Lífið

Varaþingmaður VG á von á barni

Birgir Olgeirsson skrifar
Una Hildardóttir í pontu á Alþingi.
Una Hildardóttir í pontu á Alþingi. Vísir/Vilhelm
Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, á von í lok júlí ásamt sambýlismanni sínum Bjarti Steingrímssyni. Ásamt því að sinna varaþingmennsku hjá Vinstri grænum er Una einnig gjaldkeri flokksins. 

Hún fagnaði tuttugu ára afmæli flokksins í dag með því að taka sæti á Alþingi þar sem hún flutti ræðu undir vökulum augum tengdaföður síns Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. 

Steingrímur J. Sigfússon hlýddi á ræðu tengdadóttur sinnar Unu úr stóli forseta Alþingis í dag.
Þar ræddi Una eina af grunnstoðum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sem er kvenfrelsi. Minnti hún á mikilvægi þess að þolendur hvers kyns kynferðislegrar áreitni og ofbeldis hafi fengið að láta rödd sína heyrast undir formerkjum #metoo og #vinnufriðs. 

„Virðulegur forseti. Undirliggjandi í öllum sögum sem hafa komið fram síðustu ár undir formerkjum #metoo og #vinnufriður er ein skýr krafa, krafan um að fá að sinna starfi sínu í friði án þess að þurfa að verða fyrir áreitni, fordómum eða ofbeldi, hvort sem það er í orði eða á borði, sama hvort um sé að ræða starfsfólk í fiskvinnslu eða í æðstu stofnunum landsins,“ sagði Una í ræðu sinni. 

Una deildi mynd af sér á Instagram fyrr í dag þar sem hún greindi formlega frá meðgöngunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.