Vill efla fræðslu um persónuvernd meðal barna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 20:30 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Forstjóri Persónuverndar segir nauðsynlegt að stórefla fræðslu um persónuvernd meðal barna. Stofnunin hyggst leita leiða til að auka fræðslu í grunnskólum og jafnvel í leikskólum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að tvö prósent unglinga verða fyrir neteinelti. Að undanförnu hefur fréttastofa einnig fjallað um smáforrit sem börn og unglingar virðast í auknum mæli nota sem stefnumótaforrit og höfum sagt frá Instagram-reikningum þar sem hver sem er getur séð viðkvæmar myndir og myndbönd af unglingum. Forstjóri Persónuverndar segir fréttirnar sláandi. „Það virðist sem börn hér og mjög víða held ég átti sig ekki almennilega á afleiðingum þess að vera á netinu og það eru þá bæði jákvæðar afleiðingar en þær eru mjög margar neikvæðar,“ segir Helga. Samkvæmt nýrri persónuverndarlöggjöf geta börn tekið þátt í upplýsingasamfélaginu og því sem netið hefur upp á að bjóða og þurfa ekki samþykki foreldra eða forráðamanna, hafi þau náð 13 ára aldri. „Við þurfum að uppfræða börnin hérlendis og byrja snemma og Persónuvernd hefur sterk áform um það að komast með fræðsluefni til ungra barna og byrja helst sem allra fyrst í grunnskólum og jafnvel í leikskólum,“ segir Helga.En hversu langt mega foreldrar ganga í því að jafnvel ritskoða það sem börnin þeirra gera á netinu? „Eftir því sem barn verður eldra og kemst til vits og ára þá ættu foreldrar væntanlega að draga örlítið úr sínum afskiptum. En góðar ábendingar og góð tilmæli geta alla tíð verið í boði og eru sérstaklega í boði fram að 18 ára aldri, þá er barnið orðið fullorðinn einstaklingur,“ svarar Helga. Börn og uppeldi Persónuvernd Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. 1. febrúar 2019 19:30 Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir nauðsynlegt að stórefla fræðslu um persónuvernd meðal barna. Stofnunin hyggst leita leiða til að auka fræðslu í grunnskólum og jafnvel í leikskólum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að tvö prósent unglinga verða fyrir neteinelti. Að undanförnu hefur fréttastofa einnig fjallað um smáforrit sem börn og unglingar virðast í auknum mæli nota sem stefnumótaforrit og höfum sagt frá Instagram-reikningum þar sem hver sem er getur séð viðkvæmar myndir og myndbönd af unglingum. Forstjóri Persónuverndar segir fréttirnar sláandi. „Það virðist sem börn hér og mjög víða held ég átti sig ekki almennilega á afleiðingum þess að vera á netinu og það eru þá bæði jákvæðar afleiðingar en þær eru mjög margar neikvæðar,“ segir Helga. Samkvæmt nýrri persónuverndarlöggjöf geta börn tekið þátt í upplýsingasamfélaginu og því sem netið hefur upp á að bjóða og þurfa ekki samþykki foreldra eða forráðamanna, hafi þau náð 13 ára aldri. „Við þurfum að uppfræða börnin hérlendis og byrja snemma og Persónuvernd hefur sterk áform um það að komast með fræðsluefni til ungra barna og byrja helst sem allra fyrst í grunnskólum og jafnvel í leikskólum,“ segir Helga.En hversu langt mega foreldrar ganga í því að jafnvel ritskoða það sem börnin þeirra gera á netinu? „Eftir því sem barn verður eldra og kemst til vits og ára þá ættu foreldrar væntanlega að draga örlítið úr sínum afskiptum. En góðar ábendingar og góð tilmæli geta alla tíð verið í boði og eru sérstaklega í boði fram að 18 ára aldri, þá er barnið orðið fullorðinn einstaklingur,“ svarar Helga.
Börn og uppeldi Persónuvernd Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. 1. febrúar 2019 19:30 Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. 1. febrúar 2019 19:30
Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30