GM stærst í Mexíkó Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2019 16:00 Framleiðsla GM í Mexíkó jókst um 4%. General Motors framleiddi meira en fjórðung bíla sinna í Mexíkó og það vafalaust við lítinn fögnuð Donalds Trump. General Motors hefur verið að minnka framleiðslu bíla sinna í Bandaríkjunum og Kanada en auka hana í Mexíkó þar sem laun eru lægri. Bílaframleiðsla GM í Mexíkó jókst um 4% í fyrra og við það fór GM upp fyrir Nissan sem stærsti bílaframleiðandinn í Mexíkó, en framleiðsla Nissan minnkaði um 10% á sama tíma. Framleiðsla GM í heimalandinu Bandaríkjunum minnkaði í fyrra um 5% og um heil 33% í Kanada þar sem GM lokaði verksmiðjum. Alls framleiddi GM 834.414 bíla í Mexíkó en Nissan framleiddi þar 763.257 bíla. Flestir þessara bíla eru fluttir til sölu í Bandaríkjunum. Framleiðsla bíla í Mexíkó dróst saman um 1% í fyrra og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá upphafi bílaframleiðslu þar. Bílaframleiðsla í Bandaríkjunum féll um 2,6% í fyrra og um 8,8% í Kanada. Aðeins þrír bílaframleiðendur juku við framleiðslu sína í Bandaríkjunum, en það voru Tesla (+151%), Volkswagen Group (+22%) og Honda (+2,7%). Ford reyndist stærsti bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum í fyrra og framleiddi nærri 2,4 milljónir bíla, en GM 2,1 milljón. Alls voru framleiddir 11.074.160 bílar í Bandaríkjunum í fyrra, en samtals 16.960.729 bílar ef Mexíkó og Kanada er bætt við. Búast má við því að GM auki bílaframleiðslu sína í Mexíkó þetta árið þar sem fyrirtækið bætir þar við framleiðslu á Chevrolet Blazer jeppanum sem gengur með því í endurnýjun lífdaga. Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent
General Motors framleiddi meira en fjórðung bíla sinna í Mexíkó og það vafalaust við lítinn fögnuð Donalds Trump. General Motors hefur verið að minnka framleiðslu bíla sinna í Bandaríkjunum og Kanada en auka hana í Mexíkó þar sem laun eru lægri. Bílaframleiðsla GM í Mexíkó jókst um 4% í fyrra og við það fór GM upp fyrir Nissan sem stærsti bílaframleiðandinn í Mexíkó, en framleiðsla Nissan minnkaði um 10% á sama tíma. Framleiðsla GM í heimalandinu Bandaríkjunum minnkaði í fyrra um 5% og um heil 33% í Kanada þar sem GM lokaði verksmiðjum. Alls framleiddi GM 834.414 bíla í Mexíkó en Nissan framleiddi þar 763.257 bíla. Flestir þessara bíla eru fluttir til sölu í Bandaríkjunum. Framleiðsla bíla í Mexíkó dróst saman um 1% í fyrra og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá upphafi bílaframleiðslu þar. Bílaframleiðsla í Bandaríkjunum féll um 2,6% í fyrra og um 8,8% í Kanada. Aðeins þrír bílaframleiðendur juku við framleiðslu sína í Bandaríkjunum, en það voru Tesla (+151%), Volkswagen Group (+22%) og Honda (+2,7%). Ford reyndist stærsti bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum í fyrra og framleiddi nærri 2,4 milljónir bíla, en GM 2,1 milljón. Alls voru framleiddir 11.074.160 bílar í Bandaríkjunum í fyrra, en samtals 16.960.729 bílar ef Mexíkó og Kanada er bætt við. Búast má við því að GM auki bílaframleiðslu sína í Mexíkó þetta árið þar sem fyrirtækið bætir þar við framleiðslu á Chevrolet Blazer jeppanum sem gengur með því í endurnýjun lífdaga.
Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent