Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. febrúar 2019 06:45 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir frumvarpið vel unnið og hefur ekki heyrt af óánægju innan samstarfsflokks síns. Fréttablaðið/ernir Talsverðrar óánægju gætir meðal þingmanna Sjálfstæðisflokks með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeim sem blaðið ræddi við úr röðum flokksins kom einnig saman um að sérkennilegt hefði verið hvernig staðið var að kynningu þess, en frumvarpið var ekki kynnt fyrir ríkisstjórn áður en blaðamannafundur um málið var haldinn á fimmtudag. Eftir fundinn lét Lilja þó hafa eftir sér í fjölmiðlum að einhugur væri innan ríkisstjórnarinnar um frumvarpið. Minnisblað um áform ráðherrans í málefnum einkarekinna fjölmiðla var til umræðu á ríkisstjórnarfundi daginn eftir, á föstudag. Lilja segir sjálf að málinu hafi verið vel tekið innan ríkisstjórnarinnar. „Það er mikill stuðningur frá Framsókn og VG. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar sagðist sáttur við frumvarpið þó að mætti gera meira í samtali við fjölmiðla,“ segir Lilja og á þar við Pál Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóra og þingmann Sjálfstæðisflokks, sem tjáði sig um málið í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Lilja hafði aðspurð að öðru leyti ekki heyrt af óánægjuröddum innan Sjálfstæðisflokksins, en nefndi að fulltrúi frá fjármálaráðuneytinu hefði komið að vinnu frumvarpsins. Lilja kynnti efni frumvarpsins í menntamálaráðuneytinu þann 31. janúar síðastliðinn. Þar segir að einkareknir fjölmiðlar geti sótt um styrki í formi endurgreiðslu á allt að 25 prósentum við rekstur ritstjórnar. Fyrir styrkveitingunni eru sett ýmis skilyrði svo sem að efni fjölmiðils sé fjölbreytt og fyrir allan almenning, það byggist á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. 50 milljóna króna þak verður sett á hámarksfjárhæð styrkja til fjölmiðlanna. Málið var rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Þeim sem Fréttablaðið ræddi við kom meðal annars saman um að ef ekkert væri gert í fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem skekkti samkeppni á fjölmiðlamarkaði, væri stuðningurinn sem leggja ætti til í frumvarpi ráðherrans við einkarekna fjölmiðla til lítils. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda og samráð stendur yfir til 15. þessa mánaðar. „Frumvarpið er í samráðsgáttinni til þess að umsagnir og athugasemdir berist. Að öðru leyti er þetta tímamótafrumvarp, sem er almennt og nær yfir mikilvægi þess hvaða hlutverki fjölmiðlar gegna,“ segir Lilja en segir aðspurð, að fullsnemmt sé að segja til um hvort frumvarpið fari í gegnum þingið óbreytt. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30. apríl 2010 13:07 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Talsverðrar óánægju gætir meðal þingmanna Sjálfstæðisflokks með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeim sem blaðið ræddi við úr röðum flokksins kom einnig saman um að sérkennilegt hefði verið hvernig staðið var að kynningu þess, en frumvarpið var ekki kynnt fyrir ríkisstjórn áður en blaðamannafundur um málið var haldinn á fimmtudag. Eftir fundinn lét Lilja þó hafa eftir sér í fjölmiðlum að einhugur væri innan ríkisstjórnarinnar um frumvarpið. Minnisblað um áform ráðherrans í málefnum einkarekinna fjölmiðla var til umræðu á ríkisstjórnarfundi daginn eftir, á föstudag. Lilja segir sjálf að málinu hafi verið vel tekið innan ríkisstjórnarinnar. „Það er mikill stuðningur frá Framsókn og VG. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar sagðist sáttur við frumvarpið þó að mætti gera meira í samtali við fjölmiðla,“ segir Lilja og á þar við Pál Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóra og þingmann Sjálfstæðisflokks, sem tjáði sig um málið í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Lilja hafði aðspurð að öðru leyti ekki heyrt af óánægjuröddum innan Sjálfstæðisflokksins, en nefndi að fulltrúi frá fjármálaráðuneytinu hefði komið að vinnu frumvarpsins. Lilja kynnti efni frumvarpsins í menntamálaráðuneytinu þann 31. janúar síðastliðinn. Þar segir að einkareknir fjölmiðlar geti sótt um styrki í formi endurgreiðslu á allt að 25 prósentum við rekstur ritstjórnar. Fyrir styrkveitingunni eru sett ýmis skilyrði svo sem að efni fjölmiðils sé fjölbreytt og fyrir allan almenning, það byggist á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. 50 milljóna króna þak verður sett á hámarksfjárhæð styrkja til fjölmiðlanna. Málið var rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Þeim sem Fréttablaðið ræddi við kom meðal annars saman um að ef ekkert væri gert í fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem skekkti samkeppni á fjölmiðlamarkaði, væri stuðningurinn sem leggja ætti til í frumvarpi ráðherrans við einkarekna fjölmiðla til lítils. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda og samráð stendur yfir til 15. þessa mánaðar. „Frumvarpið er í samráðsgáttinni til þess að umsagnir og athugasemdir berist. Að öðru leyti er þetta tímamótafrumvarp, sem er almennt og nær yfir mikilvægi þess hvaða hlutverki fjölmiðlar gegna,“ segir Lilja en segir aðspurð, að fullsnemmt sé að segja til um hvort frumvarpið fari í gegnum þingið óbreytt.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30. apríl 2010 13:07 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30. apríl 2010 13:07
Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent