Auðveldur sigur Real sem er átta stigum frá Barcelona Anton Ingi Leifsson skrifar 3. febrúar 2019 21:30 Ramos og Benzema fagna. vísir/getty Real Madrid er átta stigum á eftir toppliði Barcelona eftir að liðið vann 3-0 sigur á Deportivo Alvaes á heimavelli í kvöld. Karim Benzema kom Real yfir eftir hálftíma leik eftir að hafa fengið stoðsendingu frá varnarmanninum unga, Sergio Reguilon. Staðan 1-0 í hálfleik. Vinicius Junior skoraði annað markið tíu mínútum fyrir leikslok og þriðja og síðasta mark kvöldsins skoraði Mariano Diaz í uppbótartíma. Real er með 42 stig í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Barcelona en tveimur stigum á eftir Atletico Madrid sem er í öðru sætinu. Deportivo er í sjöunda sætinu með 32 stig. Spænski boltinn
Real Madrid er átta stigum á eftir toppliði Barcelona eftir að liðið vann 3-0 sigur á Deportivo Alvaes á heimavelli í kvöld. Karim Benzema kom Real yfir eftir hálftíma leik eftir að hafa fengið stoðsendingu frá varnarmanninum unga, Sergio Reguilon. Staðan 1-0 í hálfleik. Vinicius Junior skoraði annað markið tíu mínútum fyrir leikslok og þriðja og síðasta mark kvöldsins skoraði Mariano Diaz í uppbótartíma. Real er með 42 stig í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Barcelona en tveimur stigum á eftir Atletico Madrid sem er í öðru sætinu. Deportivo er í sjöunda sætinu með 32 stig.
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn