2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2019 07:28 Aðeins árin 2015, 2016 og 2017 voru hlýrri en árið í fyrra samkvæmt mælingum NASA og NOAA. NASA Meðalhitinn á jörðinni var sá fjórði hæsti frá því að mælingar hófust í fyrra. Síðustu fimm ár eru nú þau hlýjustu í tæplega 140 ára mælingarsögunni og átján af nítján hlýjustu árunum hafi verið á þessari öld. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA og Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) kynntu niðurstöður mælinga sinna sameiginlega í gær. Hitinn var meira en einni gráðu yfir meðaltali síðari hluta 19. aldarinnar þegar menn byrjuðu fyrst að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar af alvöru. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnuninni innan við 1,5-2°C frá því tímabili. Miðað við núverandi losun manna gæti hlýnunin náð 3°C eða meira fyrir lok aldarinnar. Síðustu tvö ár hafa ekki verið eins hlý og metárið 2016. Það ár lagðist veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafinu ofan á manngerða hlýnun og magnaði hana upp. Andstæðan, la niña, hafði áhrif til kólnunar á meðalhita jarðar í fyrra áður en veikur el niño gerði vart við sig undir lok árs, að sögn New York Times. Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá Berkeley Earth, sjálfstæðum loftslagsrannsóknahóp, telur að 2019 verði líklega annað hlýjasta árið frá því að mælingar hófust með hjálp el niño. „Við erum ekki lengur að tala um aðstæður þar sem hnattræn hlýnun er eitthvað sem gerist í framtíðinni. Hún er hér. Hún er núna,“ sagði Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur utan um hitamælingar.2018 was the 4th hottest year in the modern record. The last five years have been the hottest since that record began in 1880. https://t.co/TNyMkXrs7z pic.twitter.com/zEb5Hff6Be— NASA GISS (@NASAGISS) February 6, 2019 Loftslagsmál Tengdar fréttir Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Bráðnun á Suðurskautslandinu hefur sexfaldast á fjörutíu árum Ný rannsókn bendir til þess að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé viðkvæmari en lengi hefur verið gengið út frá. 15. janúar 2019 14:59 Grænlandsjökull bráðnar mun hraðar en menn héldu Ný rannsókn sýnir að hraði bráðnunarinnar hefur fjórfaldast frá árinu 2003. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Meðalhitinn á jörðinni var sá fjórði hæsti frá því að mælingar hófust í fyrra. Síðustu fimm ár eru nú þau hlýjustu í tæplega 140 ára mælingarsögunni og átján af nítján hlýjustu árunum hafi verið á þessari öld. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA og Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) kynntu niðurstöður mælinga sinna sameiginlega í gær. Hitinn var meira en einni gráðu yfir meðaltali síðari hluta 19. aldarinnar þegar menn byrjuðu fyrst að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar af alvöru. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnuninni innan við 1,5-2°C frá því tímabili. Miðað við núverandi losun manna gæti hlýnunin náð 3°C eða meira fyrir lok aldarinnar. Síðustu tvö ár hafa ekki verið eins hlý og metárið 2016. Það ár lagðist veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafinu ofan á manngerða hlýnun og magnaði hana upp. Andstæðan, la niña, hafði áhrif til kólnunar á meðalhita jarðar í fyrra áður en veikur el niño gerði vart við sig undir lok árs, að sögn New York Times. Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá Berkeley Earth, sjálfstæðum loftslagsrannsóknahóp, telur að 2019 verði líklega annað hlýjasta árið frá því að mælingar hófust með hjálp el niño. „Við erum ekki lengur að tala um aðstæður þar sem hnattræn hlýnun er eitthvað sem gerist í framtíðinni. Hún er hér. Hún er núna,“ sagði Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur utan um hitamælingar.2018 was the 4th hottest year in the modern record. The last five years have been the hottest since that record began in 1880. https://t.co/TNyMkXrs7z pic.twitter.com/zEb5Hff6Be— NASA GISS (@NASAGISS) February 6, 2019
Loftslagsmál Tengdar fréttir Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Bráðnun á Suðurskautslandinu hefur sexfaldast á fjörutíu árum Ný rannsókn bendir til þess að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé viðkvæmari en lengi hefur verið gengið út frá. 15. janúar 2019 14:59 Grænlandsjökull bráðnar mun hraðar en menn héldu Ný rannsókn sýnir að hraði bráðnunarinnar hefur fjórfaldast frá árinu 2003. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Bráðnun á Suðurskautslandinu hefur sexfaldast á fjörutíu árum Ný rannsókn bendir til þess að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé viðkvæmari en lengi hefur verið gengið út frá. 15. janúar 2019 14:59
Grænlandsjökull bráðnar mun hraðar en menn héldu Ný rannsókn sýnir að hraði bráðnunarinnar hefur fjórfaldast frá árinu 2003. 22. janúar 2019 08:00