Margir mögulega bótaskyldir vegna United Silicon Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. febrúar 2019 07:15 Kísilveri United Silicon var lokað í september 2017. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það er ljóst að höfuðábyrgðin virðist liggja í höndum framkvæmdastjóra United Silicon. Síðan brestur margt bæði hjá opinberum aðilum og ráðgjöfum í verkefninu,“ segir Stefán Árni Auðólfsson lögmaður sem unnið hefur skýrslu fyrir fimm lífeyrissjóði sem fjárfestu í United Silicon. „Þá kemur bara til skoðunar hvort þessir aðilar gætu hafa bakað sér bótaskyldu með atferli sínu eða jafnvel athafnaleysi,“ heldur Stefán Árni áfram. Félagið sem rak kísilverksmiðju í Helguvík var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar í fyrra. Stjórnir lífeyrissjóðanna fimm kærðu síðan Magnús Garðarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra United Silicon, fyrir sinn þátt en einnig lýstu sjóðirnir kröfum í þrotabú félagsins. Í skýrslunni leggur Stefán Árni til að frekari gagna verði aflað til að hægt verði að leggja skýrara mat á mögulega bótaskyldu verkfræðistofa, sem fengnar voru til að leggja mat á áætlanir, og endurskoðenda félagsins. Segir að ákvarðanir um fjárfestingar hafi að hluta til verið teknar á grundvelli vinnu og gagna þessara aðila. Þá verði ekki hjá því komist að virtum athugasemdum Ríkisendurskoðunar að skoða frekar þá þætti sem snúa að opinberum aðilum. Er þar vísað til vinnu við mat á umhverfisáhrifum, útgáfu starfsleyfa og gerð fjárfestingarsamninga um ríkisaðstoð og ívilnanir. Eðlilegt sé að lífeyrissjóðirnir kanni rétt sinn gagnvart þessum opinberu aðilum enda hafi umrædd atriði verið meðal lykilforsendna fjárfestinganna. Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabúsins, segir tvö skaðabótamál í gangi gegn Magnúsi Garðarssyni. „Svo hefur verið höfðað mál á hendur endurskoðendum fyrirtækisins vegna hlutafjárhækkana en það eru líka önnur máli í gangi hjá þrotabúinu. Ég tel að það sé töluvert eftir af þessu ferli.“ Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
„Það er ljóst að höfuðábyrgðin virðist liggja í höndum framkvæmdastjóra United Silicon. Síðan brestur margt bæði hjá opinberum aðilum og ráðgjöfum í verkefninu,“ segir Stefán Árni Auðólfsson lögmaður sem unnið hefur skýrslu fyrir fimm lífeyrissjóði sem fjárfestu í United Silicon. „Þá kemur bara til skoðunar hvort þessir aðilar gætu hafa bakað sér bótaskyldu með atferli sínu eða jafnvel athafnaleysi,“ heldur Stefán Árni áfram. Félagið sem rak kísilverksmiðju í Helguvík var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar í fyrra. Stjórnir lífeyrissjóðanna fimm kærðu síðan Magnús Garðarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra United Silicon, fyrir sinn þátt en einnig lýstu sjóðirnir kröfum í þrotabú félagsins. Í skýrslunni leggur Stefán Árni til að frekari gagna verði aflað til að hægt verði að leggja skýrara mat á mögulega bótaskyldu verkfræðistofa, sem fengnar voru til að leggja mat á áætlanir, og endurskoðenda félagsins. Segir að ákvarðanir um fjárfestingar hafi að hluta til verið teknar á grundvelli vinnu og gagna þessara aðila. Þá verði ekki hjá því komist að virtum athugasemdum Ríkisendurskoðunar að skoða frekar þá þætti sem snúa að opinberum aðilum. Er þar vísað til vinnu við mat á umhverfisáhrifum, útgáfu starfsleyfa og gerð fjárfestingarsamninga um ríkisaðstoð og ívilnanir. Eðlilegt sé að lífeyrissjóðirnir kanni rétt sinn gagnvart þessum opinberu aðilum enda hafi umrædd atriði verið meðal lykilforsendna fjárfestinganna. Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabúsins, segir tvö skaðabótamál í gangi gegn Magnúsi Garðarssyni. „Svo hefur verið höfðað mál á hendur endurskoðendum fyrirtækisins vegna hlutafjárhækkana en það eru líka önnur máli í gangi hjá þrotabúinu. Ég tel að það sé töluvert eftir af þessu ferli.“
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira