Þar má sjá Goldinsky hella klökum á gólfið áður en hann leggst niður með leikrænum tilþrifum og lætur sem hann hafi slasað sig. Hann beið á gólfinu eftir því að annar starfsmaður fyrirtækisins kom að honum.
Ekki liggur fyrir hvenær hann sviðsetti fallið en á milli 1. september og 1. nóvember í fyrra setti hann fram tryggingarkröfur vegna sjúkraflutninga og lækniskostnaðar vegna meiðsla sem hann sagðist hafa hlotið.
Hann hefur nú verið ákærður vegna svikanna en í yfirlýsingu frá saksóknurum segir að allir tapi á tryggingasvikum og allir svikarar verði lögsóttir.