mögulegum neikvæðum afleiðingum þvingana. Jazairy sagði að þvinganirnar gætu gert efnahagshörmungar Venesúela enn verri, en nú þegar berjast íbúar í bökkum við að verða sér úti um nauðsynjar. „Þvingunum, hvort sem þær koma frá hernum eða eru á sviði viðskipta, á aldrei að beita til þess að koma ríkisstjórn fullvalda ríkis frá völdum. Slík beiting þvingana gengur í berhögg við alþjóðalög,“ sagði Jazairy. Um þremur vikum eftir að Guaidó tók við sem starfandi forseti er hann enn svo gott sem valdalaus. Stjórnarandstaðan sagðist í upphafi ætla að leita til venesúelska hersins í von um stuðning en langflestir hermenn, og öll yfirstjórn hersins, eru enn hliðhollir Maduro. Guaidó sagði þó frá því í gær að hann hefði átt leynilega fundi með hermönnum og -foringjum í von um að afla stuðnings þeirra. „Lykillinn að því að ná stjórninni frá völdum er að herinn hætti að styðja hana. Meirihluti hermanna er sammála um að það sé ekki hægt að halda áfram á þessari braut. Stjórnarandstaðan heitir því að enginn þeirra hermanna sem snúa baki við Maduro verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu.“ Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27 Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Sérsveitarmenn réðust inn á heimili venesúelska stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í gær. Kona hans og tæplega tveggja ára gömul dóttir voru heima en Guaidó var sjálfur á fjöldafundi. Frá þessu greindi Guaidó sjálfur í gær. Þingið útnefndi Guaidó starfandi forseta fyrr í mánuðinum eftir að kjörtímabil Nicolás Maduro rann út enda álítur það forsetakosningar síðasta árs ólöglegar. Maduro er ósammála og álítur þingið valdalaust í þokkabót eftir að hann stofnaði sérstakt stjórnlagaþing, einvörðungu skipað sósíalistum, og lét setja sjálfan sig aftur inn í embætti. Bandaríkin, Lima-hópurinn, Samtök Ameríkuríkja og dágóður fjöldi sjálfstæðra ríkja hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó og viðurkennt hann sem starfandi forseta. Evrópuþingið bættist í þann hóp. 439 þingmenn greiddu atkvæði með tillögu þess efnis en 104 gegn. Aukinheldur er kallað eftir nýjum kosningum í landinu. Guaidó þótti heimsóknin í gær óhugguleg. „Ég mun sjá til þess að þið verðið dregin til ábyrgðar fyrir að ógna heilsu barns míns,“ sagði hann á fjöldafundi í höfuðborginni Caracas. Bandaríkin hafa sömuleiðis lýst því yfir að afleiðingarnar verði alvarlegar ef Maduro-stjórnin beitir sér gegn Guaidó af hörku.Nicolás Maduro. Í bakgrunn má sjá málverk af frelsishetjunni Simóni BolívarCarlos Becerra/GettyBandaríkin hafa raunar gert gott betur. Á mánudaginn tilkynnti Donald Trump forseti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn ríkisolíufélaginu PDVSA. Þær þvinganir féllu ekki í kramið hjá Idriss Jazairy, rannsakanda hjá Sameinuðu þjóðunum, sem sérhæfir sig í mögulegum neikvæðum afleiðingum þvingana. Jazairy sagði að þvinganirnar gætu gert efnahagshörmungar Venesúela enn verri, en nú þegar berjast íbúar í bökkum við að verða sér úti um nauðsynjar. „Þvingunum, hvort sem þær koma frá hernum eða eru á sviði viðskipta, á aldrei að beita til þess að koma ríkisstjórn fullvalda ríkis frá völdum. Slík beiting þvingana gengur í berhögg við alþjóðalög,“ sagði Jazairy. Um þremur vikum eftir að Guaidó tók við sem starfandi forseti er hann enn svo gott sem valdalaus. Stjórnarandstaðan sagðist í upphafi ætla að leita til venesúelska hersins í von um stuðning en langflestir hermenn, og öll yfirstjórn hersins, eru enn hliðhollir Maduro. Guaidó sagði þó frá því í gær að hann hefði átt leynilega fundi með hermönnum og -foringjum í von um að afla stuðnings þeirra. „Lykillinn að því að ná stjórninni frá völdum er að herinn hætti að styðja hana. Meirihluti hermanna er sammála um að það sé ekki hægt að halda áfram á þessari braut. Stjórnarandstaðan heitir því að enginn þeirra hermanna sem snúa baki við Maduro verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu.“
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27 Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27
Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03
Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00