Kaupir sér frelsi fyrir 242 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 16:30 Nick Foles. Getty/Jonathan Bachman Samningamálin í NFL-deildinni geta vissulega verið flókin. Þannig þarf leikmaður mögulega að hafna 2,4 milljarða árslaunum og borga þess í stað 242 milljónir til að græða á endanum annan eins árs samning upp á meira en þrjá milljarða. Leikstjórnandinn Nick Foles hefur samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla losað sig undan samningi við NFL-liðið Philadelphia Eagles sem hefði fært honum 20 milljónir dollara í aðra hönd. Það kostaði hins vegar sitt. Tuttugu milljónir dollara fyrir eitt tímabil eru miklu meira ágætis laun eða 2,4 milljarðar íslenskra króna en þau eru ekki ásættanleg fyrir varaleikstjórnanda Philadelphia Eagles, Nick Foles. Fyrir einu ári síðan var Nick Foles nýbúinn að vinna Super Bowl og fá verðlaunin sem mikilvægasti leikmaður leiksins.On This Date: A year ago, MVP Nick Foles led the Eagles to their first Super Bowl championship. pic.twitter.com/AqAdjYjxOL — ESPN (@espn) February 4, 2019Nick Foles þarf að borga tvær milljónir dollara, 242 milljónir íslenskra króna, til að losna undan samningnum. Það er samt ekki útséð með það að Nick Foles verði áfram leikmaður Philadelphia Eagles sem getur fest hann með svo kölluðu „franchise tag“ en hvert lið getur fest einn leikmann á hverju tímabili.Sources: #Eagles QB Nick Foles is, in fact, buying back his freedom for $2M, voiding the new and final year of his contract. Now, he’s a free agent... unless Philly hits him with the roughly $25M franchise tag. — Ian Rapoport (@RapSheet) February 6, 2019Fari svo að Philadelphia Eagles nýti sér þetta útspil til að halda Nick Foles þá þarf félagið að borga honum 25 milljónir dollara í árslaun eða meira en þrjá milljarða íslenskra króna. Á endanum myndi Nick Foles græða á því að hafa keypt sig út úr gamla samningnum. Nick Foles hefur undanfarin tvö tímabil komið sterkur inn þegar aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, hefur meiðst. Í fyrra fór Foles alla leið með liðið en það gekk ekki alveg eins vel í ár. Ernirnir fóru samt í úrslitakeppnina þrátt fyrir ótal áföll og Foles hjálpaði Eagles-liðinu að vinna einn leik í úrslitakeppnnni. Þrátt fyrir það væri ekkert öruggt að Foles yrði áfram hjá Philadelphia Eagles sem myndi líklega skipta honum til annars liðs í NFL-deildinni sem þyrfti nauðsynlega á leikstjórnanda að halda.Teams that are expected to be the main contenders in showing interest in Foles include: JAX, TB, NYG, and MIA. Where would you go if you were Foles? pic.twitter.com/x8EbYezjpj — Eagles Nation (@PHLEaglesNation) February 6, 2019 NFL Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Samningamálin í NFL-deildinni geta vissulega verið flókin. Þannig þarf leikmaður mögulega að hafna 2,4 milljarða árslaunum og borga þess í stað 242 milljónir til að græða á endanum annan eins árs samning upp á meira en þrjá milljarða. Leikstjórnandinn Nick Foles hefur samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla losað sig undan samningi við NFL-liðið Philadelphia Eagles sem hefði fært honum 20 milljónir dollara í aðra hönd. Það kostaði hins vegar sitt. Tuttugu milljónir dollara fyrir eitt tímabil eru miklu meira ágætis laun eða 2,4 milljarðar íslenskra króna en þau eru ekki ásættanleg fyrir varaleikstjórnanda Philadelphia Eagles, Nick Foles. Fyrir einu ári síðan var Nick Foles nýbúinn að vinna Super Bowl og fá verðlaunin sem mikilvægasti leikmaður leiksins.On This Date: A year ago, MVP Nick Foles led the Eagles to their first Super Bowl championship. pic.twitter.com/AqAdjYjxOL — ESPN (@espn) February 4, 2019Nick Foles þarf að borga tvær milljónir dollara, 242 milljónir íslenskra króna, til að losna undan samningnum. Það er samt ekki útséð með það að Nick Foles verði áfram leikmaður Philadelphia Eagles sem getur fest hann með svo kölluðu „franchise tag“ en hvert lið getur fest einn leikmann á hverju tímabili.Sources: #Eagles QB Nick Foles is, in fact, buying back his freedom for $2M, voiding the new and final year of his contract. Now, he’s a free agent... unless Philly hits him with the roughly $25M franchise tag. — Ian Rapoport (@RapSheet) February 6, 2019Fari svo að Philadelphia Eagles nýti sér þetta útspil til að halda Nick Foles þá þarf félagið að borga honum 25 milljónir dollara í árslaun eða meira en þrjá milljarða íslenskra króna. Á endanum myndi Nick Foles græða á því að hafa keypt sig út úr gamla samningnum. Nick Foles hefur undanfarin tvö tímabil komið sterkur inn þegar aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, hefur meiðst. Í fyrra fór Foles alla leið með liðið en það gekk ekki alveg eins vel í ár. Ernirnir fóru samt í úrslitakeppnina þrátt fyrir ótal áföll og Foles hjálpaði Eagles-liðinu að vinna einn leik í úrslitakeppnnni. Þrátt fyrir það væri ekkert öruggt að Foles yrði áfram hjá Philadelphia Eagles sem myndi líklega skipta honum til annars liðs í NFL-deildinni sem þyrfti nauðsynlega á leikstjórnanda að halda.Teams that are expected to be the main contenders in showing interest in Foles include: JAX, TB, NYG, and MIA. Where would you go if you were Foles? pic.twitter.com/x8EbYezjpj — Eagles Nation (@PHLEaglesNation) February 6, 2019
NFL Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira