Frost Guðmundur Brynjólfsson skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Ég á ekki hitamæli enda eru þeir heldur til óþurftar. Samanber það sem merkur maður suður á Vatnsleysuströnd sagði um miðja síðustu öld, þegar nágranni vildi ekki lána honum rassmæli að brúka á sig og sína fjölskyldu: „Iss, það eru alltaf veikindi þar sem til eru hitamælar.“ Samt hef ég tekið eftir því að undanfarið hefur ríkt nokkurt frost. Ég merki það helst á kettinum sem nennir ekki út en færir sig á milli stóla hér inni, fer úr leðri í pluss og úr plussi í leður en kýlir vömbina þess á milli og étur frá mér harðfiskinn og lifrarpylsuna. Auk innflutts sérfæðis sem hingað kemur með fraktskipum. Kötturinn jafnar kolefnissporið um sumur með því að drepa mýs. En mýs reka heil ósköp við og stuðla þannig að ofsafengnara veðurlagi en áður hefur þekkst. Landinn er duglegur að mynda mælaborðið í bílunum sínum, þar birtast hitatölur og vill hver maður helst ná svakalegustu mínustölunum á mynd og birta þær á samfélagsmiðlum. Óvíst er í hvaða tilgangi. Hinir svokölluðu „elstu menn“ sem eðli málsins samkvæmt eru aldrei sömu mennirnir hafa þó ekki verið spurðir út í þennan frostakafla. Líklega vegna þess að það þarf ekki að leita til nema fjórtán ára barna til þess að rifja upp skelfilegra kuldakast – en þau börn ættu flest að muna veturinn 2011. Þetta samfélag er alltaf að ná nýjum hæðum í taugaveiklun yfir aðgreindustu málum, nú er það frostið. Það er líkt og hér hafi aldrei áður fryst, sundlaugar loka, hlutdeild Sólskríkjusjóðsins í skráðum hlutafélögum fer að verða hættuleg efnahagslífinu, „elstu menn“ muna ekkert en liggja fullir á Tene. Hvað næst? Jú, bann við hitamælum: Því það eru alltaf veikindi þar sem til eru hitamælar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á ekki hitamæli enda eru þeir heldur til óþurftar. Samanber það sem merkur maður suður á Vatnsleysuströnd sagði um miðja síðustu öld, þegar nágranni vildi ekki lána honum rassmæli að brúka á sig og sína fjölskyldu: „Iss, það eru alltaf veikindi þar sem til eru hitamælar.“ Samt hef ég tekið eftir því að undanfarið hefur ríkt nokkurt frost. Ég merki það helst á kettinum sem nennir ekki út en færir sig á milli stóla hér inni, fer úr leðri í pluss og úr plussi í leður en kýlir vömbina þess á milli og étur frá mér harðfiskinn og lifrarpylsuna. Auk innflutts sérfæðis sem hingað kemur með fraktskipum. Kötturinn jafnar kolefnissporið um sumur með því að drepa mýs. En mýs reka heil ósköp við og stuðla þannig að ofsafengnara veðurlagi en áður hefur þekkst. Landinn er duglegur að mynda mælaborðið í bílunum sínum, þar birtast hitatölur og vill hver maður helst ná svakalegustu mínustölunum á mynd og birta þær á samfélagsmiðlum. Óvíst er í hvaða tilgangi. Hinir svokölluðu „elstu menn“ sem eðli málsins samkvæmt eru aldrei sömu mennirnir hafa þó ekki verið spurðir út í þennan frostakafla. Líklega vegna þess að það þarf ekki að leita til nema fjórtán ára barna til þess að rifja upp skelfilegra kuldakast – en þau börn ættu flest að muna veturinn 2011. Þetta samfélag er alltaf að ná nýjum hæðum í taugaveiklun yfir aðgreindustu málum, nú er það frostið. Það er líkt og hér hafi aldrei áður fryst, sundlaugar loka, hlutdeild Sólskríkjusjóðsins í skráðum hlutafélögum fer að verða hættuleg efnahagslífinu, „elstu menn“ muna ekkert en liggja fullir á Tene. Hvað næst? Jú, bann við hitamælum: Því það eru alltaf veikindi þar sem til eru hitamælar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar