Leit að Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson hefur verið hafin á nýjan leik, um tveimur vikum síðan flugvél með þá tvo innanborðs hvarf af ratsjám.
Emiliano Sala var á leið frá Frakklandi til Cardiff er flugvélin að öllum líkindum hrapaði í Ermasundið.
Leit að Sala og flugmanninum Ibbotson var hætt þremur dögum eftir hvarf flugvélarinnar þar sem litlar líkur voru taldar á að þeir fyndust á lífi.
Fjölskylda Sala hélt úti söfnun til þess að fjármagna einkarekna leit og hefur verið leitað á vegum þeirra síðustu daga. Í dag var enn á ný byrjað að leita aftur og í þetta skipti neðansjávar. David Mearns, sjávarlíffræðingur og sérfræðingur í leit að skipsflökum, fer fyrir leitinni.
Leitin fer fram í nágrenni eyjarinnar Guernsey við Frakklandsstrendur, en í lok janúar fundust púðar á strönd Frakklands sem taldir eru hafa verið úr flugvélinni.
