Ágústa Eva segir bólfélagaumfjöllun DV ósmekklega Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2019 11:27 Ágústa Eva er ekki sátt við umfjöllun DV. Vísir/Valli Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir tjáir sig á Facebook-síðu sinni um umfjöllun DV þar sem endurbirtur var tæplega fjögurra ára gamall listi yfir „eftirsóttustu bólfélaga Íslands.“ Umfjöllunin vakti mikla athygli en Ágústa Eva var þar efst á lista. „Rauðhærð, glæsileg og sterk eins og Lína langsokkur. Bæði karlar og konur nefndu hana oftar en nokkra aðra konu sem komst á blað. Ágústa vinnur slaginn og er eftirsóttasti kvenkyns bólfélagi Íslands,“ stóð við mynd af Ágústu Evu sem er allt annað en sátt við skrifin. Á myndinni sem fylgir umfjöllun DV má sjá marga þekkta einstaklinga, suma fáklædda en á listanum má meðal annars finna leikara, áhrifavalda og stjórnmálamenn. „Ósmekklegt með öllu, stilla upp fólki á nærfötunum, það sett í kynferðislegt samhengi og í ofan á lag það listað upp eins og á útsölubæklingi og dreift manna á milli,“ skrifar Ágústa Eva í færslunni. Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, deilir umfjölluninni.Uuu... ég þakka traustið? https://t.co/FQ18rnQvJQ — Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) January 31, 2019 Hún segir vald fjölmiðla mikið en því fylgi einnig ábyrgð og það hafi verið misnotað og notað á annarlegan hátt í umræddri umfjöllun. Þá á hún bágt með að trúa því að svona hugsun viðgangist enn í dag. „Tilgangurinn er ofar mínum skilning. Það virðist sem "blaðamaður" hafi verið í einhverskonar annarlegu ástandi við þessi skrif eða jafnvel lyfjaður, trúi ekki að svona hugsun og yfirlýsingar séu viðteknar eða eðlilegar á okkar tímum.“ Athygli vekur að umfjöllunin er tæplega fjögurra ára gömul en DV endurbirti hana á dögunum. Ágústa Eva deildi sjálf umfjölluninni í júlí árið 2015 en linkurinn á hana er óvirkur.Fréttin var uppfærð þegar í ljós kom að umfjöllunin var frá því í júlí 2015 en DV endurbirti á dögunum. Fjölmiðlar Kynlíf Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir tjáir sig á Facebook-síðu sinni um umfjöllun DV þar sem endurbirtur var tæplega fjögurra ára gamall listi yfir „eftirsóttustu bólfélaga Íslands.“ Umfjöllunin vakti mikla athygli en Ágústa Eva var þar efst á lista. „Rauðhærð, glæsileg og sterk eins og Lína langsokkur. Bæði karlar og konur nefndu hana oftar en nokkra aðra konu sem komst á blað. Ágústa vinnur slaginn og er eftirsóttasti kvenkyns bólfélagi Íslands,“ stóð við mynd af Ágústu Evu sem er allt annað en sátt við skrifin. Á myndinni sem fylgir umfjöllun DV má sjá marga þekkta einstaklinga, suma fáklædda en á listanum má meðal annars finna leikara, áhrifavalda og stjórnmálamenn. „Ósmekklegt með öllu, stilla upp fólki á nærfötunum, það sett í kynferðislegt samhengi og í ofan á lag það listað upp eins og á útsölubæklingi og dreift manna á milli,“ skrifar Ágústa Eva í færslunni. Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, deilir umfjölluninni.Uuu... ég þakka traustið? https://t.co/FQ18rnQvJQ — Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) January 31, 2019 Hún segir vald fjölmiðla mikið en því fylgi einnig ábyrgð og það hafi verið misnotað og notað á annarlegan hátt í umræddri umfjöllun. Þá á hún bágt með að trúa því að svona hugsun viðgangist enn í dag. „Tilgangurinn er ofar mínum skilning. Það virðist sem "blaðamaður" hafi verið í einhverskonar annarlegu ástandi við þessi skrif eða jafnvel lyfjaður, trúi ekki að svona hugsun og yfirlýsingar séu viðteknar eða eðlilegar á okkar tímum.“ Athygli vekur að umfjöllunin er tæplega fjögurra ára gömul en DV endurbirti hana á dögunum. Ágústa Eva deildi sjálf umfjölluninni í júlí árið 2015 en linkurinn á hana er óvirkur.Fréttin var uppfærð þegar í ljós kom að umfjöllunin var frá því í júlí 2015 en DV endurbirti á dögunum.
Fjölmiðlar Kynlíf Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira