Ósáttur nágranni man ekki eftir árás og innbroti vegna „ruglings í höfðinu“ Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar 2. febrúar 2019 07:45 Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi. Fréttablaðið/Pjetur Landsréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi karl á sextugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir innbrot og líkamsárás á nágranna árið 2016. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða fangelsi. Í september 2016 barst lögreglu tilkynning um að maður væri að reyna að brjótast inn í íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi. Á vettvangi var kona, í miklu uppnámi og blóðug á höndum. Sagði hún nágranna hafa brotist inn í gegnum útidyr og ráðist á mann hennar. Börn þeirra urðu vitni að árásinni. Mikið var af blóðslettum á gólfi og veggjum. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið orðinn langþreyttur á leiðindum við nágranna sinn út af einhverju, sem hefði í raun ekkert verið, og ákveðið að ræða við hjónin og ná sáttum. Hann hefði verið „í glasi“ og ekki í vondu skapi þegar hann lagði af stað upp stigann í átt að íbúð þeirra, með góðum huga. Hins vegar kvaðst hann ekki geta tjáð sig frekar um málið vegna óminnis og ruglings í höfðinu. Konan sagði nágrannann hafa brotist inn, gengið fram hjá henni og inn í stofu, þar sem börn hennar földu sig á bak við sófa. Kvaðst hún ekki hafa þorað að kalla á eiginmann sinn, sem var úti í bílskúr, á meðan maðurinn var inni í stofu en gert það að lokum. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa heyrt eiginkonu sína reka upp „skaðræðisóp“ en þegar hann kom inn í íbúðina spurði hann nágrannann hvað hann væri „í andskotanum að gera þarna“. Lýsti konan því fyrir dómi hvernig nágranninn sneri sér við og mennirnir tveir hefðu dottið. Þá sagðist hún hafa séð nágrannann slá mann sinn þrisvar í andlit og höfuð og hafa á endanum hringt á lögregluna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Landsréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi karl á sextugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir innbrot og líkamsárás á nágranna árið 2016. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða fangelsi. Í september 2016 barst lögreglu tilkynning um að maður væri að reyna að brjótast inn í íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi. Á vettvangi var kona, í miklu uppnámi og blóðug á höndum. Sagði hún nágranna hafa brotist inn í gegnum útidyr og ráðist á mann hennar. Börn þeirra urðu vitni að árásinni. Mikið var af blóðslettum á gólfi og veggjum. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið orðinn langþreyttur á leiðindum við nágranna sinn út af einhverju, sem hefði í raun ekkert verið, og ákveðið að ræða við hjónin og ná sáttum. Hann hefði verið „í glasi“ og ekki í vondu skapi þegar hann lagði af stað upp stigann í átt að íbúð þeirra, með góðum huga. Hins vegar kvaðst hann ekki geta tjáð sig frekar um málið vegna óminnis og ruglings í höfðinu. Konan sagði nágrannann hafa brotist inn, gengið fram hjá henni og inn í stofu, þar sem börn hennar földu sig á bak við sófa. Kvaðst hún ekki hafa þorað að kalla á eiginmann sinn, sem var úti í bílskúr, á meðan maðurinn var inni í stofu en gert það að lokum. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa heyrt eiginkonu sína reka upp „skaðræðisóp“ en þegar hann kom inn í íbúðina spurði hann nágrannann hvað hann væri „í andskotanum að gera þarna“. Lýsti konan því fyrir dómi hvernig nágranninn sneri sér við og mennirnir tveir hefðu dottið. Þá sagðist hún hafa séð nágrannann slá mann sinn þrisvar í andlit og höfuð og hafa á endanum hringt á lögregluna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira